Takmarkað svigrúm til að gera breytingar á húsnæðisfrumvörpunum Una Sighvatsdóttir skrifar 24. janúar 2016 12:32 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir mikilvægt að húsnæðisfrumvörp hennar verði afgreidd af þinginu í febrúar. Andstaða hefur verið í Sjálfstæðisflokknum útfærslu ráðherrans. Hún var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi nú í morgun. Fjögur frumvörp hennar sem snúa að húsnæðismálum eru nú til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis. Frumvörpin eru hluti af framlagi ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga því samkomulag náðist við aðila vinnumarkaðarins í vor um að stjórnvöld færu í aðgerðir í húsnæðismálum, þar á meðal uppbyggingu á nýju félagslegu kerfið með meiri stuðningi við leigjendur og fjölgun félagslegra íbúða. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið gagnrýninn á útfærslu ráðherra á þessum loforðum og sett fyrirvara um að frumvörpin verði samþykkt. Eygló benti hins vegar á að frumvörpin hafi verið samþykkt í báðum stjórnarflokkum og ríkisstjórnin ætli sér að standa við gefin loforð. „Ég held að í ljósi þess að þetta er hluti af kjaraviðræðunum að þá er held ég mikilvægt að horfa til þess að það er takmarkað svigrúm þess vegna til að gera breytingar. Hins vegar er þetta í höndum þingsins og ég veit það að þingmenn munu vanda sig við þessa vinnu,“ sagði hún. Eygló sagði ekki mikinn tíma til stefnu, að mati aðila vinnumarkaðarins „Þeir hafa talað um að svona um mánaðamótin og þegar komið er inn í febrúar þá sé mikilvægt að það liggi fyrir niðurstaða varðandi vinnuna,“ sagði hún.Og þú gerir þér von um að það náist í febrúar? „Ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega þar sem þessir peningar sitja á reikningunum okkar og við viljum mjög gjarnan fara að koma þeim í vinnu sem snýr að því að tryggja fólki húsnæði,“ sagði ráðherrann. Þá sagðist Eygló hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám verðtryggingar. „Ég er mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars um verðtrygginguna,“ sagði hún. „Ég held að það myndi styrkja mjög málið. Við höfum verið að vinna að afnámi verðtryggingar af fasteignalánum en við höfum svo annarlega fundið fyrir því að það er andstaða gagnvart þeim breytingum og þeim hugmyndum sem við höfum verið með varðandi afnámið, þannig að það myndi svo sannarlega styrkja það.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir mikilvægt að húsnæðisfrumvörp hennar verði afgreidd af þinginu í febrúar. Andstaða hefur verið í Sjálfstæðisflokknum útfærslu ráðherrans. Hún var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi nú í morgun. Fjögur frumvörp hennar sem snúa að húsnæðismálum eru nú til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis. Frumvörpin eru hluti af framlagi ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga því samkomulag náðist við aðila vinnumarkaðarins í vor um að stjórnvöld færu í aðgerðir í húsnæðismálum, þar á meðal uppbyggingu á nýju félagslegu kerfið með meiri stuðningi við leigjendur og fjölgun félagslegra íbúða. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið gagnrýninn á útfærslu ráðherra á þessum loforðum og sett fyrirvara um að frumvörpin verði samþykkt. Eygló benti hins vegar á að frumvörpin hafi verið samþykkt í báðum stjórnarflokkum og ríkisstjórnin ætli sér að standa við gefin loforð. „Ég held að í ljósi þess að þetta er hluti af kjaraviðræðunum að þá er held ég mikilvægt að horfa til þess að það er takmarkað svigrúm þess vegna til að gera breytingar. Hins vegar er þetta í höndum þingsins og ég veit það að þingmenn munu vanda sig við þessa vinnu,“ sagði hún. Eygló sagði ekki mikinn tíma til stefnu, að mati aðila vinnumarkaðarins „Þeir hafa talað um að svona um mánaðamótin og þegar komið er inn í febrúar þá sé mikilvægt að það liggi fyrir niðurstaða varðandi vinnuna,“ sagði hún.Og þú gerir þér von um að það náist í febrúar? „Ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega þar sem þessir peningar sitja á reikningunum okkar og við viljum mjög gjarnan fara að koma þeim í vinnu sem snýr að því að tryggja fólki húsnæði,“ sagði ráðherrann. Þá sagðist Eygló hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám verðtryggingar. „Ég er mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars um verðtrygginguna,“ sagði hún. „Ég held að það myndi styrkja mjög málið. Við höfum verið að vinna að afnámi verðtryggingar af fasteignalánum en við höfum svo annarlega fundið fyrir því að það er andstaða gagnvart þeim breytingum og þeim hugmyndum sem við höfum verið með varðandi afnámið, þannig að það myndi svo sannarlega styrkja það.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira