Börn einn þriðji þeirra flóttamanna sem reyna að komast sjóleiðina til Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 09:50 Af þeim 272 sem drukknuðu á sjóleiðinni milli Tyrklands og Grikklands í janúar voru 60 börn, en á seinustu fimm mánuðum, að janúar meðtöldum hafa 330 börn drukknað á þessu svæði. vísir/epa Konur og börn eru nú í fyrsta skipti í meirihluta þeirra flóttamanna sem reyna að komast frá Grikklandi til Makedóníu, en hingað til hafa fullorðnir karlmenn verið flestir þeirra sem flúið hafa til Evrópu vegna stríðsátaka, aðallega í Sýrlandi. Fjallað er um málið á vef Guardian og er þar vitnað í nýjar tölur frá UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Í þeim kemur fram að einn þriðji þeirra sem nú flýja sjóleiðina frá Tyrklandi til Grikklands eru börn en ekkert lát er á straumi flóttamanna til Evrópu þrátt fyrir að nú sé hávetur. Fjöldi fólks hættir þannig lífi sínu til að komast til Evrópu en greint var frá því í gær að níu manns, þar af tvö börn, hafi fundist látin á vesturströnd Tyrklands en þau drukknuðu eftir að bátnum, sem þau ætluðu á til Grikklands, hvolfdi. Í júní í fyrra voru 73 prósent þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu fullorðnir karlmenn og aðeins 10 prósent voru yngri en 10 ára. Því er breytingin nú mikil þegar mun fleiri konur og börn leggja í þetta hættulega ferðalag. Af þeim 272 sem drukknuðu á sjóleiðinni milli Tyrklands og Grikklands í janúar voru 60 börn, en á seinustu fimm mánuðum, að janúar meðtöldum hafa 330 börn drukknað á þessu svæði. Á seinasta ári drukknuðu alls 4000 flóttamenn þegar þeir reyndu að komast sjóleiðina til Evrópu. Flóttamenn Tengdar fréttir Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29 Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 10.000 flóttabörn hið minnsta horfin í Evrópu Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Europol. Óttast er að fjöldi barna hafi ratað í hendur glæpasamtaka. 31. janúar 2016 15:06 Um 40 drukknuðu við strendur Tyrklands 75 var bjargað en talið er að fjöldi látinna muni hækka. 30. janúar 2016 14:05 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Konur og börn eru nú í fyrsta skipti í meirihluta þeirra flóttamanna sem reyna að komast frá Grikklandi til Makedóníu, en hingað til hafa fullorðnir karlmenn verið flestir þeirra sem flúið hafa til Evrópu vegna stríðsátaka, aðallega í Sýrlandi. Fjallað er um málið á vef Guardian og er þar vitnað í nýjar tölur frá UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Í þeim kemur fram að einn þriðji þeirra sem nú flýja sjóleiðina frá Tyrklandi til Grikklands eru börn en ekkert lát er á straumi flóttamanna til Evrópu þrátt fyrir að nú sé hávetur. Fjöldi fólks hættir þannig lífi sínu til að komast til Evrópu en greint var frá því í gær að níu manns, þar af tvö börn, hafi fundist látin á vesturströnd Tyrklands en þau drukknuðu eftir að bátnum, sem þau ætluðu á til Grikklands, hvolfdi. Í júní í fyrra voru 73 prósent þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu fullorðnir karlmenn og aðeins 10 prósent voru yngri en 10 ára. Því er breytingin nú mikil þegar mun fleiri konur og börn leggja í þetta hættulega ferðalag. Af þeim 272 sem drukknuðu á sjóleiðinni milli Tyrklands og Grikklands í janúar voru 60 börn, en á seinustu fimm mánuðum, að janúar meðtöldum hafa 330 börn drukknað á þessu svæði. Á seinasta ári drukknuðu alls 4000 flóttamenn þegar þeir reyndu að komast sjóleiðina til Evrópu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29 Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 10.000 flóttabörn hið minnsta horfin í Evrópu Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Europol. Óttast er að fjöldi barna hafi ratað í hendur glæpasamtaka. 31. janúar 2016 15:06 Um 40 drukknuðu við strendur Tyrklands 75 var bjargað en talið er að fjöldi látinna muni hækka. 30. janúar 2016 14:05 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29
Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30
Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00
10.000 flóttabörn hið minnsta horfin í Evrópu Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Europol. Óttast er að fjöldi barna hafi ratað í hendur glæpasamtaka. 31. janúar 2016 15:06
Um 40 drukknuðu við strendur Tyrklands 75 var bjargað en talið er að fjöldi látinna muni hækka. 30. janúar 2016 14:05