Sport

Phelps truflaði vítaskot á sundskýlunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólympíugoðsögnin Michael Phelps hjálpaði körfuboltaliði Arizona State að vinna Oregon State í gær.

Arizona State er með þá skemmtilegu hefð að vera með tjald sem þeir kalla „Curtain of distraction“ og er notað þegar andstæðingar liðsins taka vítaskot.

Rétt áður en andstæðingurinn tekur vítaskot er tjaldið dregið frá og einhver, eða eitthvað, kemur fram, til þess að trufla andstæðinginn á vítalínunni.

Að þessu sinni var það sjálfur Phelps á sundskýlunni með slaufu og slatta af gullverðlaunapeningum. Truflunin verður ekkert mikið dýrari.

Hún virkaði líka því leikmaður Oregon klúðraði báðum skotunum og Arizona vann leikinn 86-68.

Sjá má truflunina hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×