Uppselt er á 47 sýningar af söngleiknum Mamma Mia! Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2016 08:00 Leikarahópurinn var léttur í lund í gær þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn á æfingu. vísir/Anton Brink Uppselt er á 47 sýningar á ABBA-söngleiknum heimsfræga Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu þann 11. mars. „Þetta er rosalegt, við höfum aldrei séð annað eins, þetta er algjörlega klikkað,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, alsæl með viðtökurnar. Þegar forsalan hófst þann 27. janúar var biðröð út á bílastæði og sló rafmagnið meira segja út í hverfinu. Þessa dagana er verið að hamast við að bæta aukasýningum við til að anna eftirspurninni. „Það er alveg greinilegt að Íslendingar eru mjög spenntir fyrir sólargleði- og glimmerbombu eins og Mamma Mia! er. Við höfum verið að bæta við aukasýningum og verðum með sýningar alla daga nema mánudaga, þetta er bara eins og West End í London. Fólk þarf að flýta sér ef það ætlar að tryggja sér miða,“ segir Alexía Björg létt í lund. Þó að mánuður sé í frumsýningu er eins og fyrr segir uppselt á 47 sýningar og enn verið að bæta við sýningum. „Til viðmiðunar, þegar Billy Elliot var frumsýndur þá var uppselt á 22 sýningar og hann endaði í 106 sýningum,“ bætir Alexía Björg við. Leikhúsið fer í sumarfrí um miðjan júní og hefjast sýningar aftur upp úr miðjum ágúst eftir frí. Sem stendur eru um 70 sýningar áætlaðar en þær gætu þó orðið fleiri. „Við munum sýna eins og lengi við getum.“ Alexía Björg segir að stemningin í leikhúsinu sé sérlega góð þessa dagana. „Það er frábær fílingur hjá okkur og nú er verið að æfa á fullu og undirbúa allt.“ Þá er búið að koma fyrir „spray tan“ klefa í leikhúsinu svo leikararnir nái sér í sólbrúnku fyrir frumsýningu. „Leikararnir eru byrjaðir að fara í „spray tan“, það er komin sumarstemning hérna,“ segir Alexía Björg og hlær. Menning Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Uppselt er á 47 sýningar á ABBA-söngleiknum heimsfræga Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu þann 11. mars. „Þetta er rosalegt, við höfum aldrei séð annað eins, þetta er algjörlega klikkað,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, alsæl með viðtökurnar. Þegar forsalan hófst þann 27. janúar var biðröð út á bílastæði og sló rafmagnið meira segja út í hverfinu. Þessa dagana er verið að hamast við að bæta aukasýningum við til að anna eftirspurninni. „Það er alveg greinilegt að Íslendingar eru mjög spenntir fyrir sólargleði- og glimmerbombu eins og Mamma Mia! er. Við höfum verið að bæta við aukasýningum og verðum með sýningar alla daga nema mánudaga, þetta er bara eins og West End í London. Fólk þarf að flýta sér ef það ætlar að tryggja sér miða,“ segir Alexía Björg létt í lund. Þó að mánuður sé í frumsýningu er eins og fyrr segir uppselt á 47 sýningar og enn verið að bæta við sýningum. „Til viðmiðunar, þegar Billy Elliot var frumsýndur þá var uppselt á 22 sýningar og hann endaði í 106 sýningum,“ bætir Alexía Björg við. Leikhúsið fer í sumarfrí um miðjan júní og hefjast sýningar aftur upp úr miðjum ágúst eftir frí. Sem stendur eru um 70 sýningar áætlaðar en þær gætu þó orðið fleiri. „Við munum sýna eins og lengi við getum.“ Alexía Björg segir að stemningin í leikhúsinu sé sérlega góð þessa dagana. „Það er frábær fílingur hjá okkur og nú er verið að æfa á fullu og undirbúa allt.“ Þá er búið að koma fyrir „spray tan“ klefa í leikhúsinu svo leikararnir nái sér í sólbrúnku fyrir frumsýningu. „Leikararnir eru byrjaðir að fara í „spray tan“, það er komin sumarstemning hérna,“ segir Alexía Björg og hlær.
Menning Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira