Carlos Sainz með forystuna í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 16:15 Carlos Sainz á 9. dagleið í gær. Hinn reyndi og síungi spánverji Carlos Sainz er nú með rúmlega 7 mínútna forystu í Dakar rallinu eftir níundu dagleið keppninnar á Peugeot bíl sínum. Hann hafði einmitt sigur á 9. dagleiðinni. Dagleiðin í gær var stytt vegna þess hve margir höfðu lent í erfiðleikum, ekki síst vegna mikils hita. Annar á þessari dagleið varð óvænt Erik Van Loon á Mini bíl aðeins 10 sekúndum á eftir Sainz og Mikko Hirvonen, líka á Mini, varð þriðji 27 sekúndum á eftir Sainz. Sebastian Loeb sem leitt hafði Dakar rallið að mestu fram að dagleið 8 lenti annan daginn í röð í vandræðum og tapaði miklum tíma á fremstu menn og kláraði um klukkutíma á eftir Sainz. Hann er nú ekki á meðal 10 fremstu bíla þar sem hann tapaði enn meiri tíma á 8. dagleið keppninnar. Annar í heildarkeppninni nú er Stephane Petrhansel á Peugeot, en hann leiddi keppnina fyrir síðustu dagleið en tapaði 9 mínútum á Sainz í gær og er nú 7 mínútum og þremur sekúndum á eftir Sainz. Þriðji er nú Nasser Al-Attiyah og fjórði Mikko Hirvonen, báðir á Mini bílum. Þeir eru 14:38 og 34:50 mín. á eftir Sainz. Eftir þeim koma svo 3 Toyota bílar, þá 2 Mini og sá tíundi er Ciril Despres á Peugeot. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Hinn reyndi og síungi spánverji Carlos Sainz er nú með rúmlega 7 mínútna forystu í Dakar rallinu eftir níundu dagleið keppninnar á Peugeot bíl sínum. Hann hafði einmitt sigur á 9. dagleiðinni. Dagleiðin í gær var stytt vegna þess hve margir höfðu lent í erfiðleikum, ekki síst vegna mikils hita. Annar á þessari dagleið varð óvænt Erik Van Loon á Mini bíl aðeins 10 sekúndum á eftir Sainz og Mikko Hirvonen, líka á Mini, varð þriðji 27 sekúndum á eftir Sainz. Sebastian Loeb sem leitt hafði Dakar rallið að mestu fram að dagleið 8 lenti annan daginn í röð í vandræðum og tapaði miklum tíma á fremstu menn og kláraði um klukkutíma á eftir Sainz. Hann er nú ekki á meðal 10 fremstu bíla þar sem hann tapaði enn meiri tíma á 8. dagleið keppninnar. Annar í heildarkeppninni nú er Stephane Petrhansel á Peugeot, en hann leiddi keppnina fyrir síðustu dagleið en tapaði 9 mínútum á Sainz í gær og er nú 7 mínútum og þremur sekúndum á eftir Sainz. Þriðji er nú Nasser Al-Attiyah og fjórði Mikko Hirvonen, báðir á Mini bílum. Þeir eru 14:38 og 34:50 mín. á eftir Sainz. Eftir þeim koma svo 3 Toyota bílar, þá 2 Mini og sá tíundi er Ciril Despres á Peugeot.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent