Bandaríska knattspyrnusambandið var rétt í þessu að tilkynna byrjunarliðið fyrir leik liðsins gegn Íslandi á StubHub Center en flautað verður til leiks í Los Angeles klukkan 21.08 á íslenskum tíma.
Flestir leikmennirnir í leikmannahóp bandaríska liðsins leika í MLS-deildinni en einhver nöfn eru kunnug sparkspekingum á Íslandi.
Michael Bradley sem lék með Borussia Mönchengladbach, Roma og Aston Villa í Evrópu ber fyrirliðabandið og byrjar á miðjunni en við hlið hans er Jermaine Jones sem lék um tíma með Schalke í þýska boltanum.
Í fremstu víglínu er Jozy Altidore, fyrrum liðsfélagi Jóhanns Bergs hjá AZ Alkmaar og fyrrum leikmaður Sunderland en byrjunarliðið má sjá hér fyrir neðan.
Markmaður:
Luis Robles
Varnarmenn:
Brad Evans, Michael Orozco, Matt Besler, Kellyn Acosta
Miðjumenn:
Michael Bradley, Jermaine Jones, Ethan Finlay, Lee Nguyen
Sóknarmenn:
Gyasi Zardes, Jozy Altidore
Byrjunarlið Bandaríkjanna: Altidore byrjar í fremstu víglínu
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið







Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka
Handbolti

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn