Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2016 14:18 Noel hefur þegar eignast góða vini fyrir norðan. Á myndinni eru Daníel Pétur kokkur, Daníel Pétur barþjónn (og já þeir heita það sama) Noel, Sirrý Laxdal starfsmaður í móttöku og Sæunn Tamar starfsmaður á Sigló hótel. Sirrý Laxdal í móttökunni á Sigló Hótel segir ævintýramanninn Noel Santillan koma afskaplega vel fyrir. Vísir hefur fylgst með ævintýrum Noels sem í gær lagði óvænt land undir fót, keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. En, til stóð að gista í Reykjavík. Noel sagði lesendum Vísis frá því hvernig ferðin norður gekk fyrir sig, nú í morgun. Noel, sem er 28 ára gamall Bandaríkjamaður frá New Jersey, hefur verið tekið með kostum og kynjum á Siglufirði og hann hefur þegar eignast góða vini í starfsfólkinu á hótelinu hvar hann gisti í nótt. „Hann Noel kemur mjög vel fyrir er mjög þakklátur fyrir það sem gert er fyrir hann. Hann var mjög hissa þegar ég sagði honum í morgun að hann væri orðinn frægur á Íslandi. Að saga hans væri í öllum fjölmiðlum og á Facebook. Honum fannst þetta sniðugt,“ segir Sirrý. Noel spókaði sig um í bænum í morgun, kíkti við í bakaríinu og skoðaði Síldarminjasafnið. Hún segir að Noel hafi verið að enda við að borða. „Já, íslenska kjötsúpu hér hjá okkur, hann fékk í gærkvöldi að smakka harðfisk og hákarl. Við buðum honum að vera hjá okkur aukanótt í okkar boði.“ Fram kom í máli Noels, í viðtali við Vísi fyrr í dag, að hann væri afskaplega ánægður með móttökurnar fyrir norðan. „Við reynum að hugsa vel um hann en hann fær svo sem sömu þjónustu og allir aðrir við reynum okkar besta.“ Sirrý segir að Noel hafi í morgun farið í göngutúr um bæinn auk þess sem hann kíkti við í bakaríinu á staðnum sem og í Síldarminjasafninu. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sirrý Laxdal í móttökunni á Sigló Hótel segir ævintýramanninn Noel Santillan koma afskaplega vel fyrir. Vísir hefur fylgst með ævintýrum Noels sem í gær lagði óvænt land undir fót, keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. En, til stóð að gista í Reykjavík. Noel sagði lesendum Vísis frá því hvernig ferðin norður gekk fyrir sig, nú í morgun. Noel, sem er 28 ára gamall Bandaríkjamaður frá New Jersey, hefur verið tekið með kostum og kynjum á Siglufirði og hann hefur þegar eignast góða vini í starfsfólkinu á hótelinu hvar hann gisti í nótt. „Hann Noel kemur mjög vel fyrir er mjög þakklátur fyrir það sem gert er fyrir hann. Hann var mjög hissa þegar ég sagði honum í morgun að hann væri orðinn frægur á Íslandi. Að saga hans væri í öllum fjölmiðlum og á Facebook. Honum fannst þetta sniðugt,“ segir Sirrý. Noel spókaði sig um í bænum í morgun, kíkti við í bakaríinu og skoðaði Síldarminjasafnið. Hún segir að Noel hafi verið að enda við að borða. „Já, íslenska kjötsúpu hér hjá okkur, hann fékk í gærkvöldi að smakka harðfisk og hákarl. Við buðum honum að vera hjá okkur aukanótt í okkar boði.“ Fram kom í máli Noels, í viðtali við Vísi fyrr í dag, að hann væri afskaplega ánægður með móttökurnar fyrir norðan. „Við reynum að hugsa vel um hann en hann fær svo sem sömu þjónustu og allir aðrir við reynum okkar besta.“ Sirrý segir að Noel hafi í morgun farið í göngutúr um bæinn auk þess sem hann kíkti við í bakaríinu á staðnum sem og í Síldarminjasafninu.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40