Pínulítið sumarleg sýning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 11:30 Edda í óða önn að koma myndum sínum fyrir í Geysi Bistro. Mynd/Úr einkasafni Sýningin er á frekar léttum nótum og er pínulítið sumarleg þó langt sé enn til vors. Ef ég á að velja henni yfirskrift mundi hún vera Náttúra,“ segir Edda Guðmundsdóttir um sýningu sína á veitingastaðnum Geysi Bistró í miðborg Reykjavíkur. Hún segir ekki um stóra fleti að ræða inni á staðnum og myndirnar taki mið af því. Skyldi hún hafa málað þær með þennan sal í huga? „Nei, myndirnar eru frá ýmsum tímabilum, sumar nýjar og aðrar eldri, ég valdi þær eftir því hvernig þær pössuðu saman og í plássið.“ Edda kveðst hafa mjög frjálslegan stíl í myndlistinni. „Ég er mest að skemmta sjálfri mér með því að mála. Nota mest olíuliti en ein mynd á sýningunni er máluð með vatnslitum á striga, ég var aðeins að prófa og ákvað að hengja hana upp.“ Edda hélt sína fyrstu sýningu 2007 í tilefni sjötugsafmælis síns en kveðst lengi hafa fengist við að mála. „Ég á til myndir frá sjöunda áratugnum þannig að ég hef lengi fiktað við litina. Hef svo verið í skólum og reynt að bæta við mig færni í 25 ár. Er núna í Myndlistarskólanum í Reykjavík í tímum sem kallast Vinnustofa. Þar fáum við kennara í heimsókn að leiðbeina okkur og gagnrýna.“ Spurð hvaðan hún fái sínar hugmyndir að listaverkum svarar Edda. „Ég veit það ekki, ég verð að segja að mig skortir bara aldrei hugmyndir. Ef eitthvað er þá eru þær of margar. Sumum hefur mér ekki tekist að koma frá mér þannig að ég sé sátt, þær eru niðri í geymslu og bíða betri tíma. Ég er alltaf með hugmynd í kollinum þegar ég byrja á mynd, svo getur hún breyst og útkoman orðið allt önnur í lokin en samt verið í lagi.“ Hvort hún hafi listfengi í genunum veit Edda ekki en segir þó föður sinn, Guðmund Gíslason, kennara og skólastjóra hafa haft gaman af að teikna og mála. „Þegar pabbi byrjaði að kenna sem ungur maður á Laugarvatni kenndi hann meðal annars teikningu.“ Edda fór beint úr því að hengja upp sýninguna í að pakka niður fyrir sólarlandaferð og er í þann veginn að hoppa upp í flugvél á leið til Tenerife þegar viðtalið fer fram. Skyldi hún fara með litina með sér út? „Nei, mér finnst sólarströnd ekki rétti staðurinn til að mála á. En ég hef skroppið til Tenerife undanfarin nokkur ár á þessum árstíma. Það er freistandi að drífa sig burt úr hálkunni.“ Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sýningin er á frekar léttum nótum og er pínulítið sumarleg þó langt sé enn til vors. Ef ég á að velja henni yfirskrift mundi hún vera Náttúra,“ segir Edda Guðmundsdóttir um sýningu sína á veitingastaðnum Geysi Bistró í miðborg Reykjavíkur. Hún segir ekki um stóra fleti að ræða inni á staðnum og myndirnar taki mið af því. Skyldi hún hafa málað þær með þennan sal í huga? „Nei, myndirnar eru frá ýmsum tímabilum, sumar nýjar og aðrar eldri, ég valdi þær eftir því hvernig þær pössuðu saman og í plássið.“ Edda kveðst hafa mjög frjálslegan stíl í myndlistinni. „Ég er mest að skemmta sjálfri mér með því að mála. Nota mest olíuliti en ein mynd á sýningunni er máluð með vatnslitum á striga, ég var aðeins að prófa og ákvað að hengja hana upp.“ Edda hélt sína fyrstu sýningu 2007 í tilefni sjötugsafmælis síns en kveðst lengi hafa fengist við að mála. „Ég á til myndir frá sjöunda áratugnum þannig að ég hef lengi fiktað við litina. Hef svo verið í skólum og reynt að bæta við mig færni í 25 ár. Er núna í Myndlistarskólanum í Reykjavík í tímum sem kallast Vinnustofa. Þar fáum við kennara í heimsókn að leiðbeina okkur og gagnrýna.“ Spurð hvaðan hún fái sínar hugmyndir að listaverkum svarar Edda. „Ég veit það ekki, ég verð að segja að mig skortir bara aldrei hugmyndir. Ef eitthvað er þá eru þær of margar. Sumum hefur mér ekki tekist að koma frá mér þannig að ég sé sátt, þær eru niðri í geymslu og bíða betri tíma. Ég er alltaf með hugmynd í kollinum þegar ég byrja á mynd, svo getur hún breyst og útkoman orðið allt önnur í lokin en samt verið í lagi.“ Hvort hún hafi listfengi í genunum veit Edda ekki en segir þó föður sinn, Guðmund Gíslason, kennara og skólastjóra hafa haft gaman af að teikna og mála. „Þegar pabbi byrjaði að kenna sem ungur maður á Laugarvatni kenndi hann meðal annars teikningu.“ Edda fór beint úr því að hengja upp sýninguna í að pakka niður fyrir sólarlandaferð og er í þann veginn að hoppa upp í flugvél á leið til Tenerife þegar viðtalið fer fram. Skyldi hún fara með litina með sér út? „Nei, mér finnst sólarströnd ekki rétti staðurinn til að mála á. En ég hef skroppið til Tenerife undanfarin nokkur ár á þessum árstíma. Það er freistandi að drífa sig burt úr hálkunni.“
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira