Hiddink segir Hazard að gleyma PSG | Óheppileg ummæli Belgans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 16:30 Eden Hazard. Vísir/Getty Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekkert alltof sáttur við ummæli leikmanns síns Eden Hazard í aðdraganda leiks á móti Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hiddink hefur nú sagt Eden Hazard að einbeita sér að Chelsea og reyna að ná fyrr styrk á nýjan leik. Það fór ekki framhjá hollenska knattspyrnustjóranum frekar en öðrum þegar Eden Hazard talaði um það viðtali að það yrði erfitt fyrir hann að hafna tilboði frá Paris Saint Germain. Eden Hazard viðurkenndi áhuga sinn á því að spila með Paris Saint Germain í viðtali við franska blaðið Le Parisien fyrr í vikunni. Tímasetningin var ekki góð enda mætast lið Paris Saint Germain og Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Hinn 25 ára gamli Eden Hazard hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl 2015 en hann fékk nýjan risasamning hjá Chelsea á síðasta ári. Eden Hazard fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða um 37 milljónir íslenskra króna. „Hann er með samning sem hann er nýbúinn að framlengja. Nú þarf hann að ná sér heilum og sýna það og sanna hjá Chelsea að hann sé toppleikmaður. Hann þarf að einbeita sér að því. Chelsea er toppklúbbur og hann getur gert mikið fyrir félagið," sagði Guus Hiddink í viðtali við Sky Sports. „Í næstu framtíð verða frekari vangaveltur um það hver sér að koma hingað og hverjir séu að fara. Ég vil ekki fara út í það núna," sagði Hiddink. Fyrri leikur PSG og Chelsea er í París í kvöld en seinni leikurinn verður svo á heimavelli Chelsea-liðsins. „PSG ætlar sér að vinna Meistaradeildina en hægt og rólega hafa þeir öðlast meiri virðingu. Það er ljóst að þeim er full alvara með það að vera eitt af stærstu félögum í Evrópu. Þetta verða því krefjandi leikir fyrir okkur," sagði Hiddink. Hann mælir ekki með því fyrir frábæra leikmenn eins og Eden Hazard að fara til Frakklands. „Þeir eru í allt annarri deild. Franska deildin er ekki slæm en PSG er með 24 stiga forskot á liðið í öðru sæti. Að mínu mati eiga bestu leikmennirnir alltaf að spila í bestu deildunum. Bestu deildirnar í dag eru enska deildin, spænska deildin og einnig þýska deildin," sagði Hiddink. Hazard var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili þegar Chelsea vann enska titilinn en hefur eins og allt Chelsea-liðið verið langt frá sínu besta á núverandi leiktíð. Eina markið hans á tímabilinu var mark úr víti í leik á móti MK Dons í ensku bikarkeppninni. Leikur Paris Saint-Germain og Chelsea hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekkert alltof sáttur við ummæli leikmanns síns Eden Hazard í aðdraganda leiks á móti Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hiddink hefur nú sagt Eden Hazard að einbeita sér að Chelsea og reyna að ná fyrr styrk á nýjan leik. Það fór ekki framhjá hollenska knattspyrnustjóranum frekar en öðrum þegar Eden Hazard talaði um það viðtali að það yrði erfitt fyrir hann að hafna tilboði frá Paris Saint Germain. Eden Hazard viðurkenndi áhuga sinn á því að spila með Paris Saint Germain í viðtali við franska blaðið Le Parisien fyrr í vikunni. Tímasetningin var ekki góð enda mætast lið Paris Saint Germain og Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Hinn 25 ára gamli Eden Hazard hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl 2015 en hann fékk nýjan risasamning hjá Chelsea á síðasta ári. Eden Hazard fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða um 37 milljónir íslenskra króna. „Hann er með samning sem hann er nýbúinn að framlengja. Nú þarf hann að ná sér heilum og sýna það og sanna hjá Chelsea að hann sé toppleikmaður. Hann þarf að einbeita sér að því. Chelsea er toppklúbbur og hann getur gert mikið fyrir félagið," sagði Guus Hiddink í viðtali við Sky Sports. „Í næstu framtíð verða frekari vangaveltur um það hver sér að koma hingað og hverjir séu að fara. Ég vil ekki fara út í það núna," sagði Hiddink. Fyrri leikur PSG og Chelsea er í París í kvöld en seinni leikurinn verður svo á heimavelli Chelsea-liðsins. „PSG ætlar sér að vinna Meistaradeildina en hægt og rólega hafa þeir öðlast meiri virðingu. Það er ljóst að þeim er full alvara með það að vera eitt af stærstu félögum í Evrópu. Þetta verða því krefjandi leikir fyrir okkur," sagði Hiddink. Hann mælir ekki með því fyrir frábæra leikmenn eins og Eden Hazard að fara til Frakklands. „Þeir eru í allt annarri deild. Franska deildin er ekki slæm en PSG er með 24 stiga forskot á liðið í öðru sæti. Að mínu mati eiga bestu leikmennirnir alltaf að spila í bestu deildunum. Bestu deildirnar í dag eru enska deildin, spænska deildin og einnig þýska deildin," sagði Hiddink. Hazard var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili þegar Chelsea vann enska titilinn en hefur eins og allt Chelsea-liðið verið langt frá sínu besta á núverandi leiktíð. Eina markið hans á tímabilinu var mark úr víti í leik á móti MK Dons í ensku bikarkeppninni. Leikur Paris Saint-Germain og Chelsea hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira