Ríkið sparar og þjónusta við neytendur batnar skjóðan skrifar 20. janúar 2016 09:00 Skjóðan er ósammála Kára Stefánssyni um áfengi í matvöruverslanir. Vísir/GVA Skjóðan er alloft sammála Kára Stefánssyni, ekki síst þegar kemur að spítalamálum. Vitanlega á að reisa nýjan spítala og það strax. Ekki skiptir öllu máli hvar spítalinn er, svo lauslega sé vitnað í Kára sjálfan. Skjóðan fær sig hins vegar ekki til að taka undir með Kára þegar hann leggst gegn því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum og öðrum verslunum, sem ekki eru reknar af íslenska ríkinu. Skjóðunni finnst gæta tvískinnungs hjá Kára og öðrum þeim, sem berjast gegn því að einkaaðilum verði leyft að selja áfengi í verslunum. Einkaaðilar selja í dag áfengi á hundruðum veitingastaða og kráa án þess að amast sé við því. Það eru því haldlítil rök að sala áfengis í matvöruverslunum stefni þeim sem veikir eru fyrir áfengi í hættu. Það er hundalógík að telja í lagi að einkaaðilar selji áfenga drykki á börum en sé ekki treystandi til þess að afgreiða þá í lokuðum umbúðum í verslunum. Svo er það segin saga að fyllibyttur finna alltaf leiðir til að verða sér úti um áfengi. Þeir sem sjaldan umgangast áfengi eru líklegri en bytturnar til að passa ekki upp á að eiga rauðvínsflösku með sunnudagssteikinni eða púrtvín til að bjóða góðri frænku, sem óvænt ber að garði. Þannig er líklegt að skert aðgengi að áfengi bitni fremur á þeim hófsömu en hinum sem þykir sopinn full góður. Engin rök hafa verið færð fyrir því að verði sala áfengis leyfð í verslunum á vegum einkaaðila muni það fyrst og fremst gagnast einu eða tveimur fyrirtækjum, sem sópa muni hagnaði til sín. Hví skyldu ekki spretta upp hér sérhæfðar vínverslanir eins og algengt er erlendis, t.d. í smábæjum í Bretlandi? Sala áfengis getur orðið lyftistöng fyrir kaupmanninn á horninu, sem er í útrýmingarhættu. Ríkið sparar sér milljarða á því að þurfa ekki að reka verslanir, sem eingöngu selja áfengi, og heldur um leið þeim tekjum sem innheimtar eru með áfengisgjaldi. Einhverjar verslanir geta ákveðið að selja ekki áfengi, rétt eins og Bónus selur ekki tóbak í dag. Kári og aðrir þeir, sem ekki vilja hafa rauðvínið á sama stað og steikina, geta þá beint viðskiptum sínum til vínlausra verslana. Fyllibyttunum fjölgar ekkert við að áfengi sé selt í matvöruverslunum, ekki frekar en þeim hefur fjölgað með fjölgun vínveitingastaða. Skjóðan sér engin rök, sem hníga að því að ríkið stundi verslun með áfengi í einokunarverslunum, nú eða selji snyrtivörur í Keflavík eða reki fjölmiðla í Reykjavík.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Skjóðan er alloft sammála Kára Stefánssyni, ekki síst þegar kemur að spítalamálum. Vitanlega á að reisa nýjan spítala og það strax. Ekki skiptir öllu máli hvar spítalinn er, svo lauslega sé vitnað í Kára sjálfan. Skjóðan fær sig hins vegar ekki til að taka undir með Kára þegar hann leggst gegn því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum og öðrum verslunum, sem ekki eru reknar af íslenska ríkinu. Skjóðunni finnst gæta tvískinnungs hjá Kára og öðrum þeim, sem berjast gegn því að einkaaðilum verði leyft að selja áfengi í verslunum. Einkaaðilar selja í dag áfengi á hundruðum veitingastaða og kráa án þess að amast sé við því. Það eru því haldlítil rök að sala áfengis í matvöruverslunum stefni þeim sem veikir eru fyrir áfengi í hættu. Það er hundalógík að telja í lagi að einkaaðilar selji áfenga drykki á börum en sé ekki treystandi til þess að afgreiða þá í lokuðum umbúðum í verslunum. Svo er það segin saga að fyllibyttur finna alltaf leiðir til að verða sér úti um áfengi. Þeir sem sjaldan umgangast áfengi eru líklegri en bytturnar til að passa ekki upp á að eiga rauðvínsflösku með sunnudagssteikinni eða púrtvín til að bjóða góðri frænku, sem óvænt ber að garði. Þannig er líklegt að skert aðgengi að áfengi bitni fremur á þeim hófsömu en hinum sem þykir sopinn full góður. Engin rök hafa verið færð fyrir því að verði sala áfengis leyfð í verslunum á vegum einkaaðila muni það fyrst og fremst gagnast einu eða tveimur fyrirtækjum, sem sópa muni hagnaði til sín. Hví skyldu ekki spretta upp hér sérhæfðar vínverslanir eins og algengt er erlendis, t.d. í smábæjum í Bretlandi? Sala áfengis getur orðið lyftistöng fyrir kaupmanninn á horninu, sem er í útrýmingarhættu. Ríkið sparar sér milljarða á því að þurfa ekki að reka verslanir, sem eingöngu selja áfengi, og heldur um leið þeim tekjum sem innheimtar eru með áfengisgjaldi. Einhverjar verslanir geta ákveðið að selja ekki áfengi, rétt eins og Bónus selur ekki tóbak í dag. Kári og aðrir þeir, sem ekki vilja hafa rauðvínið á sama stað og steikina, geta þá beint viðskiptum sínum til vínlausra verslana. Fyllibyttunum fjölgar ekkert við að áfengi sé selt í matvöruverslunum, ekki frekar en þeim hefur fjölgað með fjölgun vínveitingastaða. Skjóðan sér engin rök, sem hníga að því að ríkið stundi verslun með áfengi í einokunarverslunum, nú eða selji snyrtivörur í Keflavík eða reki fjölmiðla í Reykjavík.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58
Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23
Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent