Innlent

Vigdís verður sú reynslumesta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar.
Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og þingmaður, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu Alþingiskosningum eins og Vísir greindi frá í morgun. Katrín er reynslumesta þingkona landsins um þessar mundir. Næst á eftir henni kemur Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins.

Vigdís er í ellefta sæti yfir alla þingmenn á yfirstandandi þingi. Ákveði Vigdís að sitja áfram á Alþingi og nái hún kjöri í kosningunum 2017 verður hún reynslumesta þingkona landsins á þingi.

Svo framarlega sem engin reynslumeiri kona ákveði að gefa aftur kost á sér  í næstu kosningum.

Steingrímur J. Sigfússon er reynslumesti þingmaðurinn á yfirstandandi þingi en á hæla honum kemur Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og forseti Alþingis. 

Hér til vinstri má sjá lista yfir reynslumestu þingmennina en listinn er tekinn úr Handbók Alþingis sem gefin var út eftir síðustu kosningar sem fram fóru vorið 2013.

 


Tengdar fréttir

Katrín Júlíusdóttir hættir á þingi

Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og þingmaður, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu Alþingiskosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×