Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 15:13 Ólína segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til að landsfundur flokksins verði færður fram í maí á þessu ári þar sem kosið verður um formann í flokknum. Tilefnið er slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum. „Það kom ein könnun í gær, ein af mörgum, sem sýnir að Samfylkingin er ítrekað undir 10 prósent fylgi og er í rauninni sáralítið brot af því sem hún var og ætti að vera,“ segir hún. „Ég tel að þetta sé óásættanleg staða til lengdar fyrir flokk sem að lítur á sig sem burðarflokk í íslenskum stjórnmálum.“Árni Páll átti undir högg að sækja á síðasta landsfundi og munaði litlu að hann hefði misst formannssætið.Vísir/Andri„Ég tel að það verði einhver hreyfing að verða á Samfylkingunni núna og að hún þurfi á því að halda að fara í þær málefnaáherslur og umræður sem fylgja landsfundi, það myndi gera flokknum gott, og veita forystumanni, formanni flokksins, hver svo sem hann verður, umboð,“ segir Ólína. Ólína telur að skýra þurfi umboð formanns flokksins; annað hvort að velja nýjan formann eða veita Árna Páli Árnasyni, núverandi formanni, sterkara umboð. Hún vill að landsfundur flokksins verði færður frá nóvember fram í maí. „Umboðið sem hann hefur núna er afar veikt eftir síðasta landsfund, við vitum það, og það kann að eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Að minnsta kosti held ég að við getum ekki beðið fram í nóvember með að knýja fram niðurstöðu í forystumálum flokksins,“ segir hún. „Þetta er óþolandi staða. Bæði fyrir núverandi formann og flokkinn í heild.“ En hefur hún fengið viðbrögð um þessa hugmynd? „Menn eru að ræða þetta sín á milli og ég heyri ekki betur en að margir séu sammála þessu,“ svarar Ólína. „Enn sem komið er hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til að landsfundur flokksins verði færður fram í maí á þessu ári þar sem kosið verður um formann í flokknum. Tilefnið er slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum. „Það kom ein könnun í gær, ein af mörgum, sem sýnir að Samfylkingin er ítrekað undir 10 prósent fylgi og er í rauninni sáralítið brot af því sem hún var og ætti að vera,“ segir hún. „Ég tel að þetta sé óásættanleg staða til lengdar fyrir flokk sem að lítur á sig sem burðarflokk í íslenskum stjórnmálum.“Árni Páll átti undir högg að sækja á síðasta landsfundi og munaði litlu að hann hefði misst formannssætið.Vísir/Andri„Ég tel að það verði einhver hreyfing að verða á Samfylkingunni núna og að hún þurfi á því að halda að fara í þær málefnaáherslur og umræður sem fylgja landsfundi, það myndi gera flokknum gott, og veita forystumanni, formanni flokksins, hver svo sem hann verður, umboð,“ segir Ólína. Ólína telur að skýra þurfi umboð formanns flokksins; annað hvort að velja nýjan formann eða veita Árna Páli Árnasyni, núverandi formanni, sterkara umboð. Hún vill að landsfundur flokksins verði færður frá nóvember fram í maí. „Umboðið sem hann hefur núna er afar veikt eftir síðasta landsfund, við vitum það, og það kann að eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Að minnsta kosti held ég að við getum ekki beðið fram í nóvember með að knýja fram niðurstöðu í forystumálum flokksins,“ segir hún. „Þetta er óþolandi staða. Bæði fyrir núverandi formann og flokkinn í heild.“ En hefur hún fengið viðbrögð um þessa hugmynd? „Menn eru að ræða þetta sín á milli og ég heyri ekki betur en að margir séu sammála þessu,“ svarar Ólína. „Enn sem komið er hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira