Landslagið tilbúningur einn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 16:17 Þau Steindór Grétar Jónsson og Salóme R. Gunnarsdóttir skipa hljómsveitina Pocket Disco. Mynd/HörðurSveinsson Hin nýstofnaða hljómsveit Pocket Disco gaf á dögunum út sitt fyrsta lag og myndband en hljómsveitin er skipuð þeim Steindóri Grétari Jónssyni og Salóme R. Gunnarsdóttur. „Mig langaði að gera tónlist undir áhrifum gamallar ítalskrar diskótónlistar. Margrét Erla Maack vinkona mín benti mér á að tala við Salóme, hún hefði þessa dívu-eiginleika sem einkenndu diskóið. En svo þegar við fórum að vinna saman þróaðist tónlistin frekar mikið úr þeirri átt yfir í nútímalegri hljóðheim," segir Steindór Grétar um tilurð samstarfsins og hljómsveitarinnar. Lagið ber nafnið Rock & Roll. Steindór Grétar segir þau hafa fengið talsvert margar fyrirspurnir um hvar á landinu myndbandið hafi verið tekið upp en sannleikurinn er sá að landslagið er tilbúningur einn. Við gerð þess var notast við green screen og grjót úr nágrenni náttúruperlunnar Bláa lónsins notað til þess að skapa landslagið. Við gerð þess var einnig notast við hlaupabretti sem fengið var að láni úr kraftlyftingastöðinni Steve Gym. Næsta lag og myndband Pocket Disco er væntanlegt eftir rúman mánuð og verður myndbandinu leikstýrt af Atla Bollasyni. Um hljóðhönnun, upptöku, hljóðblöndun og masteringu sá Viktor Orri Árnason. Pétur Blöndal Magnason aðstoðaði við tónsmíðar. Leikstjóri og listrænn stjórnandi myndbandsins er Emil Ásgrímsson. Tónlist Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hin nýstofnaða hljómsveit Pocket Disco gaf á dögunum út sitt fyrsta lag og myndband en hljómsveitin er skipuð þeim Steindóri Grétari Jónssyni og Salóme R. Gunnarsdóttur. „Mig langaði að gera tónlist undir áhrifum gamallar ítalskrar diskótónlistar. Margrét Erla Maack vinkona mín benti mér á að tala við Salóme, hún hefði þessa dívu-eiginleika sem einkenndu diskóið. En svo þegar við fórum að vinna saman þróaðist tónlistin frekar mikið úr þeirri átt yfir í nútímalegri hljóðheim," segir Steindór Grétar um tilurð samstarfsins og hljómsveitarinnar. Lagið ber nafnið Rock & Roll. Steindór Grétar segir þau hafa fengið talsvert margar fyrirspurnir um hvar á landinu myndbandið hafi verið tekið upp en sannleikurinn er sá að landslagið er tilbúningur einn. Við gerð þess var notast við green screen og grjót úr nágrenni náttúruperlunnar Bláa lónsins notað til þess að skapa landslagið. Við gerð þess var einnig notast við hlaupabretti sem fengið var að láni úr kraftlyftingastöðinni Steve Gym. Næsta lag og myndband Pocket Disco er væntanlegt eftir rúman mánuð og verður myndbandinu leikstýrt af Atla Bollasyni. Um hljóðhönnun, upptöku, hljóðblöndun og masteringu sá Viktor Orri Árnason. Pétur Blöndal Magnason aðstoðaði við tónsmíðar. Leikstjóri og listrænn stjórnandi myndbandsins er Emil Ásgrímsson.
Tónlist Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira