Defender nr. 2.000.000 fór á 80 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 09:09 Land Rover Defenderinn boðinn upp. Nú þegar Land Rover er að hætta að framleiða Defender, hinn eiginlega Land Rover, stóð það næstum á sléttu að verksmiðjur Land Rover í Solihull verksmiðjunni í Bretlandi framleiddu alls tvær milljónir slíkra bíla. Sá sem var með framleiðslunúmerið 2.000.000 var síðan boðinn upp hjá Bonhams uppboðsfyrirtækinu og mun afraksturinn renna til góðgerðarmála. Bílinn keypti ónefndur auðmaður í Quatar og með kaupum hans er þessi bíll líklega dýrasti Land Rover sem seldur hefur verið. Það eru Rauði Krossinn og Red Crescent Societies sem njóta góðs af kaupverðinu og verður fénu varið til að berjast gegn náttúruvá í SA-Nepal og til verndunar villtu dýralífi í Meru þjóðgarðinum í Kenýa. Bíllinn sem Quatar-búinn keypti er reyndar engin venjuleg útgáfa af Land Rover Defender, en hann er með óvenju ríkulegri innréttingu, með ágröfnu korti af Red Wharf Bay, þar sem hugmyndin að smíði hans á að eiga uppruna sinn og að sjálfsögðu er einnig ígrafin plata í innréttingu bílsins sem greinir frá því að þetta sé framleiðslubíll nr. 2.000.000. Þá er einnig álplata fest inní bílinn með nöfnum allra þeirra starfmanna sem tóku þátt í smíði hans. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent
Nú þegar Land Rover er að hætta að framleiða Defender, hinn eiginlega Land Rover, stóð það næstum á sléttu að verksmiðjur Land Rover í Solihull verksmiðjunni í Bretlandi framleiddu alls tvær milljónir slíkra bíla. Sá sem var með framleiðslunúmerið 2.000.000 var síðan boðinn upp hjá Bonhams uppboðsfyrirtækinu og mun afraksturinn renna til góðgerðarmála. Bílinn keypti ónefndur auðmaður í Quatar og með kaupum hans er þessi bíll líklega dýrasti Land Rover sem seldur hefur verið. Það eru Rauði Krossinn og Red Crescent Societies sem njóta góðs af kaupverðinu og verður fénu varið til að berjast gegn náttúruvá í SA-Nepal og til verndunar villtu dýralífi í Meru þjóðgarðinum í Kenýa. Bíllinn sem Quatar-búinn keypti er reyndar engin venjuleg útgáfa af Land Rover Defender, en hann er með óvenju ríkulegri innréttingu, með ágröfnu korti af Red Wharf Bay, þar sem hugmyndin að smíði hans á að eiga uppruna sinn og að sjálfsögðu er einnig ígrafin plata í innréttingu bílsins sem greinir frá því að þetta sé framleiðslubíll nr. 2.000.000. Þá er einnig álplata fest inní bílinn með nöfnum allra þeirra starfmanna sem tóku þátt í smíði hans.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent