Aflaukning en minni eyðsla í nýjum Porsche 718 Boxster Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2016 10:18 Nýir Porsche Boxster og Cayman (sá með harða þakinu) Ávallt tekst Porsche að auka afl bíla sinna og í leiðinni að minnka eyðslu þeirra svo um munar. Í nýrri gerð Porsche Boxster, sem nú hefur fengið stafina 718 hefur afl aukist um 35 hestöfl bæði í hefðbundinni gerð hans og í S-gerð hans, en eyðsla beggja bílanna hefur í leiðinni minnkað um 13%. Báðir fá þeir nú fjögurra strokka vélar í stað sex strokka áður. Porsche 718 Boxster er með 2,0 lítra vél sem er 300 hestöfl og eyðir aðeins 6,9 lítrum og 718 Boxster S fær 2,5 lítra vél sem er 350 hestöfl og eyðir 7,3 lítrum á hverju hundrað ekna kílómetra. Bílarnir hafa auk þess fengið öflugri bremsur og algjörlega nýjan undirvagn og fjöðrun sem tryggir enn meiri sportlega eiginleika en í forveranum, en var hann þó góður áður. Mikil breyting hefur einnig orðið á innviðum bílsins, til að mynda gerbreytt mælaborð með snertiskjá. Þetta er í fyrsta skipti frá sjöunda áratug síðustu aldar sem Porsche bíður nú bíl með fjögurra strokka vélum, en nú eru þær komnar með forþjöppur. Þær auka mjög á tog vélanna og hefur það aukist um 100 Nm í 718 Boxster og er nú 380 Nm, en í 718 Boxster S hefur aukningin orðið 60 Nm og samtals 420 Nm. Næst það tog fram á 1.900 til 4.500 snúningum. Fyrir vikið eru bílarnir þónokkuð sneggri og tekur það 718 Boxster nú 4,7 sekúndur að komast í 100 km hraða og 718 Boxster S er 4,2 sekúndur í 100. Það gerir þessa nýju kynslóð 718 Boxster 0,8 sekúndum fljótari og 718 Boxster S 0,6 sekúndum fljótari. Hámarkshraði aflminna bílsins er 275 km/klst og þess aflmeiri 285 km/klst. Báða bílana má fá með beinskiptingu, sem og PDK sjálfskiptingu. Porsche mun hefja sölu nýs 718 Boxster þann 30. apríl í Evrópu og mun hann kosta frá 53.646 evrum í Þýskalandi, en 718 Boxster S kostar frá 66.141 evru. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Ávallt tekst Porsche að auka afl bíla sinna og í leiðinni að minnka eyðslu þeirra svo um munar. Í nýrri gerð Porsche Boxster, sem nú hefur fengið stafina 718 hefur afl aukist um 35 hestöfl bæði í hefðbundinni gerð hans og í S-gerð hans, en eyðsla beggja bílanna hefur í leiðinni minnkað um 13%. Báðir fá þeir nú fjögurra strokka vélar í stað sex strokka áður. Porsche 718 Boxster er með 2,0 lítra vél sem er 300 hestöfl og eyðir aðeins 6,9 lítrum og 718 Boxster S fær 2,5 lítra vél sem er 350 hestöfl og eyðir 7,3 lítrum á hverju hundrað ekna kílómetra. Bílarnir hafa auk þess fengið öflugri bremsur og algjörlega nýjan undirvagn og fjöðrun sem tryggir enn meiri sportlega eiginleika en í forveranum, en var hann þó góður áður. Mikil breyting hefur einnig orðið á innviðum bílsins, til að mynda gerbreytt mælaborð með snertiskjá. Þetta er í fyrsta skipti frá sjöunda áratug síðustu aldar sem Porsche bíður nú bíl með fjögurra strokka vélum, en nú eru þær komnar með forþjöppur. Þær auka mjög á tog vélanna og hefur það aukist um 100 Nm í 718 Boxster og er nú 380 Nm, en í 718 Boxster S hefur aukningin orðið 60 Nm og samtals 420 Nm. Næst það tog fram á 1.900 til 4.500 snúningum. Fyrir vikið eru bílarnir þónokkuð sneggri og tekur það 718 Boxster nú 4,7 sekúndur að komast í 100 km hraða og 718 Boxster S er 4,2 sekúndur í 100. Það gerir þessa nýju kynslóð 718 Boxster 0,8 sekúndum fljótari og 718 Boxster S 0,6 sekúndum fljótari. Hámarkshraði aflminna bílsins er 275 km/klst og þess aflmeiri 285 km/klst. Báða bílana má fá með beinskiptingu, sem og PDK sjálfskiptingu. Porsche mun hefja sölu nýs 718 Boxster þann 30. apríl í Evrópu og mun hann kosta frá 53.646 evrum í Þýskalandi, en 718 Boxster S kostar frá 66.141 evru.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent