Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 16:09 Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. Vísir/Vilhelm/Daníel Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að þær Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, ættu að skammast sín fyrir ummæli um embættismenn fjármálaráðuneytisins.Embættismenn gátu ekki varið sig Nefndi Oddný að Eygló hefði sent starfsmönnum ráðuneytisins orkustangir með kveðju og með því hefði hún vilja láta menn halda að það væri leti starfsmanna fjármálaráðuneytisins að kenna að húsnæðisfrumvörp hennar væru ekki komi fram. „En það er fjarri sanni,“ sagði Oddný. „Embættismenn ráðuneytisins gátu hins vegar ekki varið sig fyrir þessari lágkúrulegu árás og það vissi hæstvirtur ráðherra mætavel. Hæstvirtur húsnæðis- og félagsmálaráðherra þorði ekki að tala við hæstvirtan fjármálaráðherra sjálfan og réðst því að varnarlausum starfsmönnum ráðuneytisins,“ sagði hún í ræðu sinni, sem var undir liðnum störf þingsins.Þingið ræður skjölunum Vék hún þá að ummælum Vigdísar í þættinum Bítið á Bylgjunni í gær „að hún teldi að embættismenn fjármálaráðuneytisins hefðu framið glæp í formi skjalafals og það hvernig meðferð skjala hér á Alþingi sem varða endurreisn bankakerfisins eftir hrun og aðgengi háttvirtra þingmanna að þeim sé runnið undan rifjum embættismannanna.“ Sagðist Oddný getað leiðrétt Vigdísi bæði hratt og vel enda væri það þingið sem réði meðferð skjalanna. „Háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þorir ekki að ráðast beint að fjármálaráðherrum síðasta kjörtímabils en sakar embættismenn um óheiðarleika með dylgjum í fjölmiðlum og vill notfæra sér þá tortryggni sem enn ríkir í samfélaginu til að þyrla upp ryki,“ sagði hún. „Mér finnst framkoma þeirra beggja gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanleg, auk þess sem hún er lítilmannlega. Það eru ráðherrar sem fara með ábyrgð og þangað á að beina spjótum en ekki að embættismönnum sem geta ekki varið sig fyrir slíkum rógi og árásum,“ sagði hún og bætti við að í öðrum lýðræðislöndum segðu menn af sér fyrir minni sakir. Stjórnmálavísir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að þær Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, ættu að skammast sín fyrir ummæli um embættismenn fjármálaráðuneytisins.Embættismenn gátu ekki varið sig Nefndi Oddný að Eygló hefði sent starfsmönnum ráðuneytisins orkustangir með kveðju og með því hefði hún vilja láta menn halda að það væri leti starfsmanna fjármálaráðuneytisins að kenna að húsnæðisfrumvörp hennar væru ekki komi fram. „En það er fjarri sanni,“ sagði Oddný. „Embættismenn ráðuneytisins gátu hins vegar ekki varið sig fyrir þessari lágkúrulegu árás og það vissi hæstvirtur ráðherra mætavel. Hæstvirtur húsnæðis- og félagsmálaráðherra þorði ekki að tala við hæstvirtan fjármálaráðherra sjálfan og réðst því að varnarlausum starfsmönnum ráðuneytisins,“ sagði hún í ræðu sinni, sem var undir liðnum störf þingsins.Þingið ræður skjölunum Vék hún þá að ummælum Vigdísar í þættinum Bítið á Bylgjunni í gær „að hún teldi að embættismenn fjármálaráðuneytisins hefðu framið glæp í formi skjalafals og það hvernig meðferð skjala hér á Alþingi sem varða endurreisn bankakerfisins eftir hrun og aðgengi háttvirtra þingmanna að þeim sé runnið undan rifjum embættismannanna.“ Sagðist Oddný getað leiðrétt Vigdísi bæði hratt og vel enda væri það þingið sem réði meðferð skjalanna. „Háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þorir ekki að ráðast beint að fjármálaráðherrum síðasta kjörtímabils en sakar embættismenn um óheiðarleika með dylgjum í fjölmiðlum og vill notfæra sér þá tortryggni sem enn ríkir í samfélaginu til að þyrla upp ryki,“ sagði hún. „Mér finnst framkoma þeirra beggja gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanleg, auk þess sem hún er lítilmannlega. Það eru ráðherrar sem fara með ábyrgð og þangað á að beina spjótum en ekki að embættismönnum sem geta ekki varið sig fyrir slíkum rógi og árásum,“ sagði hún og bætti við að í öðrum lýðræðislöndum segðu menn af sér fyrir minni sakir.
Stjórnmálavísir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira