Einatt stendur EES með neytendum gegn íslenskum stjórnvöldum Skjóðan skrifar 10. febrúar 2016 11:16 Seint verða íslensk stjórnvöld sökuð um ofdekur við neytendur. Á dögunum skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu um að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti stríði fullkomlega í bága við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk stjórnvöld setja þau skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti að innflytjendur skili vottorði um að kjötið hafi verið fryst í að minnsta kosti einn mánuð áður en það er tollafgreitt hér á landi. Þetta brýtur í bága við EES samninginn þar sem kveðið er á um að ekki megi hindra viðskipti með ferskt kjöt milli ríkja sem eru aðilar að EES. Á þetta reyndi þegar fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. gerði tilraun til að flytja inn ferskt nautakjöt frá Hollandi. Kjötið var gert upptækt í tolli og því fargað þar sem það var ófrosið. Fyrirtækið undi ekki þessari niðurstöðu og höfðaði gegn íslenska ríkinu mál til skaðabóta vegna þess tjóns sem það varð fyrir vegna synjunar á innflutningsleyfi. Að kröfu Ferskra kjötvara leituðu íslenskir dómstólar eftir ráðgefandi álits EFTA dómstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf um innflutning fersks kjöts væri í samræmi við EES samninginn. Niðurstaða EFTA dómstólsins er afgerandi. Íslenska ríkinu er með öllu óheimilt að krefjast þess að innflytjandi sæki um sérstakt leyfi til að flytja inn ferskt kjöt frá EES og setja sem skilyrði fyrir innflutningi að framvísað sé vottorði um að kjötið hafi verið frosið í tiltekinn tíma áður en það er tollafgreitt. EFTA dómstóllinnhafnar með öllu röksemdum íslenska ríkisins um að taka beri tillit til einangraðar landfræðilegrar legu Íslands og ónæmisfræðilegs varnarleysis dýraflóru landsins og hugsanlegra afleiðinga á líf og heilsu manna, við skýringu tilskipunarinnar. „Ísland fullyrti að það beri fullt traust til dýraheilbrigðiseftirlits sem fram fer í öðrum aðildarríkjum í samræmi við sameiginlegar EES-reglur. Samkvæmt EES- samningnum er í gildi aðlögun fyrir Ísland, sem tekur til lifandi dýra, annarra en fiska og lagareldisdýra. Samningurinn hefur þó engin aðlögunarákvæði að geyma vegna innflutnings hrárra kjötvara til Íslands.“ Enn og aftur sækja íslenskir neytendur réttlæti sitt til Evrópu. Vitanlega er þetta ólöglega bann á innflutningi ekki til að vernda íslenskan búfénað nema í orði kveðnu. Bannið er tæknileg hindrun á innflutningi ætluð til að halda uppi verði landbúnaðarafurða hér á landi á kostnað íslenskra neytenda. Íslenskum búpeningi stafar raunar meiri hætta af árlegri innrás farfugla sem hingað fljúga til hreiðurgerðar og varps en innflutningi á viðurkenndum landbúnaðarafurðum, sem uppfylla heilbrigðisskilyrði nágrannaþjóða okkar í Evrópu. Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Seint verða íslensk stjórnvöld sökuð um ofdekur við neytendur. Á dögunum skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu um að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti stríði fullkomlega í bága við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk stjórnvöld setja þau skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti að innflytjendur skili vottorði um að kjötið hafi verið fryst í að minnsta kosti einn mánuð áður en það er tollafgreitt hér á landi. Þetta brýtur í bága við EES samninginn þar sem kveðið er á um að ekki megi hindra viðskipti með ferskt kjöt milli ríkja sem eru aðilar að EES. Á þetta reyndi þegar fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. gerði tilraun til að flytja inn ferskt nautakjöt frá Hollandi. Kjötið var gert upptækt í tolli og því fargað þar sem það var ófrosið. Fyrirtækið undi ekki þessari niðurstöðu og höfðaði gegn íslenska ríkinu mál til skaðabóta vegna þess tjóns sem það varð fyrir vegna synjunar á innflutningsleyfi. Að kröfu Ferskra kjötvara leituðu íslenskir dómstólar eftir ráðgefandi álits EFTA dómstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf um innflutning fersks kjöts væri í samræmi við EES samninginn. Niðurstaða EFTA dómstólsins er afgerandi. Íslenska ríkinu er með öllu óheimilt að krefjast þess að innflytjandi sæki um sérstakt leyfi til að flytja inn ferskt kjöt frá EES og setja sem skilyrði fyrir innflutningi að framvísað sé vottorði um að kjötið hafi verið frosið í tiltekinn tíma áður en það er tollafgreitt. EFTA dómstóllinnhafnar með öllu röksemdum íslenska ríkisins um að taka beri tillit til einangraðar landfræðilegrar legu Íslands og ónæmisfræðilegs varnarleysis dýraflóru landsins og hugsanlegra afleiðinga á líf og heilsu manna, við skýringu tilskipunarinnar. „Ísland fullyrti að það beri fullt traust til dýraheilbrigðiseftirlits sem fram fer í öðrum aðildarríkjum í samræmi við sameiginlegar EES-reglur. Samkvæmt EES- samningnum er í gildi aðlögun fyrir Ísland, sem tekur til lifandi dýra, annarra en fiska og lagareldisdýra. Samningurinn hefur þó engin aðlögunarákvæði að geyma vegna innflutnings hrárra kjötvara til Íslands.“ Enn og aftur sækja íslenskir neytendur réttlæti sitt til Evrópu. Vitanlega er þetta ólöglega bann á innflutningi ekki til að vernda íslenskan búfénað nema í orði kveðnu. Bannið er tæknileg hindrun á innflutningi ætluð til að halda uppi verði landbúnaðarafurða hér á landi á kostnað íslenskra neytenda. Íslenskum búpeningi stafar raunar meiri hætta af árlegri innrás farfugla sem hingað fljúga til hreiðurgerðar og varps en innflutningi á viðurkenndum landbúnaðarafurðum, sem uppfylla heilbrigðisskilyrði nágrannaþjóða okkar í Evrópu.
Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira