Ford Mondeo Sport með 325 hestöfl kynntur í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 09:52 Ford Mondeo Sport. Autoblog Bílaframleiðendur eru nú að kynna nýja bíla og nýjar útfærslur kunnra bíla sinna á bílasýningunni í Detroit. Einn þekktur bíll er kynntur þar í nýrri útfærslu, Ford Mondeo, sem kallst reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Þessi kraftaútfærsla hans fær nafnið Sport í endann og er með 325 hestafla vél og fjórhjóladrif að auki svo öll hestöflin skili sér í malbikið. Ford var lengi að velta því fyrir sér hvort þessi bíll fengi frekar stafina ST eða RS í enda nafnsins, en taldi það vera yfirskot. Vélin í bílnum er 2,7 lítra Ecoboost V6 og við hana tengist 6 gíra sjálfskipting. Með þessu afli slær Ford Mondeo við samkeppnisbílunum Toyota Camry og Honda Accord í sínum öflugustu gerðum og reyndar líka BMW 340i með 5 hestöflum. Ford Mondeo hefur verið að sækja á Camry og Accord að undanförnu í seldum bílum í Bandaríkjunum. Hægt er að stilla fjöðrun þessa nýja Ford Mondeo og gera hana æði stífa og sportlega. Bíllinn kemur á 19 tommu álfelgum, með vindskeið að aftan og tvöfalt púst.Ford Mondeo Sport með vinskeið og tvöfalt púst. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
Bílaframleiðendur eru nú að kynna nýja bíla og nýjar útfærslur kunnra bíla sinna á bílasýningunni í Detroit. Einn þekktur bíll er kynntur þar í nýrri útfærslu, Ford Mondeo, sem kallst reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Þessi kraftaútfærsla hans fær nafnið Sport í endann og er með 325 hestafla vél og fjórhjóladrif að auki svo öll hestöflin skili sér í malbikið. Ford var lengi að velta því fyrir sér hvort þessi bíll fengi frekar stafina ST eða RS í enda nafnsins, en taldi það vera yfirskot. Vélin í bílnum er 2,7 lítra Ecoboost V6 og við hana tengist 6 gíra sjálfskipting. Með þessu afli slær Ford Mondeo við samkeppnisbílunum Toyota Camry og Honda Accord í sínum öflugustu gerðum og reyndar líka BMW 340i með 5 hestöflum. Ford Mondeo hefur verið að sækja á Camry og Accord að undanförnu í seldum bílum í Bandaríkjunum. Hægt er að stilla fjöðrun þessa nýja Ford Mondeo og gera hana æði stífa og sportlega. Bíllinn kemur á 19 tommu álfelgum, með vindskeið að aftan og tvöfalt púst.Ford Mondeo Sport með vinskeið og tvöfalt púst.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent