Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2016 13:40 Úr Reynisfjöru. mynd/jakob guðjohnsen „Náttúran hefur spilað stóran þátt í að breyta svæðinu. Fjaran hefur gefið eftir af ágangi sjávar og sjórinn gengur hærra upp en áður. Þar sem áður var óhætt er fólk nú í stórhættu,“ segir Jakob Guðjohnsen vettvangsstjóri hjá Superjeep.is í samtali við Vísi en ferðaþjónustufyrirtækið hefur ákveðið að taka Reynisfjöru út sem áfangastað hjá sér. Reynisfjara hefur verið í fréttum að undanförnu en fólk hefur ítrekað komist í hann krappan í fjörunni. Tvö banaslys hafa orðið í fjörunni á undanförnum tíu árum en árið 2007 lést bandarísk kona þar eftir að alda hrifsaði hana út með sér og í vikunni fórst fertugur maður frá Kína á sama hátt. Lögreglumenn standa vaktina í fjörunni næstu daga til að tryggja öryggi ferðamanna. „Þetta hefur verið endastöðin á suðurstrandartúrnum okkar. Við höfum keyrt þangað, snúið við og farið aftur í bæinn. Þetta er fallegur staður og margt að sjá þarna. Stuðlarnir eru tilkomumiklir og fjaran sem slík er frábær. Hún er klárlega staður sem maður vill fara með ferðamenn á en eins og staðan er núna þá er það ekki boðlegt,“ segir Jakob. Sem dæmi um stað sem gjörbreyst hefur að undanförnu nefnir hann hellinn þar sem lokasenan í kvikmyndinni Noah var tekin upp. Ekki sé langt síðan þar var algerlega óhætt að vera en nú þarf fólk að hafa varann á ætli það sé þangað inn. Jakob segir að með þessu sé fyrirtækið ekki að hnýta í aðra leiðsögumenn eða fólk sem fer þangað sjálft. „Það er vel hægt að fara þangað en þá þarf að bæta aðstöðuna. Það er eitt skilti þarna sem fæstir sjá sökum ríkjandi vindáttar líklega,“ segir Jakob. „Þarna ættu að vera fleiri skilti, betri merkingar þannig að fólk viti hvað það sé að fara út í og hvað beri að varast.“ „Það er svo ótrúlegt hvernig kerfið virkar. Fólk getur látist í umföngum án þess að nokkuð sé að gert en svo loksins þegar maður hagar viðskiptum sínum öðruvísi þá loksins áttar einhver sig á því hvað þarf að gera,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
„Náttúran hefur spilað stóran þátt í að breyta svæðinu. Fjaran hefur gefið eftir af ágangi sjávar og sjórinn gengur hærra upp en áður. Þar sem áður var óhætt er fólk nú í stórhættu,“ segir Jakob Guðjohnsen vettvangsstjóri hjá Superjeep.is í samtali við Vísi en ferðaþjónustufyrirtækið hefur ákveðið að taka Reynisfjöru út sem áfangastað hjá sér. Reynisfjara hefur verið í fréttum að undanförnu en fólk hefur ítrekað komist í hann krappan í fjörunni. Tvö banaslys hafa orðið í fjörunni á undanförnum tíu árum en árið 2007 lést bandarísk kona þar eftir að alda hrifsaði hana út með sér og í vikunni fórst fertugur maður frá Kína á sama hátt. Lögreglumenn standa vaktina í fjörunni næstu daga til að tryggja öryggi ferðamanna. „Þetta hefur verið endastöðin á suðurstrandartúrnum okkar. Við höfum keyrt þangað, snúið við og farið aftur í bæinn. Þetta er fallegur staður og margt að sjá þarna. Stuðlarnir eru tilkomumiklir og fjaran sem slík er frábær. Hún er klárlega staður sem maður vill fara með ferðamenn á en eins og staðan er núna þá er það ekki boðlegt,“ segir Jakob. Sem dæmi um stað sem gjörbreyst hefur að undanförnu nefnir hann hellinn þar sem lokasenan í kvikmyndinni Noah var tekin upp. Ekki sé langt síðan þar var algerlega óhætt að vera en nú þarf fólk að hafa varann á ætli það sé þangað inn. Jakob segir að með þessu sé fyrirtækið ekki að hnýta í aðra leiðsögumenn eða fólk sem fer þangað sjálft. „Það er vel hægt að fara þangað en þá þarf að bæta aðstöðuna. Það er eitt skilti þarna sem fæstir sjá sökum ríkjandi vindáttar líklega,“ segir Jakob. „Þarna ættu að vera fleiri skilti, betri merkingar þannig að fólk viti hvað það sé að fara út í og hvað beri að varast.“ „Það er svo ótrúlegt hvernig kerfið virkar. Fólk getur látist í umföngum án þess að nokkuð sé að gert en svo loksins þegar maður hagar viðskiptum sínum öðruvísi þá loksins áttar einhver sig á því hvað þarf að gera,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58
Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00