Bresk kona dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ganga til liðs við ISIS Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2016 15:48 Tareena Shakil. Vísir/AFP Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt 26 ára breska konu í sex ára fangelsi fyrir að hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS, hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum og verið reiðubúin að gera ungum syni sínum að vígamanni ISIS. Tareena Shakil sagði fyrir dómi að hún hafi ferðast til helsta vígis ISIS, Raqqa, og gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Hún hafi hins vegar flúið aftur til Bretlands þegar hún hafði gert sér grein fyrir að hún hafi gert skelfileg mistök.Í frétt Guardian um málið kemur fram að dómarinn hafi sett mikinn fyrirvara við frásögn Shakil af framvindu mála. „Þú laugst og laugst bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi,“ sagði dómarinn.Ferðaðist með ungan son sinnDómarinn sagði það hafa stuðað sig sérstaklega að hún hafi ferðast með barn sitt til Sýrlands og heimila myndatökur af honum með merki ISIS og hríðskotabyssu. Shakil fékk fjögurra ára dóm fyrir að hafa gengið til liðs við ISIS og tvö ár til viðbótar fyrir að hafa hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum. Shakil varð róttæk í skoðunum sínum eftir að hafa lesið áróðursefni á netinu og ferðaðist svo um Tyrkland til Sýrlands í október 2014. Hún hafði þá greint vinum og vandamönnum frá því að hún væri á leið á sólarströnd í útlöndum.Lýsti ótrúlegum flóttaShakil varði rúmum tveimur mánuðum í glæsihúsi í Raqqa þar sem hún beið þess að ganga að eiga vígamann ISIS. Á meðan á dvöl hennar stóð dreifði hún ISIS-áróðri á samfélagsmiðlum. Hún yfirgaf svo Sýrland í janúar á síðasta ári og hélt aftur til Bretlands mánuði síðar. Greindi hún lögreglu frá því að henni hafi verið rænt. Í vitnastúkunni sagði hún frá tíma sínum í Raqqa og lýsti ótrúlegum flótta sínum. Dómarinn tók frásögn hennar ekki trúanlega. Shakil kemur frá Burton-upon-Trent en bjó í Birmingham áður en hún hélt til Sýrlands. Talið er að hún sé ein af um sextíu breskum konum sem hafi yfirgefið landið og gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt 26 ára breska konu í sex ára fangelsi fyrir að hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS, hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum og verið reiðubúin að gera ungum syni sínum að vígamanni ISIS. Tareena Shakil sagði fyrir dómi að hún hafi ferðast til helsta vígis ISIS, Raqqa, og gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Hún hafi hins vegar flúið aftur til Bretlands þegar hún hafði gert sér grein fyrir að hún hafi gert skelfileg mistök.Í frétt Guardian um málið kemur fram að dómarinn hafi sett mikinn fyrirvara við frásögn Shakil af framvindu mála. „Þú laugst og laugst bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi,“ sagði dómarinn.Ferðaðist með ungan son sinnDómarinn sagði það hafa stuðað sig sérstaklega að hún hafi ferðast með barn sitt til Sýrlands og heimila myndatökur af honum með merki ISIS og hríðskotabyssu. Shakil fékk fjögurra ára dóm fyrir að hafa gengið til liðs við ISIS og tvö ár til viðbótar fyrir að hafa hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum. Shakil varð róttæk í skoðunum sínum eftir að hafa lesið áróðursefni á netinu og ferðaðist svo um Tyrkland til Sýrlands í október 2014. Hún hafði þá greint vinum og vandamönnum frá því að hún væri á leið á sólarströnd í útlöndum.Lýsti ótrúlegum flóttaShakil varði rúmum tveimur mánuðum í glæsihúsi í Raqqa þar sem hún beið þess að ganga að eiga vígamann ISIS. Á meðan á dvöl hennar stóð dreifði hún ISIS-áróðri á samfélagsmiðlum. Hún yfirgaf svo Sýrland í janúar á síðasta ári og hélt aftur til Bretlands mánuði síðar. Greindi hún lögreglu frá því að henni hafi verið rænt. Í vitnastúkunni sagði hún frá tíma sínum í Raqqa og lýsti ótrúlegum flótta sínum. Dómarinn tók frásögn hennar ekki trúanlega. Shakil kemur frá Burton-upon-Trent en bjó í Birmingham áður en hún hélt til Sýrlands. Talið er að hún sé ein af um sextíu breskum konum sem hafi yfirgefið landið og gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira