Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 15:15 vísir/ Landlæknisembættið hvetur þungaðar konur til að ferðast ekki til Mið- og Suður-Ameríku þar sem útbreiðsla Zika-veiru hefur verið hvað mest, nema brýna nauðsyn beri. Þá eru karlmenn sem hafa ferðast til þangað hvattir til að nota smokka í fjórar vikur eftir ferðalag. Þetta kemur fram í nýjum leiðbeiningum landlæknis um varnir gegn Zika-veirunni. Veiran hefur herjað á íbúa í Mið- og Suður-Ameríku að undanförnu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á heimsvísu. Algengasta smitleiðin er talin vera með moskítóflugum en einnig hefur veiran fundist í sæði. „Vegna skorts á þekkingu á smiti Zíkaveiru með kynmökum er karlmönnum ráðlagt að gæta ýtrustu varúðar þar til meiri þekking er til staðar. Karlmenn sem stunda kynlíf og hafa ferðast á svæðum i Mið- og Suður-Ameríku er ráðlagt að nota smokka í allt að 4 vikur eftir heimkomu,“ segir í leiðbeiningunum.Sjá einnig:Hvað er Zika? Vísbendingar eru um að veiran valdi alvarlegum fósturskaða og hafði embættið áður varað barnshafandi konur við ferðalögum til svæða þar sem veiran er landlæg. Hafi þeir ferðast til umræddra svæða er þeim ráðlagt að leita læknis eftir heimkomu, óháð því hvort þær hafi veikst eða ekki. Þá er þeim konum sem eru á þessum svæðum ráðlagt að vera með góðar varnir gegn biti moskítóflugna. Talið er að um 80 prósent þeirra sem smitast af Zíkaveiru fái engin einkenni en hjá þeim 20 prósent sem veikjast þá eru algengustu einkennin hiti, útbrot, liðverkir og hvarmabólga. Einkennin vara frá nokkrum dögum upp í viku en leiða sjaldan til sjúkrahúsvistar. Í mjög sjaldgæfum tilvikum er talið að veiran geti valdið heilkenni bráðrar fjöltaugabólgu (Gullain-Barré syndrome). Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Keníumenn hóta því að mæta ekki á ÓL í Ríó Kenía verður mögulega ekki með íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu vegna ótta manna þar á bæ við Zika veiruna. 9. febrúar 2016 09:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Fyrsta Zika smitið staðfest í Kína Maðurinn sem smitaðist hafði nýlega ferðast til Suður-Ameríku. 10. febrúar 2016 08:47 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Landlæknisembættið hvetur þungaðar konur til að ferðast ekki til Mið- og Suður-Ameríku þar sem útbreiðsla Zika-veiru hefur verið hvað mest, nema brýna nauðsyn beri. Þá eru karlmenn sem hafa ferðast til þangað hvattir til að nota smokka í fjórar vikur eftir ferðalag. Þetta kemur fram í nýjum leiðbeiningum landlæknis um varnir gegn Zika-veirunni. Veiran hefur herjað á íbúa í Mið- og Suður-Ameríku að undanförnu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á heimsvísu. Algengasta smitleiðin er talin vera með moskítóflugum en einnig hefur veiran fundist í sæði. „Vegna skorts á þekkingu á smiti Zíkaveiru með kynmökum er karlmönnum ráðlagt að gæta ýtrustu varúðar þar til meiri þekking er til staðar. Karlmenn sem stunda kynlíf og hafa ferðast á svæðum i Mið- og Suður-Ameríku er ráðlagt að nota smokka í allt að 4 vikur eftir heimkomu,“ segir í leiðbeiningunum.Sjá einnig:Hvað er Zika? Vísbendingar eru um að veiran valdi alvarlegum fósturskaða og hafði embættið áður varað barnshafandi konur við ferðalögum til svæða þar sem veiran er landlæg. Hafi þeir ferðast til umræddra svæða er þeim ráðlagt að leita læknis eftir heimkomu, óháð því hvort þær hafi veikst eða ekki. Þá er þeim konum sem eru á þessum svæðum ráðlagt að vera með góðar varnir gegn biti moskítóflugna. Talið er að um 80 prósent þeirra sem smitast af Zíkaveiru fái engin einkenni en hjá þeim 20 prósent sem veikjast þá eru algengustu einkennin hiti, útbrot, liðverkir og hvarmabólga. Einkennin vara frá nokkrum dögum upp í viku en leiða sjaldan til sjúkrahúsvistar. Í mjög sjaldgæfum tilvikum er talið að veiran geti valdið heilkenni bráðrar fjöltaugabólgu (Gullain-Barré syndrome).
Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Keníumenn hóta því að mæta ekki á ÓL í Ríó Kenía verður mögulega ekki með íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu vegna ótta manna þar á bæ við Zika veiruna. 9. febrúar 2016 09:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Fyrsta Zika smitið staðfest í Kína Maðurinn sem smitaðist hafði nýlega ferðast til Suður-Ameríku. 10. febrúar 2016 08:47 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16
Keníumenn hóta því að mæta ekki á ÓL í Ríó Kenía verður mögulega ekki með íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu vegna ótta manna þar á bæ við Zika veiruna. 9. febrúar 2016 09:15
Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00
Fyrsta Zika smitið staðfest í Kína Maðurinn sem smitaðist hafði nýlega ferðast til Suður-Ameríku. 10. febrúar 2016 08:47