Svört og rauð útgáfa Ford Focus Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 12:30 Ford Focus í rauðu útgáfunni. Mest seldi bíll heims, Ford Focus, er til í mörgum útgáfum með mörgum vélarkostum en Ford hefur ákveðið að bæta tveimur útgáfum við sem kallaðar verða svarta og rauða útgáfan. Þær verða sportlegri en hefðbundinn Focus, með stífari fjöðrun, svörtu grilli, rauðum pústurrörum og á svörtum 18 tommu felgum. Auk þess er í þeim báðum leðurklætt stýri, ryðsfrítt stál í pedulum og stöguð sæti með rauðum þræði. Í svörtu útgáfunni, sem er að sjálfsögðu með aðallitinn svartan, eru ýmsir smærri hlutar bílsins að utan sprautaðir rauðir og það snýst við í rauðu útgáfunni. Vélarkostir bílanna eru allt frá 125 til 182 hestafla bensínvélar og 120 til 150 hestafla dísilvélar. Allar gerðir þeirra eru með 6 gíra beinskiptingu og með því sést hversu sportlegir þeir eiga að vera. Ekki kemur fram hversu mikið dýrari þessar útgáfur verða en hefðbundinn Focus. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent
Mest seldi bíll heims, Ford Focus, er til í mörgum útgáfum með mörgum vélarkostum en Ford hefur ákveðið að bæta tveimur útgáfum við sem kallaðar verða svarta og rauða útgáfan. Þær verða sportlegri en hefðbundinn Focus, með stífari fjöðrun, svörtu grilli, rauðum pústurrörum og á svörtum 18 tommu felgum. Auk þess er í þeim báðum leðurklætt stýri, ryðsfrítt stál í pedulum og stöguð sæti með rauðum þræði. Í svörtu útgáfunni, sem er að sjálfsögðu með aðallitinn svartan, eru ýmsir smærri hlutar bílsins að utan sprautaðir rauðir og það snýst við í rauðu útgáfunni. Vélarkostir bílanna eru allt frá 125 til 182 hestafla bensínvélar og 120 til 150 hestafla dísilvélar. Allar gerðir þeirra eru með 6 gíra beinskiptingu og með því sést hversu sportlegir þeir eiga að vera. Ekki kemur fram hversu mikið dýrari þessar útgáfur verða en hefðbundinn Focus.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent