Staðarhaldari segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna við Jökulsárlón Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2016 14:46 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni í gær. mynd/gylfi blöndal „Ef ríkisvaldið gerir ekkert, þá verður einhver að gera það,“ segir Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, en hann hefur pantað þrjú aðvörunarskilti til að setja upp við lónið. Fjörutíu til fimmtíu ferðamenn fóru langt út á ísilagt lónið í gær til að skoða seli. Björgunarsveit Hornarfjarðar var kölluð á vettvang og fóru ferðamennirnir í land þegar þeim var bent á hve hættulegt það getur verið að vera úti á ísnum. Einar Björn rekur söluskála við Jökulsárlón og ásamt því að bjóða upp á siglingar. Hann segir lítið nýtt í því að ferðamenn fari út á ísinn. „Það sem var nýtt í gær er hversu gríðarlega langt þau voru komin út á ísinn og spígsporandi í kringum stóran jaka töluvert langt úti á lóni. Hættan er að svona jaki velti þó svo að það sé allt frosið í kringum hann,“ segir Einar Björn.Jökulsárlón er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.visir/vilhelmMargt sem ber að varast Hann segir í sjálfu sér ekki hættulegt að ganga út á lagís en á þessum slóðum er það hættulegt. „Það flæðir sjór inn í lónið og ís getur verið misjafnlega meir og það geta verið vakir þó svo að lónið sé frosið. Það er svo margt sem bera að varast þarna sem er öðruvísi en víða annarstaðar.“ Bíður eftir skýrslu frá hinu opinbera Hann ætlar að koma upp aðvörunarskilti þar sem mesta umferðinni er af gangandi fólki til að var það við hættunni sem stafar af því að fara út á ísinn. Þá segir hann einnig inni í myndinni að koma öðru skilti fyrir hinu megin við þjóðlenduna ef ríkisvaldið gerir það ekki. Hann segist vera að bíða eftir skýrslu frá hinu opinbera þar sem er farið yfir hvað sé hægt að gera til að tryggja öryggi ferðamanna við lónið. Holskefla Kínverja Einar segir fjöldann sem hefur skoðað lónið síðastliðin misseri gífurlegan og upp á síðkastið hefur ótrúlegur fjöldi Kínverja lagt leið sína þangað. Hann segir að ef ferðamenn sjá gönguför eftir eina manneskju út á ísinn þá sé voðinn vís. Þeir fylgja förunum og þegar þeim er bent á að það sé hættulegt að fara út á ísinn þá segja þeir á móti að þeir hafi verið að fylgja förunum. Staðarhaldari við Jökulsárlón segir veturinn hafa verið erfiðan og þungfæran.visir/valliEkki hlaupið að því að tryggja öryggi Hann segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna á þessu svæði. „Þetta eru yfir þrjátíu ferkílómetrar, lónið. Ég veit ekki hvernig ætla að reyna að ráða við þennan fjölda á svona stóru svæði. Við reynum að gera það sem við getum, svo verðum við að reyna að höfða til almennrar skynsemi fólks. Breytingin gífurleg frá því hann tók við rekstrinum Hann tók við rekstri söluskálans fyrir fimmtán árum og segir breytinguna undanfarin ár vera gífurlega. Fyrir fimm árum hóf hann vetraropnum og segir það hafa verið erfitt að þreyja þorrann fyrst um sinn. „Það voru kannski innan við tíu manns á dag sem komu þarna til að byrja með. Vetraropnunin var fyrst og fremst hugsuð til að koma í veg fyrir að fólk sé að gera þarfir sínar hingað og þangað.“ Hann segir veturinn hafa verið snjóþungan og erfiðan. Ófærðin hafi gert ferðamönnum erfitt fyrir og um daginn hafi um tuttugu til þrjátíu bílar farið út af þjóðveginum vegna ófærðar. „Maður var liggur við í fullri vinnu allan sólarhringinn við að draga upp bíla.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
„Ef ríkisvaldið gerir ekkert, þá verður einhver að gera það,“ segir Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, en hann hefur pantað þrjú aðvörunarskilti til að setja upp við lónið. Fjörutíu til fimmtíu ferðamenn fóru langt út á ísilagt lónið í gær til að skoða seli. Björgunarsveit Hornarfjarðar var kölluð á vettvang og fóru ferðamennirnir í land þegar þeim var bent á hve hættulegt það getur verið að vera úti á ísnum. Einar Björn rekur söluskála við Jökulsárlón og ásamt því að bjóða upp á siglingar. Hann segir lítið nýtt í því að ferðamenn fari út á ísinn. „Það sem var nýtt í gær er hversu gríðarlega langt þau voru komin út á ísinn og spígsporandi í kringum stóran jaka töluvert langt úti á lóni. Hættan er að svona jaki velti þó svo að það sé allt frosið í kringum hann,“ segir Einar Björn.Jökulsárlón er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.visir/vilhelmMargt sem ber að varast Hann segir í sjálfu sér ekki hættulegt að ganga út á lagís en á þessum slóðum er það hættulegt. „Það flæðir sjór inn í lónið og ís getur verið misjafnlega meir og það geta verið vakir þó svo að lónið sé frosið. Það er svo margt sem bera að varast þarna sem er öðruvísi en víða annarstaðar.“ Bíður eftir skýrslu frá hinu opinbera Hann ætlar að koma upp aðvörunarskilti þar sem mesta umferðinni er af gangandi fólki til að var það við hættunni sem stafar af því að fara út á ísinn. Þá segir hann einnig inni í myndinni að koma öðru skilti fyrir hinu megin við þjóðlenduna ef ríkisvaldið gerir það ekki. Hann segist vera að bíða eftir skýrslu frá hinu opinbera þar sem er farið yfir hvað sé hægt að gera til að tryggja öryggi ferðamanna við lónið. Holskefla Kínverja Einar segir fjöldann sem hefur skoðað lónið síðastliðin misseri gífurlegan og upp á síðkastið hefur ótrúlegur fjöldi Kínverja lagt leið sína þangað. Hann segir að ef ferðamenn sjá gönguför eftir eina manneskju út á ísinn þá sé voðinn vís. Þeir fylgja förunum og þegar þeim er bent á að það sé hættulegt að fara út á ísinn þá segja þeir á móti að þeir hafi verið að fylgja förunum. Staðarhaldari við Jökulsárlón segir veturinn hafa verið erfiðan og þungfæran.visir/valliEkki hlaupið að því að tryggja öryggi Hann segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna á þessu svæði. „Þetta eru yfir þrjátíu ferkílómetrar, lónið. Ég veit ekki hvernig ætla að reyna að ráða við þennan fjölda á svona stóru svæði. Við reynum að gera það sem við getum, svo verðum við að reyna að höfða til almennrar skynsemi fólks. Breytingin gífurleg frá því hann tók við rekstrinum Hann tók við rekstri söluskálans fyrir fimmtán árum og segir breytinguna undanfarin ár vera gífurlega. Fyrir fimm árum hóf hann vetraropnum og segir það hafa verið erfitt að þreyja þorrann fyrst um sinn. „Það voru kannski innan við tíu manns á dag sem komu þarna til að byrja með. Vetraropnunin var fyrst og fremst hugsuð til að koma í veg fyrir að fólk sé að gera þarfir sínar hingað og þangað.“ Hann segir veturinn hafa verið snjóþungan og erfiðan. Ófærðin hafi gert ferðamönnum erfitt fyrir og um daginn hafi um tuttugu til þrjátíu bílar farið út af þjóðveginum vegna ófærðar. „Maður var liggur við í fullri vinnu allan sólarhringinn við að draga upp bíla.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55
Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50