Fær nýr jeppi Skoda nafnið Kodiak? Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 12:15 Svona gæti nýi jeppi Skoda litið út. Skoda ætlar að kynna nýjan 7 sæta jeppa á bílasýningunni í París í október á næsta ári en hann hefur verið í þróun í langan tíma. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Skoda ætli að kalla þennan bíl Kodiak, en það er nafnið á einni undirtegund skógarbjarna. Jeppinn mun fá sama undirvagn og er undir nýrri kynslóð Tiguan jepplings Volkswagen, en hann er af MQB gerð og má því stækka og minnka af vild, eftir því hvaða bíll á í hlut. Hann á að verða 4,75 metra langur og fást bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Hann verður kominn á markað áður en næsta ár verður liðið og kosta í sinni ódýrustu gerð um 24.000 evrur, eða 3,4 milljónir króna í Þýskalandi. Hann verður smíðaður í Kvasiny verksmiðju Skoda í Tékklandi og verður hægt að fá í bæði 5 og 7 sæta útfærslu. Þetta verður jafnframt fyrsti jeppi Skoda frá upphafi. Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Skoda ætlar að kynna nýjan 7 sæta jeppa á bílasýningunni í París í október á næsta ári en hann hefur verið í þróun í langan tíma. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Skoda ætli að kalla þennan bíl Kodiak, en það er nafnið á einni undirtegund skógarbjarna. Jeppinn mun fá sama undirvagn og er undir nýrri kynslóð Tiguan jepplings Volkswagen, en hann er af MQB gerð og má því stækka og minnka af vild, eftir því hvaða bíll á í hlut. Hann á að verða 4,75 metra langur og fást bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Hann verður kominn á markað áður en næsta ár verður liðið og kosta í sinni ódýrustu gerð um 24.000 evrur, eða 3,4 milljónir króna í Þýskalandi. Hann verður smíðaður í Kvasiny verksmiðju Skoda í Tékklandi og verður hægt að fá í bæði 5 og 7 sæta útfærslu. Þetta verður jafnframt fyrsti jeppi Skoda frá upphafi.
Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent