Lífið

Hanna Birna vill hátt í 90 milljónir fyrir raðhúsið sitt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega falleg eign.
Virkilega falleg eign. vísir
Fasteignamarkaðurinn er með glæsilegt og vel skipulagt 216 fermetra endaraðhús í Fossvoginum á söluskrá en kaupverðið er tæplega níutíu milljónir króna.

Húsið er í eigu þeirra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, alþingismanns, fyrrverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra, og Vilhjálms Jens Árnasonar, heimspekings. Það er staðsett í Hellulandi í Fossvoginum.

Húsið er teiknað af Guðmundi Kr. Guðmundssyni og hefur verið haldið nokkuð í upprunalegan stíl eignarinnar. Skipulag hússins er sagt frábært og mögulegt að hafa fimm svefnherbergi í húsinu. Fasteignamat hússins er rúmlega 66 milljónir króna.

Sindri Sindrason heimsótti Hönnu Birnu í október árið 2012 og fékk að skoða hús þeirra hjóna. Þáttinn má sjá hér að neðan.

Húsið er í góðu ástandi að utan og hefur þakkantur nýlega verið endurbættur. Skipt var um þakpappa og þakjárn, þakrennur og niðurföll fyrir um fimm árum síðan.

Lóðin er stór, gróin og skjólsæl með viðarverönd, tyrfðri flöt og háum trjágróðri. Hellulögð innkeyrsla og stéttar fyrir framan húsið eru með hitalögnum undir.

Hér að neðan má sjá myndir innan úr húsinu. 

Stærri myndir af húsinu má sjá fasteignavef Vísis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×