Hlutabréf Ford falla stöðugt Finnur Thorlacius skrifar 25. janúar 2016 09:45 Er Ford á villigötum með nýrri stefnu sinni? Sú undarlega staða er uppi hjá bílaframleiðandanum Ford að þrátt fyrir síaukinn hagnað fyrirtækisins falla hlutabréf þess stöðugt. Frá því í janúar á síðasta ári hafa hlutabréf í Ford fallið um 19%. Nú eru liðin 9 ár síðan Ford var að gjaldþroti komið líkt og aðrir bandarískir bílaframleiðendur, en síðan þá hefur leiðin legið uppá við og hagnaðurinn sífellt meiri. Á allra næstu dögum mun Ford gera upp síðast ár með meiri hagnaði en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert áður, líklega í kringum 1.350 milljarða króna hagnað. Það dugar þó ekki kaupahéðnum í Wall Street og hlutabréfin halda áfram að falla. Svo virðist sem þar á bæ séu menn ekki ýkja hrifnir af stefnu yfirmanna Ford. Hlutabréfaverð í Ford er nú jafn lágt og það var fyrir 3 árum. Svo rammt hefur kveðið við að þegar yfirstjórn Ford upplýsti að hluthafar myndu fá aukaarð uppá 1 milljarð dollara féllu hlutabréfin um 5%. Sú stefna Ford sem svo illa fer í menn á Wall Street er sú skilgreining Ford að það sé fyrirtæki á sviði flutningaþjónustu þar sem fólk sameinast um notkun bíla, rekstur skammtímaleigu á bílum og þróun sjálfkeyrandi bíla. Þessi stefna þykir ekki spennandi á Wall Street og greinilega er þar talið að Ford eigi að einbeita sér að smíði bíla eingöngu. Þá þykir ekki heldur spennandi hve mikla áherslu Ford leggur á samskiptalausnir og leiðsögukerfi, ýmis öpp og hreinlega allt annað en snýr að smíði betri bíla. Að Ford hafi tapað sýninni og drukknað í einhverjum tæknilausnum sem fáir hafi áhuga á og að Ford misskilji þarfir viðskiptavina sinna. Á þessu sviði hafi mörg fyrirtæki komið og farið og mjög mörg fyrirtæki séu nú þegar að starfa á þessu sviði og Ford eigi einfaldlega ekki að vera að keppa við þau, heldur einbeita sér að smíði betri bíla. Ekki hefur það heldur aukið tiltrú hlutabréfaeigenda að talið er að Ford hafi átt að hagnast mun meira á árinu sem var að líða, en sala bíla var gríðarlega mikil í Bandaríkjunum í fyrra. Né heldur að ekki er spáð mikilli aukningu í sölu bíla þar í ár. Ford getur þó huggað sig við það að hlutabréf í General Motors hefur fallið um 13% frá því fyrir ári síðan en GM leggur einnig mikla áherslu á að vera þátttakandi í flutningalausnum heimsins. Þar er trúin ekki meira hjá kaupahéðnum í Wall Street. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent
Sú undarlega staða er uppi hjá bílaframleiðandanum Ford að þrátt fyrir síaukinn hagnað fyrirtækisins falla hlutabréf þess stöðugt. Frá því í janúar á síðasta ári hafa hlutabréf í Ford fallið um 19%. Nú eru liðin 9 ár síðan Ford var að gjaldþroti komið líkt og aðrir bandarískir bílaframleiðendur, en síðan þá hefur leiðin legið uppá við og hagnaðurinn sífellt meiri. Á allra næstu dögum mun Ford gera upp síðast ár með meiri hagnaði en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert áður, líklega í kringum 1.350 milljarða króna hagnað. Það dugar þó ekki kaupahéðnum í Wall Street og hlutabréfin halda áfram að falla. Svo virðist sem þar á bæ séu menn ekki ýkja hrifnir af stefnu yfirmanna Ford. Hlutabréfaverð í Ford er nú jafn lágt og það var fyrir 3 árum. Svo rammt hefur kveðið við að þegar yfirstjórn Ford upplýsti að hluthafar myndu fá aukaarð uppá 1 milljarð dollara féllu hlutabréfin um 5%. Sú stefna Ford sem svo illa fer í menn á Wall Street er sú skilgreining Ford að það sé fyrirtæki á sviði flutningaþjónustu þar sem fólk sameinast um notkun bíla, rekstur skammtímaleigu á bílum og þróun sjálfkeyrandi bíla. Þessi stefna þykir ekki spennandi á Wall Street og greinilega er þar talið að Ford eigi að einbeita sér að smíði bíla eingöngu. Þá þykir ekki heldur spennandi hve mikla áherslu Ford leggur á samskiptalausnir og leiðsögukerfi, ýmis öpp og hreinlega allt annað en snýr að smíði betri bíla. Að Ford hafi tapað sýninni og drukknað í einhverjum tæknilausnum sem fáir hafi áhuga á og að Ford misskilji þarfir viðskiptavina sinna. Á þessu sviði hafi mörg fyrirtæki komið og farið og mjög mörg fyrirtæki séu nú þegar að starfa á þessu sviði og Ford eigi einfaldlega ekki að vera að keppa við þau, heldur einbeita sér að smíði betri bíla. Ekki hefur það heldur aukið tiltrú hlutabréfaeigenda að talið er að Ford hafi átt að hagnast mun meira á árinu sem var að líða, en sala bíla var gríðarlega mikil í Bandaríkjunum í fyrra. Né heldur að ekki er spáð mikilli aukningu í sölu bíla þar í ár. Ford getur þó huggað sig við það að hlutabréf í General Motors hefur fallið um 13% frá því fyrir ári síðan en GM leggur einnig mikla áherslu á að vera þátttakandi í flutningalausnum heimsins. Þar er trúin ekki meira hjá kaupahéðnum í Wall Street.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent