Fermingarbróðir í sturtu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2016 07:00 Þegar allar sundlaugar borgarinnar hafa verið prófaðar þarf að kanna nýjar lendur. Úr varð bíltúr til Þorlákshafnar um helgina sem býður upp á þessa fínu laug. Í Þorlákshöfn er líka körfuboltalið sem tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrrakvöld. Miðherji liðsins er Ragnar Nathanaelsson. Við krakkarnir köstuðum bolta á milli í innilauginni þegar Natvélin birtist að lokinni æfingu, tyllti sér og fór að klæða sig í skóna. „Þetta er stærsti maður á Íslandi,“ sagði ég við krakkana sem hoppuðu upp úr lauginni og hlupu upp að glerinu sem skildi þau og einstakan Íslending að. „Er þetta hann?“ öskraði fjögurra ára sonurinn svo bergmálaði og benti. Ég reyndi að gera mig lítinn í lauginni og bað yfirspenntan soninn um að hætta að benda. Svo fengu þau að heyra meira um körfuboltamanninn frábæra. Krakkar geta verið stórkostlegir, ekki síst hvað varðar vandræðaleg en bráðfyndin augnablik, eftir á hið minnsta. Líklega eru tvö ár síðan við feðgarnir stóðum andspænis allsberum manni í sturtunni í Vesturbæjarlauginni. Allt í einu sprettur af vörum sonarins svo allir heyra: „Pabbi, þessi maður er með stór …“ og bendir á það sem ég taldi vera fermingarbróður Eiríks Jónssonar, þess af Séð og heyrt. Sem betur fer lauk setningunni með „… stóra bumbu!“ og mér var snarlega létt. Kannski Eiríki líka. Dóttirin sem bráðum verður sex ára minnti mig svo rækilega á að ég þarf að fara að huga að því að geta svarað erfiðum spurningum. Eftir fullyrðingu um að mamma hennar hefði búið sig til þar sem ég svaraði að ég hefði nú líka hjálpað kom eðlileg spurning. „Hvað gerðir þú?“ Eitthvað stóð á svörum hjá mér en það skipti engu enda hafði framhaldsspurningin þegar fæðst: „Bjóst þú til hárið okkar?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þegar allar sundlaugar borgarinnar hafa verið prófaðar þarf að kanna nýjar lendur. Úr varð bíltúr til Þorlákshafnar um helgina sem býður upp á þessa fínu laug. Í Þorlákshöfn er líka körfuboltalið sem tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrrakvöld. Miðherji liðsins er Ragnar Nathanaelsson. Við krakkarnir köstuðum bolta á milli í innilauginni þegar Natvélin birtist að lokinni æfingu, tyllti sér og fór að klæða sig í skóna. „Þetta er stærsti maður á Íslandi,“ sagði ég við krakkana sem hoppuðu upp úr lauginni og hlupu upp að glerinu sem skildi þau og einstakan Íslending að. „Er þetta hann?“ öskraði fjögurra ára sonurinn svo bergmálaði og benti. Ég reyndi að gera mig lítinn í lauginni og bað yfirspenntan soninn um að hætta að benda. Svo fengu þau að heyra meira um körfuboltamanninn frábæra. Krakkar geta verið stórkostlegir, ekki síst hvað varðar vandræðaleg en bráðfyndin augnablik, eftir á hið minnsta. Líklega eru tvö ár síðan við feðgarnir stóðum andspænis allsberum manni í sturtunni í Vesturbæjarlauginni. Allt í einu sprettur af vörum sonarins svo allir heyra: „Pabbi, þessi maður er með stór …“ og bendir á það sem ég taldi vera fermingarbróður Eiríks Jónssonar, þess af Séð og heyrt. Sem betur fer lauk setningunni með „… stóra bumbu!“ og mér var snarlega létt. Kannski Eiríki líka. Dóttirin sem bráðum verður sex ára minnti mig svo rækilega á að ég þarf að fara að huga að því að geta svarað erfiðum spurningum. Eftir fullyrðingu um að mamma hennar hefði búið sig til þar sem ég svaraði að ég hefði nú líka hjálpað kom eðlileg spurning. „Hvað gerðir þú?“ Eitthvað stóð á svörum hjá mér en það skipti engu enda hafði framhaldsspurningin þegar fæðst: „Bjóst þú til hárið okkar?“
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun