Hrútarnir flytja aftur til Los Angeles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2016 11:30 Stan Kroenke, til hægri, er eigandi Rams auk margra annarra íþróttafélaga. Hér er hann með þjálfaranum Jeff Fischer. Vísir/Getty 21 árs bið Los Angeles að fá NFL-lið aftur til borgarinnar er lokið en samþykkt var á fundi eigenda liða í deildinni að Rams flytji frá St. Louis til Los Angeles strax í ár. Nýr leikvangur verður byggður í Inglewood, sem er í um 16 km fjarlægð frá miðbæ Los Angeles, en hann verður ekki tilbúinn fyrr en 2019. Þangað til er líklegast að liðið spili á hinum sögufræga Coliseum. Rams þekkir reyndar vel til í Los Angeles og á Coliseum-leikvanginum enda spilaði liðið í borginni frá 1946 til 1994. Liðið varð tvíegis meistari í borginni en það var fyrir samruna NFL og AFL-deildanna og daga Super Bowl. St. Louis Rams varð hins vegar meistari árið 1999 með þá Kurt Warner og Marshall Faulk í aðalhlutverkum.Hlauparinn og nýlðinn Todd Gurley átti frábært tímabil með Rams.Vísir/GettyChargers má koma líka Þrjú lið sóttust eftir því að flytja til Los Angeles og var öðru þeirra, San Diego Chargers, gefinn kostur á því að flytja með Rams og deila vellinum í Inglewood. Chargers þarf að ákveða á næstu vikum hvort það ætli að flytja til Los Angeles strax á þessu ári en annars hefur liðið eitt ár til að taka endanlega ákvörðun. Ef að Chargers vill ekki flytja verður hinu liðinu sem vildi fara, Oakland Raiders, gefinn kostur á að fara til Inglewood. Öll þrjú lið hafa áður spilað í Los Angeles. Þetta eru þó sár vonbrigði fyrir stuðningsmenn Rams í St. Louis en þetta er í annað skipti sem að borgin missir NFL-lið. Það gerðist síðast árið 1988 er Cardinals flutti til Phoenix.Háskólaliðið USC Trojans spilar á LA Coliseum vellinum.Vísir/GettyEigandinn stórtækur í íþróttaheiminum Borgaryfirvöld í St. Louis reyndu allt sem þau gátu til að halda Rams í borginni og lögðu fram áætlun um að byggja nýjan leikvang á besta stað í borginni. Stan Kroenke, eigandi Rams, var hins vegar ákveðinn í að flytja en hann á landið þar sem nýr leikvangur verður byggður í Inglewood. Þess má geta að Kroenke er einnig einn aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, sem og NBA-liðsins Denver Nuggets. Hann á einnig hokkíliðið Colorado Avalanche og MLS-liðið Colorado Rapids.Óvissa hjá Oakland Óvíst er hvað tekur við hjá Oakland Raiders en leigusamningur liðsins við Oakland Coliseum, leikvanginn sem liðið hefur nýtt í borginni, er útrunninn. Borgaryfirvöld í Oakland hafa ekki áhuga á að byggja nýjan leikvang og liggur því ekki fyrir nú hvort að eigendur Raiders sætti sig við að spila áfram í borginni. Raiders hefur deilt leikvanginum í Oakland með hafnaboltaliði borgarinnar og er eina liðið í NFL-deildinni sem gerir það. NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
21 árs bið Los Angeles að fá NFL-lið aftur til borgarinnar er lokið en samþykkt var á fundi eigenda liða í deildinni að Rams flytji frá St. Louis til Los Angeles strax í ár. Nýr leikvangur verður byggður í Inglewood, sem er í um 16 km fjarlægð frá miðbæ Los Angeles, en hann verður ekki tilbúinn fyrr en 2019. Þangað til er líklegast að liðið spili á hinum sögufræga Coliseum. Rams þekkir reyndar vel til í Los Angeles og á Coliseum-leikvanginum enda spilaði liðið í borginni frá 1946 til 1994. Liðið varð tvíegis meistari í borginni en það var fyrir samruna NFL og AFL-deildanna og daga Super Bowl. St. Louis Rams varð hins vegar meistari árið 1999 með þá Kurt Warner og Marshall Faulk í aðalhlutverkum.Hlauparinn og nýlðinn Todd Gurley átti frábært tímabil með Rams.Vísir/GettyChargers má koma líka Þrjú lið sóttust eftir því að flytja til Los Angeles og var öðru þeirra, San Diego Chargers, gefinn kostur á því að flytja með Rams og deila vellinum í Inglewood. Chargers þarf að ákveða á næstu vikum hvort það ætli að flytja til Los Angeles strax á þessu ári en annars hefur liðið eitt ár til að taka endanlega ákvörðun. Ef að Chargers vill ekki flytja verður hinu liðinu sem vildi fara, Oakland Raiders, gefinn kostur á að fara til Inglewood. Öll þrjú lið hafa áður spilað í Los Angeles. Þetta eru þó sár vonbrigði fyrir stuðningsmenn Rams í St. Louis en þetta er í annað skipti sem að borgin missir NFL-lið. Það gerðist síðast árið 1988 er Cardinals flutti til Phoenix.Háskólaliðið USC Trojans spilar á LA Coliseum vellinum.Vísir/GettyEigandinn stórtækur í íþróttaheiminum Borgaryfirvöld í St. Louis reyndu allt sem þau gátu til að halda Rams í borginni og lögðu fram áætlun um að byggja nýjan leikvang á besta stað í borginni. Stan Kroenke, eigandi Rams, var hins vegar ákveðinn í að flytja en hann á landið þar sem nýr leikvangur verður byggður í Inglewood. Þess má geta að Kroenke er einnig einn aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, sem og NBA-liðsins Denver Nuggets. Hann á einnig hokkíliðið Colorado Avalanche og MLS-liðið Colorado Rapids.Óvissa hjá Oakland Óvíst er hvað tekur við hjá Oakland Raiders en leigusamningur liðsins við Oakland Coliseum, leikvanginn sem liðið hefur nýtt í borginni, er útrunninn. Borgaryfirvöld í Oakland hafa ekki áhuga á að byggja nýjan leikvang og liggur því ekki fyrir nú hvort að eigendur Raiders sætti sig við að spila áfram í borginni. Raiders hefur deilt leikvanginum í Oakland með hafnaboltaliði borgarinnar og er eina liðið í NFL-deildinni sem gerir það.
NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira