Fisker með nýjan ofurbíl í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 12:30 Nýi ofurbíll Fisker sem kynntur er nú í Detroit. Á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir er Henrik Fisker að kynna nýjan bíl frá þessum endurreista hollenska sportbílaframleiðanda. Hann fær nafnið Force 1 og bara nafnið bendir til að þar fari öflugur bíll. Það á hann svo sannarlega að vera því Fisker segir að bíllinn verði með öflugustu brunavél sem í boði er sem ekki nýtur forþjappa eða keflablásara. Það þýðir einfaldlega að hún verður öflugri en 7,0 lítra V12 vélin sem finna má Aston Martin Vulcan, en hún skilar 800 hestöflum. Þessi drifrás er ekki beint skyld þeirri sem var í Fisker Karma bílnum sem Fisker smíðaði fyrir örfáum árum, en hann var eingöngu drifinn rafmagni. Yfirbygging bílsins er að mestu leiti smíðuð úr koltrefjum og hann stendur á 21 tommu felgum. Þessi bíll á að vera jafnfær um að aka um hefðbundna vegi og keppnisbrautir og á að vera þægilegur í umgengni og fara vel með farþega. Hann verður sannkallaður lúxusbíll sem mikið er lagt í, enda mun hann kosta langleiðina í 300.000 dollara, eða 39 milljónir króna. Bíllinn verður smíðaður í Michigan í Bandaríkjunum og framleiðsla á að hefjast í apríl á næsta ári. Aðeins 50 eintök verða smíðuð af þessum bíl. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir er Henrik Fisker að kynna nýjan bíl frá þessum endurreista hollenska sportbílaframleiðanda. Hann fær nafnið Force 1 og bara nafnið bendir til að þar fari öflugur bíll. Það á hann svo sannarlega að vera því Fisker segir að bíllinn verði með öflugustu brunavél sem í boði er sem ekki nýtur forþjappa eða keflablásara. Það þýðir einfaldlega að hún verður öflugri en 7,0 lítra V12 vélin sem finna má Aston Martin Vulcan, en hún skilar 800 hestöflum. Þessi drifrás er ekki beint skyld þeirri sem var í Fisker Karma bílnum sem Fisker smíðaði fyrir örfáum árum, en hann var eingöngu drifinn rafmagni. Yfirbygging bílsins er að mestu leiti smíðuð úr koltrefjum og hann stendur á 21 tommu felgum. Þessi bíll á að vera jafnfær um að aka um hefðbundna vegi og keppnisbrautir og á að vera þægilegur í umgengni og fara vel með farþega. Hann verður sannkallaður lúxusbíll sem mikið er lagt í, enda mun hann kosta langleiðina í 300.000 dollara, eða 39 milljónir króna. Bíllinn verður smíðaður í Michigan í Bandaríkjunum og framleiðsla á að hefjast í apríl á næsta ári. Aðeins 50 eintök verða smíðuð af þessum bíl.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent