Þrefaldur Audi sigur Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 09:49 Audi Q7 jeppinn. Bílaframleiðandinn Audi má vera sáttur við sinn hlut eftir þrefaldan sigur í keppninni Best Cars 2016 sem fram fór á dögunum. Audi A1 var valinn sá besti í flokki minni fólksbíla, Audi A4 bar sigur af hólmi í flokki meðalstórra fólksbíla og Audi Q7 þótti skara fram úr í flokki jeppa. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem kusu á milli 364 bílategunda í ellefu flokkum og völdu sigurvegara hvers flokks. Verðlaunaafhendingin fór fram í fertugasta sinn í Stuttgart þann 28. janúar og við það tækifæri var haft eftir stjórnarformanni AUDI AG, Rupert Stadler, að hann væri himinlifandi með árangurinn. „Við erum hæstánægð með þrefaldan sigur í Best Car keppninni. Þessi eftirsóttu verðlaun endurspegla hversu sterkt vöruúrval okkar er og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir nýtt ár.“ Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent
Bílaframleiðandinn Audi má vera sáttur við sinn hlut eftir þrefaldan sigur í keppninni Best Cars 2016 sem fram fór á dögunum. Audi A1 var valinn sá besti í flokki minni fólksbíla, Audi A4 bar sigur af hólmi í flokki meðalstórra fólksbíla og Audi Q7 þótti skara fram úr í flokki jeppa. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem kusu á milli 364 bílategunda í ellefu flokkum og völdu sigurvegara hvers flokks. Verðlaunaafhendingin fór fram í fertugasta sinn í Stuttgart þann 28. janúar og við það tækifæri var haft eftir stjórnarformanni AUDI AG, Rupert Stadler, að hann væri himinlifandi með árangurinn. „Við erum hæstánægð með þrefaldan sigur í Best Car keppninni. Þessi eftirsóttu verðlaun endurspegla hversu sterkt vöruúrval okkar er og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir nýtt ár.“
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent