„Förum ekki kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2016 12:50 Silja Dögg Gunnarsdóttir vísir/pjetur Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segist hafa þungar áhyggjur af því að afnám verðtryggingar sé enn ekki komið á skrið. Málið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins og að flokkurinn hafi ekki fengið neitt í hendurnar því tengdu. Hún segir flokkinn ekki reiðubúinn í kosningar að ári liðnu fari ekki að draga til einhverra tíðinda. „Við höfum mjög miklar áhyggjur og erum ekki að fara í kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna. Það bara kemur ekki til greina,“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag, en eitt af stóru kosningaloforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var afnám verðtryggingar á neytendalánum.Eitt ár stuttur tími í pólitík Hún vísaði til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna sem lögð var fram árið 2014 um mögulegar leiðir til afnáms verðtryggingar, eða til að draga úr vægi hennar. Verkefnið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins. „Við höfum mjög miklar áhyggjur í okkar þingflokki, ég get alveg sagt ykkur það, af því að það sé ekkert komið fram úr fjármálaráðuneytinu. Þar er verkefnið að draga úr vægi verðtryggingar, eða afnema hana, út frá þessari skýrslu sem unnin var á sínum tíma, sem margir þekkja og við erum ekki búin að fá neitt í hendurnar. Það er rúmt ár í kosningar sem er stuttur tími í pólitík. Við erum ekki tilbúin til að fara í kosningar aftur án þess að hafa komið með neitt fyrir kjósendur um þetta, ég get bara fullyrt það.“Þingið taki málið í sínar hendur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagðist í samtali við Vísi í vikunni ætla að beita sér fyrir því að þingið taki málin í sínar hendur fari ekki að draga til tíðinda. Hann sagði þingið geta sett málið á dagskrá og afgreitt það án aðkomu ríkisstjórnarinnar. „Ef það er meirihluti fyrir því í þinginu að gera eitthvað í þessa veruna, að afnema verðtrygginguna eða slíkt, þá hefur þingið náttúrulega úrslitavaldið í því og getur haft frumkvæði og gert það. Það hefur komið fram frumvarp á vegum tveggja þingmanna úr Samfylkingunni þar sem er með mjög einföldum hætti lagt bann við nýjum verðtryggðum lánum,“ sagði hann.Viðtalið við Silju má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segist hafa þungar áhyggjur af því að afnám verðtryggingar sé enn ekki komið á skrið. Málið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins og að flokkurinn hafi ekki fengið neitt í hendurnar því tengdu. Hún segir flokkinn ekki reiðubúinn í kosningar að ári liðnu fari ekki að draga til einhverra tíðinda. „Við höfum mjög miklar áhyggjur og erum ekki að fara í kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna. Það bara kemur ekki til greina,“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag, en eitt af stóru kosningaloforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var afnám verðtryggingar á neytendalánum.Eitt ár stuttur tími í pólitík Hún vísaði til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna sem lögð var fram árið 2014 um mögulegar leiðir til afnáms verðtryggingar, eða til að draga úr vægi hennar. Verkefnið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins. „Við höfum mjög miklar áhyggjur í okkar þingflokki, ég get alveg sagt ykkur það, af því að það sé ekkert komið fram úr fjármálaráðuneytinu. Þar er verkefnið að draga úr vægi verðtryggingar, eða afnema hana, út frá þessari skýrslu sem unnin var á sínum tíma, sem margir þekkja og við erum ekki búin að fá neitt í hendurnar. Það er rúmt ár í kosningar sem er stuttur tími í pólitík. Við erum ekki tilbúin til að fara í kosningar aftur án þess að hafa komið með neitt fyrir kjósendur um þetta, ég get bara fullyrt það.“Þingið taki málið í sínar hendur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagðist í samtali við Vísi í vikunni ætla að beita sér fyrir því að þingið taki málin í sínar hendur fari ekki að draga til tíðinda. Hann sagði þingið geta sett málið á dagskrá og afgreitt það án aðkomu ríkisstjórnarinnar. „Ef það er meirihluti fyrir því í þinginu að gera eitthvað í þessa veruna, að afnema verðtrygginguna eða slíkt, þá hefur þingið náttúrulega úrslitavaldið í því og getur haft frumkvæði og gert það. Það hefur komið fram frumvarp á vegum tveggja þingmanna úr Samfylkingunni þar sem er með mjög einföldum hætti lagt bann við nýjum verðtryggðum lánum,“ sagði hann.Viðtalið við Silju má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28