Stjörnum prýddur pallur hjá Versace Ritstjórn skrifar 25. janúar 2016 10:30 Glamour/getty Janúar er svo sannarlega ekki leiðinlegur mánuður, því í gær hófust Haute Couture sýningar tískuhúsanna. Það var engin önnur en Donatella Versace sem reið á vaðið og sýndi einfalda litapallettu, sem einkenndist af svörtu og hvítu, rauðum, bláum og gulum, sportlegan fatnað og efnislitla kjóla. Grafísk snið og hnútar voru einnig áberandi. Það kæmi ekki á óvart ef einhver af þessum kjólum myndi rata á rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum í lok febrúar, eða að minnsta kosti á dregilinn í Vanity Fair eftirpartýinu. Eins og Donatellu einni er lagið, fékk hún margar af frægustu fyrirsætum heims til að ganga pallana eins og Gigi Hadid, Rosie Huntington-Whiteley, Behati Prinsloo, Irina Shayk, Lara Stone og Natasha Poly. Og á fremsta bekk mátti finna hönnuðina Alexander Wang, Riccardo Tici og Anthony Vaccarello. Förðunin var í höndum hinnar einu sönnu Pat McGrath, og var hún í anda Versace eins og oftast; dökkt smokey. Glamour Tíska Mest lesið Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Vogue opnar ljósmyndasýningu í London Glamour Fimm hlutir til að gera á mánudagskvöldi í rigningu Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour Harry Styles sýnir loksins nýju hárgreiðsluna Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour
Janúar er svo sannarlega ekki leiðinlegur mánuður, því í gær hófust Haute Couture sýningar tískuhúsanna. Það var engin önnur en Donatella Versace sem reið á vaðið og sýndi einfalda litapallettu, sem einkenndist af svörtu og hvítu, rauðum, bláum og gulum, sportlegan fatnað og efnislitla kjóla. Grafísk snið og hnútar voru einnig áberandi. Það kæmi ekki á óvart ef einhver af þessum kjólum myndi rata á rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum í lok febrúar, eða að minnsta kosti á dregilinn í Vanity Fair eftirpartýinu. Eins og Donatellu einni er lagið, fékk hún margar af frægustu fyrirsætum heims til að ganga pallana eins og Gigi Hadid, Rosie Huntington-Whiteley, Behati Prinsloo, Irina Shayk, Lara Stone og Natasha Poly. Og á fremsta bekk mátti finna hönnuðina Alexander Wang, Riccardo Tici og Anthony Vaccarello. Förðunin var í höndum hinnar einu sönnu Pat McGrath, og var hún í anda Versace eins og oftast; dökkt smokey.
Glamour Tíska Mest lesið Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Vogue opnar ljósmyndasýningu í London Glamour Fimm hlutir til að gera á mánudagskvöldi í rigningu Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour Harry Styles sýnir loksins nýju hárgreiðsluna Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour