Subaru með EyeSight lendir mun sjaldnar í umferðaróhappi Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2016 09:17 EyeSight gerir greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. Ný rannsókn á umferðarslysum í Japan þar sem Subarubílar komu við sögu á árabilinu frá og með 2010 til og með 2014 sýnir að Subaru með nýja forvarnarbúnaðinn EyeSight komu 80% sjaldnar við sögu við aftanákeyrslur og 50% sjaldnar við sögu þar sem ekið var á gangandi vegfarendur. Rannsóknin tók til 10 þúsund Subarbíla í Japan. Í heild komu 60% færri bílar með EyeSight við sögu í umferðarslysum heldur en Subarubílar sem ekki voru með búnaðinn. Öryggiskerfið Eyesight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru hefur unnið að þróun kerfisins síðastliðin 20 ár og hafði verið í prófunum í almennri umferð í Japan í fimm ár áður en það var sett á alþjóðamarkað síðastliðið vor. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent
Ný rannsókn á umferðarslysum í Japan þar sem Subarubílar komu við sögu á árabilinu frá og með 2010 til og með 2014 sýnir að Subaru með nýja forvarnarbúnaðinn EyeSight komu 80% sjaldnar við sögu við aftanákeyrslur og 50% sjaldnar við sögu þar sem ekið var á gangandi vegfarendur. Rannsóknin tók til 10 þúsund Subarbíla í Japan. Í heild komu 60% færri bílar með EyeSight við sögu í umferðarslysum heldur en Subarubílar sem ekki voru með búnaðinn. Öryggiskerfið Eyesight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru hefur unnið að þróun kerfisins síðastliðin 20 ár og hafði verið í prófunum í almennri umferð í Japan í fimm ár áður en það var sett á alþjóðamarkað síðastliðið vor.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent