Fokk ofbeldi Snærós Sindradóttir skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Mitt daglega líf snýst um jafnvægi. Ég reyni að öskra ekki á þá sem svína fyrir mig í umferðinni og ég tuða ekki í fólkinu sem kann ekki að fara greiðlega í gegnum matvöruverslun á háannatíma. Ég axla ekki foreldra barna sem hafa unnið KR í körfubolta og ég beiti ekki hamrinum á höfuð nágrannans þegar hann heldur áfram við að smíða örkina sína á neðri hæðinni. Þetta er mér tiltölulega auðvelt verkefni af því að í grunninn hef ég engan áhuga á að vera vond við annað fólk. En þriðjungur kvenna verður fyrir ofbeldi samkvæmt upplýsingum frá UN Women. Átakið Fokk ofbeldi er til þess gert að styðja við konur á flótta en rannsóknir sýna að þær lifa í stöðugum ótta við ofbeldi. Konurnar hafa flúið ofbeldið sem felst í stríðsrekstri heima hjá sér og á leið sinni til betra lífs forðast þær óupplýst salerni og kemur ekki dúr á auga í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar þeirra deyja á leiðinni eða lenda í klónum á mansalshringjum. Mönnum sem eru vondir við þær fyrir peninga. Og á hverjum degi tekur fólk, nærri einvörðungu karlar, ákvörðun um að vera vont við þessar konur. Við þær hræðilegu kringumstæður sem ríkja á flótta taka ofbeldismenn sig saman um að auka á vanlíðan og þjáningar annarra. Á meðan við hin reynum að gera líf hvert annars bærilegra fara þeir um og ógna jafnvæginu sem fylgir friði og ró. Allir ofbeldismenn mega fokka sér. Það er nefnilega til sammannlegur samtakamáttur sem snýst um að gera heiminn að betri stað fyrir alla. Sá samtakamáttur heitir umhyggja og ást og við eigum að nota eins mikið af honum og við getum. Við byrjum með því að sýna þolinmæði við kassann í Bónus og stígum svo næstu skref í átt að ofbeldislausum heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Mitt daglega líf snýst um jafnvægi. Ég reyni að öskra ekki á þá sem svína fyrir mig í umferðinni og ég tuða ekki í fólkinu sem kann ekki að fara greiðlega í gegnum matvöruverslun á háannatíma. Ég axla ekki foreldra barna sem hafa unnið KR í körfubolta og ég beiti ekki hamrinum á höfuð nágrannans þegar hann heldur áfram við að smíða örkina sína á neðri hæðinni. Þetta er mér tiltölulega auðvelt verkefni af því að í grunninn hef ég engan áhuga á að vera vond við annað fólk. En þriðjungur kvenna verður fyrir ofbeldi samkvæmt upplýsingum frá UN Women. Átakið Fokk ofbeldi er til þess gert að styðja við konur á flótta en rannsóknir sýna að þær lifa í stöðugum ótta við ofbeldi. Konurnar hafa flúið ofbeldið sem felst í stríðsrekstri heima hjá sér og á leið sinni til betra lífs forðast þær óupplýst salerni og kemur ekki dúr á auga í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar þeirra deyja á leiðinni eða lenda í klónum á mansalshringjum. Mönnum sem eru vondir við þær fyrir peninga. Og á hverjum degi tekur fólk, nærri einvörðungu karlar, ákvörðun um að vera vont við þessar konur. Við þær hræðilegu kringumstæður sem ríkja á flótta taka ofbeldismenn sig saman um að auka á vanlíðan og þjáningar annarra. Á meðan við hin reynum að gera líf hvert annars bærilegra fara þeir um og ógna jafnvæginu sem fylgir friði og ró. Allir ofbeldismenn mega fokka sér. Það er nefnilega til sammannlegur samtakamáttur sem snýst um að gera heiminn að betri stað fyrir alla. Sá samtakamáttur heitir umhyggja og ást og við eigum að nota eins mikið af honum og við getum. Við byrjum með því að sýna þolinmæði við kassann í Bónus og stígum svo næstu skref í átt að ofbeldislausum heimi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun