Þingmaður Sjálfstæðisflokk segir Pírata hafa gert stefnumál flokks síns skýr Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2016 09:33 Vilhjálmur segir í Viðskiptablaðinu að enginn hafi aukið gagnsæi í stjórnsýslunni en Davíð Oddsson. Vísir/Anton „Ég segi bara að Pírötum hefur tekist að gera stefnumálin okkar skýr og njóta góðs af því,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í viðtali við Viðskiptablaðið. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf talað um að breyta kerfinu og það sé það sem Píratar vilji líka.Ákall um gagnsæi „Þetta er bara ákall sem ég er tilbúinn að taka þátt í með Pírötum að nái fram að ganga. Aukið gagnsæi og að kerfið sé einfaldað,“ segir hann. Vilhjálmur segir í viðtalinu að enginn hafi aukið gagnsæi í stjórnsýslunni en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins. „Við skulum ekki gleyma því hver kom á stjórnsýslulögum og upplýsingalögum. Það var Davíð Oddsson. Hvað annað í opinberri stjórnsýslu hefur aukið gagnsæi meira og bætt vinnubrögð innan stjórnsýslunnar?“ spyr hann.Svona hefur fylgi flokkanna þróast á síðustu mánuðum. Fjólubláa línan táknar stuðning við Pírata en sú bláa við Sjálfstæðisflokk.MMRPíratar stærri en stjórnarflokkarnirVilhjálmur telur að Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn geti átt samleið í ríkisstjórn. „Klárlega,“ segir hann. Það gæti farið svo að það reyni á hvort flokkarnir finni samstarfsflöt eftir næstu kosningar, ef marka má niðurstöður kannana síðustu mánaða. Píratar eru með þrjá þingmenn í dag og í minnihluta á þinginu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 19 þingmenn og í ríkisstjórn. Samkvæmt könnunum mun dæmið hins vegar að öllum líkindum snúast við í næstu kosningum. Píratar mælast stærstir með 35,6 prósenta fylgi samkvæmt könnun MMR sem birt var í gær, en flokkurinn hefur um alllangt skeið mælst stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1 prósent. Stjórnmálavísir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Ég segi bara að Pírötum hefur tekist að gera stefnumálin okkar skýr og njóta góðs af því,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í viðtali við Viðskiptablaðið. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf talað um að breyta kerfinu og það sé það sem Píratar vilji líka.Ákall um gagnsæi „Þetta er bara ákall sem ég er tilbúinn að taka þátt í með Pírötum að nái fram að ganga. Aukið gagnsæi og að kerfið sé einfaldað,“ segir hann. Vilhjálmur segir í viðtalinu að enginn hafi aukið gagnsæi í stjórnsýslunni en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins. „Við skulum ekki gleyma því hver kom á stjórnsýslulögum og upplýsingalögum. Það var Davíð Oddsson. Hvað annað í opinberri stjórnsýslu hefur aukið gagnsæi meira og bætt vinnubrögð innan stjórnsýslunnar?“ spyr hann.Svona hefur fylgi flokkanna þróast á síðustu mánuðum. Fjólubláa línan táknar stuðning við Pírata en sú bláa við Sjálfstæðisflokk.MMRPíratar stærri en stjórnarflokkarnirVilhjálmur telur að Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn geti átt samleið í ríkisstjórn. „Klárlega,“ segir hann. Það gæti farið svo að það reyni á hvort flokkarnir finni samstarfsflöt eftir næstu kosningar, ef marka má niðurstöður kannana síðustu mánaða. Píratar eru með þrjá þingmenn í dag og í minnihluta á þinginu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 19 þingmenn og í ríkisstjórn. Samkvæmt könnunum mun dæmið hins vegar að öllum líkindum snúast við í næstu kosningum. Píratar mælast stærstir með 35,6 prósenta fylgi samkvæmt könnun MMR sem birt var í gær, en flokkurinn hefur um alllangt skeið mælst stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1 prósent.
Stjórnmálavísir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira