Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll segir að Samfylkingin hafi ekki staðið sig þegar aðildarumsókn að ESB hafi verið byggð á baktjaldasamkomulagi og þegar flokkurinn studdi Icesave samning sem ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. Vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segist ekki búinn að taka afstöðu til þess hvort hann gefi kost á sér að nýju sem formaður flokksins. Þetta kemur fram í löngu bréfi sem hann hefur sent flokksmönnum. Þar segir hann að flokkurinn þurfi að eiga samtal til að skapa sátt og traust og að hann muni helga sig því verkefni á næstu vikum. „Seinna mun ég svo taka afstöðu til þess hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik sem formaður flokksins,“ segir hann í bréfinu.Fagnar ákvörðun um formannskjör Árni segist fagna þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins að efna til landsfundar og formannskjörs í vor. Hann segir að fólki beri saman um að frekari aðgerða sé þörf en að endurnýja umboð flokksforustunnar; skýringa á stöðu flokksins sé ekki bara að leita þar. Hann segir að ekki verði tekist á við rót vandans með mannfórn. „Sjálfur held ég að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verður formaður Samfylkingarinnar ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig og hvernig hún kemur fram og nálgast fólkið í landinu. Við tökum ekki á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu,“ skrifar formaðurinn.Mistök gerð strax árið 2007 Í bréfinu segir Árni Páll að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir hann. Mistök hafi verið gerð strax þegar flokkurinn gekk fyrst í ríkisstjórn árið 2007. „Við gengum þá inn í valdakerfi hinna gömlu flokka, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar. Þar með vorum við ófær um að takast á við fjölbreytt hagsmunatengsl peninga og stjórnmála – sem enn eru ráðandi – og þá blindu á hættur sem var ríkjandi í aðdraganda hruns,“ segir hann í bréfinu.Icesave og ESB vandamál Í upptalningu segir Árni Páll meðal annars að flokkurinn hafi stutt Icesave samning sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og að aðildarumsóknin að ESB hafi verið byggð á flóknu baktjaldasamkomulagi sem aldrei hélt í stað þess að fá skýrt umboð til viðræðna. Hann segir að flokkurinn hafi misst af tækifærinu til að axla sameiginlega ábyrgð á mistök og frekar kosið að fórna einstaklingum til að koma öðrum í skjól. „Ingibjörg Sólrún baðst afsökunar á sínum hlut. Sú afsökunarbeiðni átti að vera okkur fagnaðarefni og tækifæri til að auðvelda flokknum að takast á við mistök í þeirri ríkisstjórn. Í staðinn var sú afsökunarbeiðni nýtt sem syndakvittun fyrir aðra,“ segir hann. „Flokkurinn tók ekki félagslega ábyrgð á prófkjörum sem hann hafði efnt til, heldur fórnaði Steinunni Valdísi einni. Framgangan í Landsdómsmálinu og fórn Steinunnar Valdísar hafa skilið eftir djúp sár um alla okkar hreyfingu og sáð fræjum efasemda um að við séum samhent sveit sem axli saman félagslega ábyrgð á mistökum sem við gerum saman.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segist ekki búinn að taka afstöðu til þess hvort hann gefi kost á sér að nýju sem formaður flokksins. Þetta kemur fram í löngu bréfi sem hann hefur sent flokksmönnum. Þar segir hann að flokkurinn þurfi að eiga samtal til að skapa sátt og traust og að hann muni helga sig því verkefni á næstu vikum. „Seinna mun ég svo taka afstöðu til þess hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik sem formaður flokksins,“ segir hann í bréfinu.Fagnar ákvörðun um formannskjör Árni segist fagna þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins að efna til landsfundar og formannskjörs í vor. Hann segir að fólki beri saman um að frekari aðgerða sé þörf en að endurnýja umboð flokksforustunnar; skýringa á stöðu flokksins sé ekki bara að leita þar. Hann segir að ekki verði tekist á við rót vandans með mannfórn. „Sjálfur held ég að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verður formaður Samfylkingarinnar ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig og hvernig hún kemur fram og nálgast fólkið í landinu. Við tökum ekki á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu,“ skrifar formaðurinn.Mistök gerð strax árið 2007 Í bréfinu segir Árni Páll að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir hann. Mistök hafi verið gerð strax þegar flokkurinn gekk fyrst í ríkisstjórn árið 2007. „Við gengum þá inn í valdakerfi hinna gömlu flokka, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar. Þar með vorum við ófær um að takast á við fjölbreytt hagsmunatengsl peninga og stjórnmála – sem enn eru ráðandi – og þá blindu á hættur sem var ríkjandi í aðdraganda hruns,“ segir hann í bréfinu.Icesave og ESB vandamál Í upptalningu segir Árni Páll meðal annars að flokkurinn hafi stutt Icesave samning sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og að aðildarumsóknin að ESB hafi verið byggð á flóknu baktjaldasamkomulagi sem aldrei hélt í stað þess að fá skýrt umboð til viðræðna. Hann segir að flokkurinn hafi misst af tækifærinu til að axla sameiginlega ábyrgð á mistök og frekar kosið að fórna einstaklingum til að koma öðrum í skjól. „Ingibjörg Sólrún baðst afsökunar á sínum hlut. Sú afsökunarbeiðni átti að vera okkur fagnaðarefni og tækifæri til að auðvelda flokknum að takast á við mistök í þeirri ríkisstjórn. Í staðinn var sú afsökunarbeiðni nýtt sem syndakvittun fyrir aðra,“ segir hann. „Flokkurinn tók ekki félagslega ábyrgð á prófkjörum sem hann hafði efnt til, heldur fórnaði Steinunni Valdísi einni. Framgangan í Landsdómsmálinu og fórn Steinunnar Valdísar hafa skilið eftir djúp sár um alla okkar hreyfingu og sáð fræjum efasemda um að við séum samhent sveit sem axli saman félagslega ábyrgð á mistökum sem við gerum saman.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira