Ráðherra stefnir ekki að því að löggilda starfsheiti húðflúrara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 07:00 16 húðflúrstofur eru starfandi á Íslandi en ekki er vitað hversu margir húðflúra í leyfisleysi og án þess að gefa reksturinn upp til skatts. „Það endurspeglast í svari ráðherra að það sé lítill áhugi á þessum málaflokki,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Hún sendi fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðherra eftir frétt Fréttablaðsins um svartan markað húðflúrara. Í fréttinni kom fram óánægja þaulvanra húðflúrara með eftirlitsleysi yfirvalda á húðflúrmarkaðnum enda stundi margir greinina án þekkingar, réttra tækja eða tilskilinna leyfa. Jóhanna spyr meðal annars hvort ráðherra hafi kynnt sér löggjöf annarra Norðurlanda um húðflúrun og hvort ráðherra hafi í hyggju að leggja til að starfsheiti húðflúrara verði löggilt. Svar ráðherra við spurningunum tveimur er stutt og skýrt. Einfaldlega nei.Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður FramsóknarflokksinsÍ svarinu við hvort ráðherra muni beita sér fyrir setningu reglna um starfsemi húðflúrstofa kemur fram að Embætti landlæknis telji þörf á frekari fræðslu fyrir húðflúrara. Þar sem fulltrúar frá Embætti landlæknis, Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum sveitarfélaga fræði um sýkingarhættu, sótthreinsun, dauðhreinsun og hvað beri að varast. Einnig um lög og reglur, starfsleyfisskilyrði og eftirlit. Kemur fram að Umhverfisstofnun muni taka málið aftur upp í kjölfar fyrirspurnar Jóhönnu. „Ég vonaðist til þess að það yrði farið í að kanna enn frekar. Til dæmis að gera þetta að löggildu starfi og læra af nágrönnum okkar. Ég vonaði líka að tekið yrði betur undir skoðanir landlæknis. Það er til dæmis ekkert sem bannar mér að kaupa tattúvél og byrja að húðflúra, ég má bara ekki selja þjónustuna,“ segir Jóhanna María. Í svari ráðherra kemur ennfremur fram að sextán húðflúrstofur séu með starfsleyfi hér á landi og að ekki sé haldin sérstök skrá yfir tilvik í heilbrigðiskerfinu sem rekja má til húðflúrunar. Stjórnmálavísir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Það endurspeglast í svari ráðherra að það sé lítill áhugi á þessum málaflokki,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Hún sendi fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðherra eftir frétt Fréttablaðsins um svartan markað húðflúrara. Í fréttinni kom fram óánægja þaulvanra húðflúrara með eftirlitsleysi yfirvalda á húðflúrmarkaðnum enda stundi margir greinina án þekkingar, réttra tækja eða tilskilinna leyfa. Jóhanna spyr meðal annars hvort ráðherra hafi kynnt sér löggjöf annarra Norðurlanda um húðflúrun og hvort ráðherra hafi í hyggju að leggja til að starfsheiti húðflúrara verði löggilt. Svar ráðherra við spurningunum tveimur er stutt og skýrt. Einfaldlega nei.Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður FramsóknarflokksinsÍ svarinu við hvort ráðherra muni beita sér fyrir setningu reglna um starfsemi húðflúrstofa kemur fram að Embætti landlæknis telji þörf á frekari fræðslu fyrir húðflúrara. Þar sem fulltrúar frá Embætti landlæknis, Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum sveitarfélaga fræði um sýkingarhættu, sótthreinsun, dauðhreinsun og hvað beri að varast. Einnig um lög og reglur, starfsleyfisskilyrði og eftirlit. Kemur fram að Umhverfisstofnun muni taka málið aftur upp í kjölfar fyrirspurnar Jóhönnu. „Ég vonaðist til þess að það yrði farið í að kanna enn frekar. Til dæmis að gera þetta að löggildu starfi og læra af nágrönnum okkar. Ég vonaði líka að tekið yrði betur undir skoðanir landlæknis. Það er til dæmis ekkert sem bannar mér að kaupa tattúvél og byrja að húðflúra, ég má bara ekki selja þjónustuna,“ segir Jóhanna María. Í svari ráðherra kemur ennfremur fram að sextán húðflúrstofur séu með starfsleyfi hér á landi og að ekki sé haldin sérstök skrá yfir tilvik í heilbrigðiskerfinu sem rekja má til húðflúrunar.
Stjórnmálavísir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira