Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 13:28 Formaður Samfylkingarinnar segir þingflokk hennar ekki standa að baki frumvarpi þingflokksformannsins og fyrrverandi frambjóðanda í formannsembætti um afnám verðtryggingarinnar. Þingmennirnir leggi frumvarpið fram í eigin nafni og verði sjálfir að skýra ástæður sínar fyrir því en frumvarpið samræmist ekki stefnu Samfylkingarinnar. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður sem bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli Árnasyni formanni flokksins á síðasta landsfundi, lögðu fram frumvarp á Alþingi í gær um afnám verðtryggingarinnar. Árni Páll brást strax við og lýsti andstöðu sinni við frumvarpið.Er það ekki svolítið neyðarleg staða fyrir formann þegar þingflokksformaður og fyrrverandi kandidat í formannsembætti leggja svona frumvarp fram? „Nei, nei. Það er vítt til lofts og veggja í Samfylkingunni og rúmast þar ólíkar skoðanir. Þau eru þessarar skoðunar og vilja leggja þetta frumvarp fram og hafa til þess stjórnarskrárvarinn rétt sem þingmenn,“ segir Árni Páll. Hins vegar sé frumvarpið ekki í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar og hann telji það ekki rökrétta leið að banna fólki að taka verðtryggð lán. Stefna flokksins sé hins vegar skýr og hann tali fyrir henni.Og hún er nákvæmlega hver? „Hún er sú að við viljum auka vægi óverðtryggðra lána. Við viljum auka valfrelsi fólks í lánamálum,“ segir formaðurinn. Samfylkingin vilji losna við verðtrygginguna með upptöku alvöru gjaldmiðils sem væri gjaldgengur bæði innan og utan landsteinanna. „Höfuðvandamálið er krónan sem kallar á gallaðar varnarleiðir eins og verðtryggingin óneitanlega er. Hún er dýr, hún er óhagkvæm fyrir fólkið í landinu. En hún er nauðvörn í ljósi þess hversu krónan er veik. Vandamálið er krónan og við þurfum að losna við hana,“ segir Árni Páll. Frumvörp eru tekin fyrir í þingflokkum áður en þau eru lögð fram og segir Árni að framlagning frumvarpsins hafi verið rædd í þingflokknum. „Það var tekið og rætt þar og hefur verið rætt þar nokkrum sinnum,“ segir hann.Sumir hafa haldið því fram að þau séu að leggja fram frumvarpið í einhvers konar pólitískum klókindum til þess að stríða framsóknarmönnum sem hafa boðað frumvarp sem þetta? „Það er auðvitað full ástæða til að framsóknarmenn svari því hvað þeir meini raunverulega með því þegar þeir lofa þjóðinni afnámi verðtryggingar og banni við verðtryggingu. En koma ekki með nein þingmál um það. Það er bara þeirra að svara þvi. Svo held ég að flutningsmenn sjálfir eigi að fá að útskýra sitt frumvarp, tala fyrir því og útskýra hvað þeim gangi til með því,“ segir Árni Páll Árnason. Stjórnmálavísir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir þingflokk hennar ekki standa að baki frumvarpi þingflokksformannsins og fyrrverandi frambjóðanda í formannsembætti um afnám verðtryggingarinnar. Þingmennirnir leggi frumvarpið fram í eigin nafni og verði sjálfir að skýra ástæður sínar fyrir því en frumvarpið samræmist ekki stefnu Samfylkingarinnar. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður sem bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli Árnasyni formanni flokksins á síðasta landsfundi, lögðu fram frumvarp á Alþingi í gær um afnám verðtryggingarinnar. Árni Páll brást strax við og lýsti andstöðu sinni við frumvarpið.Er það ekki svolítið neyðarleg staða fyrir formann þegar þingflokksformaður og fyrrverandi kandidat í formannsembætti leggja svona frumvarp fram? „Nei, nei. Það er vítt til lofts og veggja í Samfylkingunni og rúmast þar ólíkar skoðanir. Þau eru þessarar skoðunar og vilja leggja þetta frumvarp fram og hafa til þess stjórnarskrárvarinn rétt sem þingmenn,“ segir Árni Páll. Hins vegar sé frumvarpið ekki í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar og hann telji það ekki rökrétta leið að banna fólki að taka verðtryggð lán. Stefna flokksins sé hins vegar skýr og hann tali fyrir henni.Og hún er nákvæmlega hver? „Hún er sú að við viljum auka vægi óverðtryggðra lána. Við viljum auka valfrelsi fólks í lánamálum,“ segir formaðurinn. Samfylkingin vilji losna við verðtrygginguna með upptöku alvöru gjaldmiðils sem væri gjaldgengur bæði innan og utan landsteinanna. „Höfuðvandamálið er krónan sem kallar á gallaðar varnarleiðir eins og verðtryggingin óneitanlega er. Hún er dýr, hún er óhagkvæm fyrir fólkið í landinu. En hún er nauðvörn í ljósi þess hversu krónan er veik. Vandamálið er krónan og við þurfum að losna við hana,“ segir Árni Páll. Frumvörp eru tekin fyrir í þingflokkum áður en þau eru lögð fram og segir Árni að framlagning frumvarpsins hafi verið rædd í þingflokknum. „Það var tekið og rætt þar og hefur verið rætt þar nokkrum sinnum,“ segir hann.Sumir hafa haldið því fram að þau séu að leggja fram frumvarpið í einhvers konar pólitískum klókindum til þess að stríða framsóknarmönnum sem hafa boðað frumvarp sem þetta? „Það er auðvitað full ástæða til að framsóknarmenn svari því hvað þeir meini raunverulega með því þegar þeir lofa þjóðinni afnámi verðtryggingar og banni við verðtryggingu. En koma ekki með nein þingmál um það. Það er bara þeirra að svara þvi. Svo held ég að flutningsmenn sjálfir eigi að fá að útskýra sitt frumvarp, tala fyrir því og útskýra hvað þeim gangi til með því,“ segir Árni Páll Árnason.
Stjórnmálavísir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira