Hvernig orð eru til alls fyrst Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 13:30 „Ótrúlega spennandi að takast á við þetta nýja íslenska verk,“ segir Marta. Vísir/Stefán „Leikritið er um þrjár konur sem koma saman til að ræða hugmyndafræði sína og velta fyrir sér hvernig bregðast skuli við vissum þjóðfélagsbreytingum sem þær óttast. Ekki kemur fram í orðum þeirra í hverju þær breytingar felast en þær tala mikið um að verja sín gildi og vernda tunguna fyrir utanaðkomandi öflum. Eru greinilega að tala um það sem við erum að kljást við í dag, uppgang öfgahópa og öfgaskoðana í breytilegum heimi.“ Þannig lýsir Marta Nordal sýningunni Old Bessastaðir sem frumsýnd verður á fimmtudaginn í Tjarnarbíói. Verkið skrifaði Salka Guðmundsdóttir fyrir leikhópinn Sokkabandið, sem Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir mynda. Marta er leikstjóri. Hún segir persónurnar úr öllum þjóðfélagsstigum. Þær setji sinn málstað fram á ákveðinn hátt, milli þess sem þær fái sér kaffi, skúri og vinni önnur dagleg störf. „Ein þeirra er ný í hópnum og stendur aðeins höllum fæti en lærir af hinum,“ segir Marta. „Verkið er dæmi um hvernig orð eru til alls fyrst, því hlutir geta gerst sem ekki sáust fyrir.“ Marta segir Sölku setja efnið fram á opinn hátt og heilmikið sé skilið eftir fyrir áhorfandann að túlka. „Salka hefur flottan og frjóan stíl. Hún hefur verið mikið á æfingum og mótað verkið í samtali við þátttakendur. Fagmanneskja.“ Nú er að byrja rennsli og Marta verður að rjúka. Vill þó koma því að að fyrir þau sem vinna við uppsetninguna sé ótrúlega spennandi að takast á við þetta nýja, íslenska verk. Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Leikritið er um þrjár konur sem koma saman til að ræða hugmyndafræði sína og velta fyrir sér hvernig bregðast skuli við vissum þjóðfélagsbreytingum sem þær óttast. Ekki kemur fram í orðum þeirra í hverju þær breytingar felast en þær tala mikið um að verja sín gildi og vernda tunguna fyrir utanaðkomandi öflum. Eru greinilega að tala um það sem við erum að kljást við í dag, uppgang öfgahópa og öfgaskoðana í breytilegum heimi.“ Þannig lýsir Marta Nordal sýningunni Old Bessastaðir sem frumsýnd verður á fimmtudaginn í Tjarnarbíói. Verkið skrifaði Salka Guðmundsdóttir fyrir leikhópinn Sokkabandið, sem Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir mynda. Marta er leikstjóri. Hún segir persónurnar úr öllum þjóðfélagsstigum. Þær setji sinn málstað fram á ákveðinn hátt, milli þess sem þær fái sér kaffi, skúri og vinni önnur dagleg störf. „Ein þeirra er ný í hópnum og stendur aðeins höllum fæti en lærir af hinum,“ segir Marta. „Verkið er dæmi um hvernig orð eru til alls fyrst, því hlutir geta gerst sem ekki sáust fyrir.“ Marta segir Sölku setja efnið fram á opinn hátt og heilmikið sé skilið eftir fyrir áhorfandann að túlka. „Salka hefur flottan og frjóan stíl. Hún hefur verið mikið á æfingum og mótað verkið í samtali við þátttakendur. Fagmanneskja.“ Nú er að byrja rennsli og Marta verður að rjúka. Vill þó koma því að að fyrir þau sem vinna við uppsetninguna sé ótrúlega spennandi að takast á við þetta nýja, íslenska verk.
Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira