Loeb nær forystunni aftur í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 13:02 Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu í gær. Sebastian Loeb sem tók forystuna á fyrstu dögum Dakar þolakstursins í S-Ameríku missti forystu til Stephane Peterhansel eftir fjórðu dagleið, en náði nú á laugardaginn aftur forystu í keppninni. Hann er nú með samtals 2:22 mínútna forystu á Peterhansel. Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu á laugardaginn og í gær var hlé á keppninni. Þó svo að Loeb hafi náð heildarforystunni á laugardaginn var það lisfélagi hans á Peugeot bílum, Carlos Saintz, sem vann dagleiðina með 38 sekúndna forskoti á Loeb. Saintz er nú í þriðja sæti í heildina, 4:50 mínútum á eftir Loeb. Í fjórða sæti er svo Nasser Al-Attiyah, sigurvegarinn frá því í fyrra, en hann er 17:36 mínútum á eftir Loeb og í fimmta sætinu er Finninn Mikko Hirvonen heilum 32:53 mínútum á eftir fyrsta manni. Nú eiga þrír Peugeot bílar efstu sætin í keppninni og mun það koma mikið á óvart ef einhver þeirra stendur ekki uppi sem sigurvegari í ár og er Loeb líklega þeirra sigurstranglegastur. Nasser Al-Attiyah og Mikko Hirvonen aka Mini bílum en í sætum 6 til 9 eru svo Toyota bílar og Renault bíll í því tíunda. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Sebastian Loeb sem tók forystuna á fyrstu dögum Dakar þolakstursins í S-Ameríku missti forystu til Stephane Peterhansel eftir fjórðu dagleið, en náði nú á laugardaginn aftur forystu í keppninni. Hann er nú með samtals 2:22 mínútna forystu á Peterhansel. Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu á laugardaginn og í gær var hlé á keppninni. Þó svo að Loeb hafi náð heildarforystunni á laugardaginn var það lisfélagi hans á Peugeot bílum, Carlos Saintz, sem vann dagleiðina með 38 sekúndna forskoti á Loeb. Saintz er nú í þriðja sæti í heildina, 4:50 mínútum á eftir Loeb. Í fjórða sæti er svo Nasser Al-Attiyah, sigurvegarinn frá því í fyrra, en hann er 17:36 mínútum á eftir Loeb og í fimmta sætinu er Finninn Mikko Hirvonen heilum 32:53 mínútum á eftir fyrsta manni. Nú eiga þrír Peugeot bílar efstu sætin í keppninni og mun það koma mikið á óvart ef einhver þeirra stendur ekki uppi sem sigurvegari í ár og er Loeb líklega þeirra sigurstranglegastur. Nasser Al-Attiyah og Mikko Hirvonen aka Mini bílum en í sætum 6 til 9 eru svo Toyota bílar og Renault bíll í því tíunda.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent