Brooklyn, sem er elsti sonur David og Victoriu Beckham, hefur löngum haft mikinn áhuga á ljósmyndun og af marka má Instagram Burberry þar sem hann leyfði fylgjendum að fylgjast með tökunum hefur hann hæfileika á bakvið linsuna.
Ekki eru allir sáttir við þessa ákvörðun Burberry en samkvæmt frétt Guardian er kergja meðal ljósmyndara út í tískuhúsið fyrir að ráða óreyndan ungling til að mynda herferð og segja það gera lítið úr starfi þeirra og menntun.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem einhver út Beckham fjölskyldunni tengist Burberry en litli bróðir Brooklyn, Rómeo, var stjarna jólaauglýsingar tískuhússins við góðan orðstýr.