Fyrsti Ferrari F60 America afhentur Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 11:10 Fyrsti Ferrari F60 America afhentur í Palm Beach. Ferrari afhenti fyrsta bílinn af gerðinni F60 America í Palm Beach í Bandaríkjunum á dögunum. Þessi bíll er framleiddur til að minnast 60 ára sölu Ferrari bíla í Bandaríkjunum og verða þau 10 eintök sem smíðuð verða af bílnum aðeins seld þar í landi. Verðmiðinn er ekki af lægri gerðinni, en eintakið kosta 2,5 milljón dollara, eða um 325 milljónir króna. Fyrir það fá kaupendur blæjubíl með V12 og 6,3 lítra vél sem skilar 730 hestöflum. Hann er litlar 3,1 sekúndur í hundrað kílómetra hraða. Blæju bílsins má fella á allt að 120 kílómetra hraða. Talsvert er notað af koltrefjum í bílinn og veltigrind hans er leðurklædd og formuð með koltrefjum utan um hástyrktarstál. Þessi bíll er að mestu byggður á Ferrari F12 Berlinetta en einnig innblásinn af 1967 árgerðinni af 275 GTS-4 NART bíl Ferrari. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent
Ferrari afhenti fyrsta bílinn af gerðinni F60 America í Palm Beach í Bandaríkjunum á dögunum. Þessi bíll er framleiddur til að minnast 60 ára sölu Ferrari bíla í Bandaríkjunum og verða þau 10 eintök sem smíðuð verða af bílnum aðeins seld þar í landi. Verðmiðinn er ekki af lægri gerðinni, en eintakið kosta 2,5 milljón dollara, eða um 325 milljónir króna. Fyrir það fá kaupendur blæjubíl með V12 og 6,3 lítra vél sem skilar 730 hestöflum. Hann er litlar 3,1 sekúndur í hundrað kílómetra hraða. Blæju bílsins má fella á allt að 120 kílómetra hraða. Talsvert er notað af koltrefjum í bílinn og veltigrind hans er leðurklædd og formuð með koltrefjum utan um hástyrktarstál. Þessi bíll er að mestu byggður á Ferrari F12 Berlinetta en einnig innblásinn af 1967 árgerðinni af 275 GTS-4 NART bíl Ferrari.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent