Enginn Sigmundar Davíðsbragur á Ómari í Illsku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 10:30 Það eru bæði ástir og átök í samskiptum persónanna þriggja sem Sveinn Ólafur, Hannes Óli og Sólveig leika í Illsku. Vísir/Pjetur Þetta er hálfgerð kabarettútfærsla af Illsku. Rauði þráðurinn er saga þriggja persóna og samband þeirra, en á kantinum er hárbeitt ádeila á íslenskt samfélag,“ segir Hannes Óli Ágústsson, einn leikaranna þriggja í Illsku sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu á fimmtudaginn. Hinir eru Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Saman hafa þau unnið tveggja tíma leiksýningu úr hinni yfirgripsmiklu bók Eiríks Arnar Norðdahl sem sló í gegn þegar hún kom út árið 2012. „Leikgerðin er okkar stærsta verkefni við sýninguna,“ segir Hannes Óli. „Þar varð margt að fjúka og meðal annars kaflarnir frá Eystrasaltslöndunum að mestu – vissulega er vísað í þá – en mjög lítillega. Við höldum okkur við Reykjavík Íslands í dag.“ Hann segir þau þremenningana hafa leitað ráða hjá höfundi bókarinnar, Eiríki Erni, sem er vestur á Ísafirði og mætir á frumsýninguna á fimmtudaginn. Bókin Illska fjallar um Agnesi sem elskar Ómar sem elskar Agnesi sem elskar Arnór. Hún hefst á því að þau Agnes og Ómar kynnast snemma á nístingsköldum sunnudagsmorgni í leigubílaröðinni í Lækjargötu. Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 og bóksalar kusu hana bestu skáldsögu þess árs. Sýningin er marglaga, að sögn Hannesar Óla. „Þar eru samtöl milli persónanna en líka beinar ræður til áhorfenda bæði frá persónum og okkur sjálfum. Svo er sungið og dansað líka. Við höfum dálítið einblínt á þjóðfélagsádeiluna. Árið 2012 fannst manni svo heillandi hvað bókin talaði til fólks eins og heimurinn var þá en við höfum alveg þurft að uppfæra fullt af hlutum til að leikverkið sé fullkomlega í takt við tímann nú. Það hefur gerst svo margt á fjórum árum í pólitísku landslagi heimsins, til dæmis ris popúlisma og hreyfinga sem ala á ótta og útlendingahatri.“ Hannes Óli er orðinn býsna þekktur í gervi forsætisráðherrans okkar. Óttast hann ekki að leikhúsgestir sjái bara Sigmund Davíð á sviðinu. „Nei, ég held að lítil hætta sé á því. Það er enginn Sigmundar Davíðsbragur á Ómari í Illsku, en ef fólki finnst það, er það bara extra bónus.“ Hannes Óli er ekki bara að leika í Illsku heldur líka í kvikmynd sem heitir Grimmd og nú er verið að ljúka tökum á í leikstjórn Antons Sigurðssonar. „Grimmd er æsispennandi löggudrama sem snertir á óþægilegum málum. Þar er fullt af flottum leikurum, þar má nefna Margréti Vilhjálms, Helga Björns og Svein Ólaf, félaga minn úr Illsku,“ lýsir Hannes Óli og vonar að titill næsta verkefnis beri með sér aðeins meiri gleði en þessir tveir. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Þetta er hálfgerð kabarettútfærsla af Illsku. Rauði þráðurinn er saga þriggja persóna og samband þeirra, en á kantinum er hárbeitt ádeila á íslenskt samfélag,“ segir Hannes Óli Ágústsson, einn leikaranna þriggja í Illsku sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu á fimmtudaginn. Hinir eru Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Saman hafa þau unnið tveggja tíma leiksýningu úr hinni yfirgripsmiklu bók Eiríks Arnar Norðdahl sem sló í gegn þegar hún kom út árið 2012. „Leikgerðin er okkar stærsta verkefni við sýninguna,“ segir Hannes Óli. „Þar varð margt að fjúka og meðal annars kaflarnir frá Eystrasaltslöndunum að mestu – vissulega er vísað í þá – en mjög lítillega. Við höldum okkur við Reykjavík Íslands í dag.“ Hann segir þau þremenningana hafa leitað ráða hjá höfundi bókarinnar, Eiríki Erni, sem er vestur á Ísafirði og mætir á frumsýninguna á fimmtudaginn. Bókin Illska fjallar um Agnesi sem elskar Ómar sem elskar Agnesi sem elskar Arnór. Hún hefst á því að þau Agnes og Ómar kynnast snemma á nístingsköldum sunnudagsmorgni í leigubílaröðinni í Lækjargötu. Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 og bóksalar kusu hana bestu skáldsögu þess árs. Sýningin er marglaga, að sögn Hannesar Óla. „Þar eru samtöl milli persónanna en líka beinar ræður til áhorfenda bæði frá persónum og okkur sjálfum. Svo er sungið og dansað líka. Við höfum dálítið einblínt á þjóðfélagsádeiluna. Árið 2012 fannst manni svo heillandi hvað bókin talaði til fólks eins og heimurinn var þá en við höfum alveg þurft að uppfæra fullt af hlutum til að leikverkið sé fullkomlega í takt við tímann nú. Það hefur gerst svo margt á fjórum árum í pólitísku landslagi heimsins, til dæmis ris popúlisma og hreyfinga sem ala á ótta og útlendingahatri.“ Hannes Óli er orðinn býsna þekktur í gervi forsætisráðherrans okkar. Óttast hann ekki að leikhúsgestir sjái bara Sigmund Davíð á sviðinu. „Nei, ég held að lítil hætta sé á því. Það er enginn Sigmundar Davíðsbragur á Ómari í Illsku, en ef fólki finnst það, er það bara extra bónus.“ Hannes Óli er ekki bara að leika í Illsku heldur líka í kvikmynd sem heitir Grimmd og nú er verið að ljúka tökum á í leikstjórn Antons Sigurðssonar. „Grimmd er æsispennandi löggudrama sem snertir á óþægilegum málum. Þar er fullt af flottum leikurum, þar má nefna Margréti Vilhjálms, Helga Björns og Svein Ólaf, félaga minn úr Illsku,“ lýsir Hannes Óli og vonar að titill næsta verkefnis beri með sér aðeins meiri gleði en þessir tveir.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira