Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum skjóðan skrifar 17. febrúar 2016 10:30 Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. Í sitjandi ríkisstjórn er ofurkapp lagt á að vernda hvers kyns hluti og halda ásjónu höfuðborgarinnar sem líkastri því sem var á fyrri hluta síðustu aldar. Forsætisráðherrann hefur varið hálfum milljarði til að varðveita grjótgarð sem var hluti af ásýnd Reykjavíkurhafnar, séð frá sjó, í örfá ár um svipað leyti og Jónas frá Hriflu gegndi ráðherraembætti í kringum 1930. Því er haldið fram að kostnaðurinn við þessa varðveislu geti numið tveimur milljörðum eða meira þegar upp er staðið. Ríkisstjórnin ætlar að verja a.m.k. 135 milljörðum næsta áratuginn til að viðhalda og vernda landbúnaðarkerfi, sem hefur fært matvælaverð í hæstu hæðir hér á landi á sama tíma og bændur flosna frá búum vegna örbirgðar, enda fer ekki nema fjórða hver króna sem varið er í landbúnaðarstyrki til bænda. Restin fer í milliliði og kerfið sjálft. Stjórnvöld færa örfáum aðilum tugi milljarða á silfurfati með því að veita þeim stórlega niðurgreiddan aðgang að dýrmætustu auðlindum þjóðarinnar. Á sama tíma gapir Hola íslenskra fræða vestur á Melum sem minnisvarði um einstaklega rislága leiðtoga þjóðarinnar. Á sama tíma liggja fárveikir sjúklingar á göngum myglaðs þjóðarsjúkrahúss og gleymast á skurðstofum vegna þess að fjármálaráðherranum er í mun að skila „hallalausum“ fjárlögum. Ríkisbankinn færir útvöldum vinum bankastjórnenda og vandamönnum ráðamanna eignir ríkisins nánast að gjöf og hagnaður þeirra á kostnað ríkisbankans er svo gríðarlegur að ef aðeins er litið til Borgunar og Setbergslandsins myndi hann duga til að fylla holuna vestur á Melum og reisa þar Hús íslenskra fræða. En ráðamenn hafa engan áhuga á að vernda neitt lifandi. Steinhrúga í löngu horfnum hafnarkanti sem öllum er sama um nema forsætisráðherra er vernduð, enda hefur hún ekkert menningarsögulegt gildi. En lifandi menning getur átt sig. Handritin, sjálfur bókmenntaarfur þjóðarinnar, sem á hátíðisdögum kennir sig við bækur og bókmenntir, eru best niðurkomin ofan í skúffu. Best ef sú skúffa væri í húsi sem löngu látinn húsameistari ríkisins teiknaði einhvern tímann í fyrndinni. Stjórnarþingmenn hneykslast á að opinberu fé sé varið til skapandi lista hér á landi þó að sannað sé að þeir peningar skili sér margfalt til baka í ríkiskassann og skapandi listir beri hróður landsins lengra en búvörusamningar og hafnarkantar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. Í sitjandi ríkisstjórn er ofurkapp lagt á að vernda hvers kyns hluti og halda ásjónu höfuðborgarinnar sem líkastri því sem var á fyrri hluta síðustu aldar. Forsætisráðherrann hefur varið hálfum milljarði til að varðveita grjótgarð sem var hluti af ásýnd Reykjavíkurhafnar, séð frá sjó, í örfá ár um svipað leyti og Jónas frá Hriflu gegndi ráðherraembætti í kringum 1930. Því er haldið fram að kostnaðurinn við þessa varðveislu geti numið tveimur milljörðum eða meira þegar upp er staðið. Ríkisstjórnin ætlar að verja a.m.k. 135 milljörðum næsta áratuginn til að viðhalda og vernda landbúnaðarkerfi, sem hefur fært matvælaverð í hæstu hæðir hér á landi á sama tíma og bændur flosna frá búum vegna örbirgðar, enda fer ekki nema fjórða hver króna sem varið er í landbúnaðarstyrki til bænda. Restin fer í milliliði og kerfið sjálft. Stjórnvöld færa örfáum aðilum tugi milljarða á silfurfati með því að veita þeim stórlega niðurgreiddan aðgang að dýrmætustu auðlindum þjóðarinnar. Á sama tíma gapir Hola íslenskra fræða vestur á Melum sem minnisvarði um einstaklega rislága leiðtoga þjóðarinnar. Á sama tíma liggja fárveikir sjúklingar á göngum myglaðs þjóðarsjúkrahúss og gleymast á skurðstofum vegna þess að fjármálaráðherranum er í mun að skila „hallalausum“ fjárlögum. Ríkisbankinn færir útvöldum vinum bankastjórnenda og vandamönnum ráðamanna eignir ríkisins nánast að gjöf og hagnaður þeirra á kostnað ríkisbankans er svo gríðarlegur að ef aðeins er litið til Borgunar og Setbergslandsins myndi hann duga til að fylla holuna vestur á Melum og reisa þar Hús íslenskra fræða. En ráðamenn hafa engan áhuga á að vernda neitt lifandi. Steinhrúga í löngu horfnum hafnarkanti sem öllum er sama um nema forsætisráðherra er vernduð, enda hefur hún ekkert menningarsögulegt gildi. En lifandi menning getur átt sig. Handritin, sjálfur bókmenntaarfur þjóðarinnar, sem á hátíðisdögum kennir sig við bækur og bókmenntir, eru best niðurkomin ofan í skúffu. Best ef sú skúffa væri í húsi sem löngu látinn húsameistari ríkisins teiknaði einhvern tímann í fyrndinni. Stjórnarþingmenn hneykslast á að opinberu fé sé varið til skapandi lista hér á landi þó að sannað sé að þeir peningar skili sér margfalt til baka í ríkiskassann og skapandi listir beri hróður landsins lengra en búvörusamningar og hafnarkantar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun