Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2016 14:43 Illugi afhenti Kristínu Völundardóttir, forstjóra Útlendingastofnunar, tíu þúsund undirskriftir þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. vísir/gva Illugi Jökulsson rithöfundur segist afar ánægður fyrir hönd Telati-fjölskyldunnar sem í dag fékk dvalarleyfi hér á landi. Hann segir þessar fregnir sýna fram á mikilvægi þess að samfélagið standi vörð um fólkið sem hingað komi. Illugi safnaði í október tíu þúsund undirskriftum þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. „Ég vona bara að þeim farnist sem best. Ég er afskaplega glaður fyrir þeirra hönd og vona að þetta verði þeim til gæfu,“ segir hann í samtali við Vísi.Sjá einnig: Telati-fjölskyldan fékk dvalarleyfi Telati-fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú hefðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Fór svo að börnin fengu öll inni í skóla í Laugarneshverfinu. Fjölskyldan fékk í október synjun um hæli hér á landi. Illugi hóf í kjölfarið undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Á tæpum þremur sólarhringum söfnuðust tíu þúsund undirskriftir sem afhentar voru Útlendingastofnun 20. október síðastliðinn. Fjölskylduna þekkir hann þó ekki – og hefur aldrei hitt. „Mér bara blöskraði þegar ég sá fréttir af þessu því ég gat ekki séð af hverju það ætti að vísa þessu fólki úr landi. Þetta var bara enn eitt dæmið um undarlega stjórnsýslu Útlendingastofnunar þannig að ég startaði þessari undirskriftasöfnun og fékk fádæma góðar undirtektir,“ segir Illugi. Aldrei hefði hann órað fyrir því að söfnunin tæki svo skamman tíma. „Ég hætti bara eftir þrjá sólarhringa því mér fannst komið nót. Þannig að mér sýnist að það sé full ástæða til að halda vöku sinni, því nú á að vísa annarri fjölskyldu úr landi. Ég sé enga ástæðu til að vísa almennilegu fólki sem hér vill setjast að. Það á ekki að vísa því burt heldur taka þeim sem hingað koma opnum örmum,“ segir hann og vísar þannig í Dega-fjölskylduna sem DV hefur fjallað um. Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51 Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44 Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Illugi Jökulsson rithöfundur segist afar ánægður fyrir hönd Telati-fjölskyldunnar sem í dag fékk dvalarleyfi hér á landi. Hann segir þessar fregnir sýna fram á mikilvægi þess að samfélagið standi vörð um fólkið sem hingað komi. Illugi safnaði í október tíu þúsund undirskriftum þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. „Ég vona bara að þeim farnist sem best. Ég er afskaplega glaður fyrir þeirra hönd og vona að þetta verði þeim til gæfu,“ segir hann í samtali við Vísi.Sjá einnig: Telati-fjölskyldan fékk dvalarleyfi Telati-fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú hefðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Fór svo að börnin fengu öll inni í skóla í Laugarneshverfinu. Fjölskyldan fékk í október synjun um hæli hér á landi. Illugi hóf í kjölfarið undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Á tæpum þremur sólarhringum söfnuðust tíu þúsund undirskriftir sem afhentar voru Útlendingastofnun 20. október síðastliðinn. Fjölskylduna þekkir hann þó ekki – og hefur aldrei hitt. „Mér bara blöskraði þegar ég sá fréttir af þessu því ég gat ekki séð af hverju það ætti að vísa þessu fólki úr landi. Þetta var bara enn eitt dæmið um undarlega stjórnsýslu Útlendingastofnunar þannig að ég startaði þessari undirskriftasöfnun og fékk fádæma góðar undirtektir,“ segir Illugi. Aldrei hefði hann órað fyrir því að söfnunin tæki svo skamman tíma. „Ég hætti bara eftir þrjá sólarhringa því mér fannst komið nót. Þannig að mér sýnist að það sé full ástæða til að halda vöku sinni, því nú á að vísa annarri fjölskyldu úr landi. Ég sé enga ástæðu til að vísa almennilegu fólki sem hér vill setjast að. Það á ekki að vísa því burt heldur taka þeim sem hingað koma opnum örmum,“ segir hann og vísar þannig í Dega-fjölskylduna sem DV hefur fjallað um.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51 Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44 Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
„Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00
Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51
Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44
Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31