Enn sópar Volvo að sér verðlaunum Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 12:45 Volvo XC90. Volvo XC90 hlaut hin virtu Fleet Safety Initiative verðlaun sem valin eru af ACFO (Association of Car Fleet Operators). Verðlaunin heiðra þá bestu í geiranum og voru það öryggisnýjungar Volvo XC90 sem þóttu skara fram úr. Með Volvo XC90 voru frumsýndar tvær öryggisnýjungar, vörn við útafakstur og sjálfvirk bremsa ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt. Í sömu viku var Volvo XC90 einnig valinn Luxury SUV ársins 2015 af Professional Driver QSI. Þar eru verðlaunaðir þeir bílar sem þykja skara fram úr meðal einkabílstjóra. Það voru frábærir eiginleikar fjögurra sýlindra dísil vélarinnar, sá kostur að hann rúmi 7 farþega á þægilegan hátt og framúrskarandi aksturseiginleikar sem lönduðu Volvo XC90 verðlaunasætinu. Í síðustu viku bættust svo ein verðlaunin enn við fyrir Volvo XC90 er hann var valinn besti jeppinn í Bandaríkjunum. Þau verðlaun fékk XC90 einnig fyrir síðustu kynslóð bílsins árið 2003. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent
Volvo XC90 hlaut hin virtu Fleet Safety Initiative verðlaun sem valin eru af ACFO (Association of Car Fleet Operators). Verðlaunin heiðra þá bestu í geiranum og voru það öryggisnýjungar Volvo XC90 sem þóttu skara fram úr. Með Volvo XC90 voru frumsýndar tvær öryggisnýjungar, vörn við útafakstur og sjálfvirk bremsa ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt. Í sömu viku var Volvo XC90 einnig valinn Luxury SUV ársins 2015 af Professional Driver QSI. Þar eru verðlaunaðir þeir bílar sem þykja skara fram úr meðal einkabílstjóra. Það voru frábærir eiginleikar fjögurra sýlindra dísil vélarinnar, sá kostur að hann rúmi 7 farþega á þægilegan hátt og framúrskarandi aksturseiginleikar sem lönduðu Volvo XC90 verðlaunasætinu. Í síðustu viku bættust svo ein verðlaunin enn við fyrir Volvo XC90 er hann var valinn besti jeppinn í Bandaríkjunum. Þau verðlaun fékk XC90 einnig fyrir síðustu kynslóð bílsins árið 2003.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent