Ferðamenn í hlandspreng vegna hrepparígs Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2016 15:06 Jökulsárlón er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en hrepparígur stendur í vegi fyrir því að ferðamenn hafi aðgang að salernisaðstöðu. visir/vilhelm Svo virðist sem landeigendur og svo rekstraraðili við Jökulsárlón haldi ferðamönnum í klósettgíslingu. Þeir geta ekki komið sér saman um að reisa aðstöðu fyrir ferðamenn vegna ágreinings um réttindi og framtíðarskipulag. Ástandið við Jökulsárlón er sagt skelfilegt, litla sem enga klósettaðstöðu er að finna við þennan einn vinsælasta ferðamannastað landsins. Þarna koma að jafnaði mörg hundruð manns á degi hverjum en litla sem enga salernisaðstöðu er að finna á staðnum. Þetta vandamál er sannarlega ekki nýtt af nálinni. Í skýrslu Ferðamálaráðs sem kom út fyrir ári, þar sem ferðamenn kvörtuðu ákaft undan lélegri þjónustu á staðnum. En ekkert er hins vegar gert til að leysa vandann. Ástæðuna má kannski rekja til hrepparígs; rekstraraðilar og eigendur lands geta ekki komið sér saman og vilja stilla hver öðrum upp við vegg. Blaðamaður Vísis reyndi að komast til botns í málinu, en það er hægara sagt en gert.Langvarandi og flóknar deilurÁstæðuna er að finna í djúpstæðum og langvarandi ágreiningi milli rekstraraðila og landeigenda. Sem ekki er gott að henda reiður á. Bent var nú nýverið á þennan vanda, ófremdarástand, á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar og sagt að mælirinn væri fullur. Fyrir löngu. Umræðan er löng og mikil og við enda hennar gefa sig fram deiluaðilar sem bera ábyrgð á ástandinu.Að sigla um Jökulsárlón er góð skemmtun, ef mönnum er ekki brátt í brók.visir/kolbeinn tumiÓlafur Hauksson, áhugamaður um ferðamál, tekur að sér að vera umræðustjóri, og leiðir saman Einar Björn Einarsson, sem er rekstraraðili við Lónið, sem skýrir frá því að hann sé búinn að vera tilbúinn síðastliðin 2 ár til að setja upp 18 klósett á staðnum. „En hann fær ekki heimild til þess frá landeigendafélaginu, sem Baldur Gíslason og Bjarni Sævar Geirsson virðast vera í forsvari fyrir,“ segir Ólafur og spyr hvers vegna þeir standi gegn þessu. „Mér þætti forvitnilegt að vita hversvegna þeir standa gegn þessu. Varla er ætlunin að láta ferðamenn halda í sér þangað til búið verður að byggja upp varanlega á staðnum eftir 10-20 ár,“ segir Ólafur sem gerir vel í að reyna að leiða hinar flóknu samræður til lykta.Af Baklandi Ferðaþjónustunnar. Friggi Jó er óhress með stöðu mála, segir mælinn fullan, en hann opnar Pandora-box; umræðuhalinn um stöðu mála er langur.Ferðamaðurinn verður að komast á klósettið núnaBjarni Sævar segir það lengi hafa verið baráttumál Sameigendafélag Fells að stuðla að varanlegri uppbyggingu á eystri bakka lónsins. „Það verði gert samkvæmt þeim lögum og reglum sem í gildi eru, þess vegna var farið út í deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið þar sem hugsað er fyrir öllum hlutum. Það er mikil einföldun að telja að einhver framtíðalausn sé fólgin í því að draga þarna á svæðið einhverjar gámaeiningar eins og rekstraraðilinn segist hafa boðist til. Hvernig ætlar þessi aðili halda 20 klósettum opnum þegar mönnum tekst ekki einu sinni að halda tveimur snyrtingum í þokkalegri virkni?“ spyr Bjarni Sævar og segir að koma verði upp varanlegu fráveitukerfi með rotþróm og hreinsibúnaði eins og lög og reglur kveða á um.Af Baklandi Ferðaþjónustunnar. Bjarni Sævar mælir fyrir hönd Sameignafélagsins Fells.„Nú er skólpi hleypt nánast beint út í jarðveginn með smá viðkomu í lítilli rotþró sem annar engan vegin þessum tveimur snyrtingum. Þetta hefur hin ágæti rekstraraðili komist upp með í gegn um árin án athugasemda heilbrigðisyfirvalda, sem er svo annað mál.“ Ólafur Hauksson telur að ferðamanninum standi á sama um hvort um skammtíma- eða langtímalausn sé að ræða. „Ferðamaðurinn þarf að komast á klósettið NÚNA - ekki eftir einhver ár. Vonandi skil ég ekki rétt að landeigendur komi í veg fyrir fjölgun klósetta til þess að stilla rekstraraðilanum upp við vegg?“Þetta er allt hinum að kennaEinar Björn segir þetta rétt og hann hafi verið tilbúinn til að byggja upp flotta aðstöðu, hann hafi verið kominn á lokastig árið 2007 við að hrinda af stað samkeppnisaðstöðu milli arkitekta.Rekstraraðilinn og landeigendafélagið geta ekki komið sér saman um ákveðin atriði hvað varðar framtíðarskipulag og er málið í hnút -- þó það þarfnist tafarlausrar úrlausnar.visir/valliEn, þá kemur að nokkru í ljós hvar hnífurinn stendur í kúnni í þessu flókna máli. Í svari Bjarna Sævars spyr hann Einar hvort þeir geti ekki sammælst um uppbyggingu á hinu deiliskipulagða svæði og byggt upp okkur öllum til sóma? „Gleymir þú ekki mikilvægri staðreynd, Einar? Er það ekki þannig að þú vilt bara einn fá leyfi til uppbyggingar þarna á svæðinu þannig að tryggt verði að enginn samkeppni kvikni?“ Báðir telja þeir hinn aðilann standa í vegi fyrir því að ferðamennirnir fái að sinna þessum grunnþörfum, sem felast í að komast á klósettið. Málið er í hnút. Rembihnút. Og meðan mega þeir sem þarna koma við halda í sér eða (ó)hreinlega gera þarfir sínar úti í guðs grænni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
Svo virðist sem landeigendur og svo rekstraraðili við Jökulsárlón haldi ferðamönnum í klósettgíslingu. Þeir geta ekki komið sér saman um að reisa aðstöðu fyrir ferðamenn vegna ágreinings um réttindi og framtíðarskipulag. Ástandið við Jökulsárlón er sagt skelfilegt, litla sem enga klósettaðstöðu er að finna við þennan einn vinsælasta ferðamannastað landsins. Þarna koma að jafnaði mörg hundruð manns á degi hverjum en litla sem enga salernisaðstöðu er að finna á staðnum. Þetta vandamál er sannarlega ekki nýtt af nálinni. Í skýrslu Ferðamálaráðs sem kom út fyrir ári, þar sem ferðamenn kvörtuðu ákaft undan lélegri þjónustu á staðnum. En ekkert er hins vegar gert til að leysa vandann. Ástæðuna má kannski rekja til hrepparígs; rekstraraðilar og eigendur lands geta ekki komið sér saman og vilja stilla hver öðrum upp við vegg. Blaðamaður Vísis reyndi að komast til botns í málinu, en það er hægara sagt en gert.Langvarandi og flóknar deilurÁstæðuna er að finna í djúpstæðum og langvarandi ágreiningi milli rekstraraðila og landeigenda. Sem ekki er gott að henda reiður á. Bent var nú nýverið á þennan vanda, ófremdarástand, á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar og sagt að mælirinn væri fullur. Fyrir löngu. Umræðan er löng og mikil og við enda hennar gefa sig fram deiluaðilar sem bera ábyrgð á ástandinu.Að sigla um Jökulsárlón er góð skemmtun, ef mönnum er ekki brátt í brók.visir/kolbeinn tumiÓlafur Hauksson, áhugamaður um ferðamál, tekur að sér að vera umræðustjóri, og leiðir saman Einar Björn Einarsson, sem er rekstraraðili við Lónið, sem skýrir frá því að hann sé búinn að vera tilbúinn síðastliðin 2 ár til að setja upp 18 klósett á staðnum. „En hann fær ekki heimild til þess frá landeigendafélaginu, sem Baldur Gíslason og Bjarni Sævar Geirsson virðast vera í forsvari fyrir,“ segir Ólafur og spyr hvers vegna þeir standi gegn þessu. „Mér þætti forvitnilegt að vita hversvegna þeir standa gegn þessu. Varla er ætlunin að láta ferðamenn halda í sér þangað til búið verður að byggja upp varanlega á staðnum eftir 10-20 ár,“ segir Ólafur sem gerir vel í að reyna að leiða hinar flóknu samræður til lykta.Af Baklandi Ferðaþjónustunnar. Friggi Jó er óhress með stöðu mála, segir mælinn fullan, en hann opnar Pandora-box; umræðuhalinn um stöðu mála er langur.Ferðamaðurinn verður að komast á klósettið núnaBjarni Sævar segir það lengi hafa verið baráttumál Sameigendafélag Fells að stuðla að varanlegri uppbyggingu á eystri bakka lónsins. „Það verði gert samkvæmt þeim lögum og reglum sem í gildi eru, þess vegna var farið út í deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið þar sem hugsað er fyrir öllum hlutum. Það er mikil einföldun að telja að einhver framtíðalausn sé fólgin í því að draga þarna á svæðið einhverjar gámaeiningar eins og rekstraraðilinn segist hafa boðist til. Hvernig ætlar þessi aðili halda 20 klósettum opnum þegar mönnum tekst ekki einu sinni að halda tveimur snyrtingum í þokkalegri virkni?“ spyr Bjarni Sævar og segir að koma verði upp varanlegu fráveitukerfi með rotþróm og hreinsibúnaði eins og lög og reglur kveða á um.Af Baklandi Ferðaþjónustunnar. Bjarni Sævar mælir fyrir hönd Sameignafélagsins Fells.„Nú er skólpi hleypt nánast beint út í jarðveginn með smá viðkomu í lítilli rotþró sem annar engan vegin þessum tveimur snyrtingum. Þetta hefur hin ágæti rekstraraðili komist upp með í gegn um árin án athugasemda heilbrigðisyfirvalda, sem er svo annað mál.“ Ólafur Hauksson telur að ferðamanninum standi á sama um hvort um skammtíma- eða langtímalausn sé að ræða. „Ferðamaðurinn þarf að komast á klósettið NÚNA - ekki eftir einhver ár. Vonandi skil ég ekki rétt að landeigendur komi í veg fyrir fjölgun klósetta til þess að stilla rekstraraðilanum upp við vegg?“Þetta er allt hinum að kennaEinar Björn segir þetta rétt og hann hafi verið tilbúinn til að byggja upp flotta aðstöðu, hann hafi verið kominn á lokastig árið 2007 við að hrinda af stað samkeppnisaðstöðu milli arkitekta.Rekstraraðilinn og landeigendafélagið geta ekki komið sér saman um ákveðin atriði hvað varðar framtíðarskipulag og er málið í hnút -- þó það þarfnist tafarlausrar úrlausnar.visir/valliEn, þá kemur að nokkru í ljós hvar hnífurinn stendur í kúnni í þessu flókna máli. Í svari Bjarna Sævars spyr hann Einar hvort þeir geti ekki sammælst um uppbyggingu á hinu deiliskipulagða svæði og byggt upp okkur öllum til sóma? „Gleymir þú ekki mikilvægri staðreynd, Einar? Er það ekki þannig að þú vilt bara einn fá leyfi til uppbyggingar þarna á svæðinu þannig að tryggt verði að enginn samkeppni kvikni?“ Báðir telja þeir hinn aðilann standa í vegi fyrir því að ferðamennirnir fái að sinna þessum grunnþörfum, sem felast í að komast á klósettið. Málið er í hnút. Rembihnút. Og meðan mega þeir sem þarna koma við halda í sér eða (ó)hreinlega gera þarfir sínar úti í guðs grænni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira