Hægt að núlla út stóra losun Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2016 15:15 Kom fram í máli Brynhildar að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Vísir Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er, væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tímapunkti. Þetta kom meðal annars fram í erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu Landsbankans í gær undir yfirskriftinni Hvaða áhrif hefur Parísarsamkomulagið á atvinnulífið? Brynhildur fjallaði um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París í samhengi við íslenskan veruleika frá mörgum hliðum. Kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Hún hefur stóraukist frá iðnaði (78%) og samgöngum (39%), en dregist verulega saman frá sjávarútvegi (-42%). Ef binding GHL í landnotkun er reiknuð inn í þessa mynd þá hefur nettólosunin aukist mun minna, eða um 15% frá því sem var árið 1990. Á þessum tíma hefur hlutfallsleg losun stóriðju vaxið úr 32% í 45% af heildinni en í sjávarútvegi minnkað úr 22% árið 1990 í 10%.Ólíkt öðrum löndum þá er aðeins brot af heildarlosun hér vegna orkuframleiðslu.fréttablaðið/vilhelmBrynhildur sagði, í samhengi við þessa tölfræði, hvað við getum gert, og hvar við eigum að leggja áherslu á að bregðast við. Hún vék líka að framtíðarsýninni – eða spám um losun. Að óbreyttu, eða án uppbyggingar í stóriðju, sem Brynhildur sagði reyndar óraunhæft, verður losun á Íslandi árið 2030 aðeins fimm prósent yfir losun árið 1990 með bindingu með skógrækt og landgræðslu. Ef öll áform um uppbyggingu stóriðju ganga hins vegar eftir á næstu árum gera spár ráð fyrir því að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi muni aukast um 108% miðað við losun ársins 1990. Verði ekki af uppbyggingu í áliðnaði en áætlanir um rekstur þriggja nýrra kísilvera ganga eftir mun nettólosun engu að síður aukast um 72%. Þessar tölur eru svokölluð háspá, og ekki tekið tillit til bindingar innan íslenska hagkerfisins og skal taka sérstaklega fram að binding með endurheimt votlendis er þá ekki reiknuð til tekna. Samsvarandi tölur með bindingu yrðu 91% aukning, og 54% ef aðeins þrjú kísilver yrðu byggð og rekin hér árið 2030. Fjölmargt er hægt að gera til að minnka losun á næstu árum. Það sem getur átt við um öll fyrirtæki eru mótvægisaðgerðir eins og að draga úr beinni losun vegna eigin starfsemi, og þá ekki síst orkunotkun og í flutningum. Óbeint má hafa áhrif með því að velja sér græna birgja, en einnig í samgöngum hjá starfsmönnum og að velja viðskiptavini eftir sótspori þeirra. Einnig með þátttöku í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Árangri má líka fljótt ná með grænum fjárfestingum. Loftslagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er, væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tímapunkti. Þetta kom meðal annars fram í erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu Landsbankans í gær undir yfirskriftinni Hvaða áhrif hefur Parísarsamkomulagið á atvinnulífið? Brynhildur fjallaði um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París í samhengi við íslenskan veruleika frá mörgum hliðum. Kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Hún hefur stóraukist frá iðnaði (78%) og samgöngum (39%), en dregist verulega saman frá sjávarútvegi (-42%). Ef binding GHL í landnotkun er reiknuð inn í þessa mynd þá hefur nettólosunin aukist mun minna, eða um 15% frá því sem var árið 1990. Á þessum tíma hefur hlutfallsleg losun stóriðju vaxið úr 32% í 45% af heildinni en í sjávarútvegi minnkað úr 22% árið 1990 í 10%.Ólíkt öðrum löndum þá er aðeins brot af heildarlosun hér vegna orkuframleiðslu.fréttablaðið/vilhelmBrynhildur sagði, í samhengi við þessa tölfræði, hvað við getum gert, og hvar við eigum að leggja áherslu á að bregðast við. Hún vék líka að framtíðarsýninni – eða spám um losun. Að óbreyttu, eða án uppbyggingar í stóriðju, sem Brynhildur sagði reyndar óraunhæft, verður losun á Íslandi árið 2030 aðeins fimm prósent yfir losun árið 1990 með bindingu með skógrækt og landgræðslu. Ef öll áform um uppbyggingu stóriðju ganga hins vegar eftir á næstu árum gera spár ráð fyrir því að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi muni aukast um 108% miðað við losun ársins 1990. Verði ekki af uppbyggingu í áliðnaði en áætlanir um rekstur þriggja nýrra kísilvera ganga eftir mun nettólosun engu að síður aukast um 72%. Þessar tölur eru svokölluð háspá, og ekki tekið tillit til bindingar innan íslenska hagkerfisins og skal taka sérstaklega fram að binding með endurheimt votlendis er þá ekki reiknuð til tekna. Samsvarandi tölur með bindingu yrðu 91% aukning, og 54% ef aðeins þrjú kísilver yrðu byggð og rekin hér árið 2030. Fjölmargt er hægt að gera til að minnka losun á næstu árum. Það sem getur átt við um öll fyrirtæki eru mótvægisaðgerðir eins og að draga úr beinni losun vegna eigin starfsemi, og þá ekki síst orkunotkun og í flutningum. Óbeint má hafa áhrif með því að velja sér græna birgja, en einnig í samgöngum hjá starfsmönnum og að velja viðskiptavini eftir sótspori þeirra. Einnig með þátttöku í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Árangri má líka fljótt ná með grænum fjárfestingum.
Loftslagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira