Breytast í hústökufólk um páskana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2016 10:31 Samningur við styrkaraðila hátíðarinnar í ár var "undirritaður“ með því að smella merki hátíðarinnar á handlegg allra í formi tímabundsins húðflúrs. Vísir/KTD Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda skiptið um páskana og í nýju húsnæði. Það er viðeigandi að hátíðin í ár fer fram í skemmu sem allajafna er notuð undir rækjuvinnslu enda er Ísafjörður „mekka rækjunnar á Íslandi“ eins og kom fram í máli Kristjáns Freys Halldórssonar, kynningarstjóra hátíðarinnar, á blaðamannafundi á Ísafjarðarflugvelli í morgun. Að neðan má sjá myndband með nýja húsnæðinu en undanfarin sjö ár hefur hátíðin farið fram í skemmu á Grænagarði en færir sig nú um set og verður nær miðbænum. „Það verður engin afsökun að koma á bíl núna,“ sagði Kristján en aðeins fimm mínútna gangur er í nýju skemmuna sem er við hliðina á Tjöruhúsinu. Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Emilíana Torrini, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Glowie, Risaeðlan, Mamma hestur, Strigaskór 42 og Sykur. Þá er Laddi heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár og hlakkar, líkt og Emilía og fleiri, mikið til að koma vestur.Myndband af nýja húsnæðinu og Ísafirði má sjá að neðan. NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR! - DEILIÐ ÞESSU G...NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR!- DEILIÐ ÞESSU GJARNAN ÁFRAM!Posted by Aldrei Fór Ég Suður on Monday, January 18, 2016 Örn Elías Guðmundsson, upphafsmaður hátíðarinnar sem betur er þekktur sem Mugison, sagði frábær að annað árið í röð fengju listamennirnir greitt fyrir að koma fram. Það væri mikið fagnaðarefni. Margt hefði breyst frá því hátíðinni var komið á fót. Þá var ein önnur árleg sambærileg tónlistarhátíð á Íslandi, Iceland Airwaves, en nú væru tímarnir breyttir. Kristján Freyr benti á að stærsta vandamálið væri að koma listamönnunum fyrir. Skaut Birna Jónsdóttir rokkstýra inn í að vandamálið væri líka hve fljótir gestir væru að bóka gistingu. „Gestirnir eru skipulagðari en við,“ sagði Birna og hló. Hafði Kristján Freyr orð á því að um lúxusvandamál væri að ræða og mjög gleðilegt hve margir kæmu vestur á hátíðina. „En ferlega slæmt fyrir okkur sem verðum að hústökufólki um páskana,“ sagði Kristján Freyr og uppskrar hlátur viðstaddra. Airwaves Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda skiptið um páskana og í nýju húsnæði. Það er viðeigandi að hátíðin í ár fer fram í skemmu sem allajafna er notuð undir rækjuvinnslu enda er Ísafjörður „mekka rækjunnar á Íslandi“ eins og kom fram í máli Kristjáns Freys Halldórssonar, kynningarstjóra hátíðarinnar, á blaðamannafundi á Ísafjarðarflugvelli í morgun. Að neðan má sjá myndband með nýja húsnæðinu en undanfarin sjö ár hefur hátíðin farið fram í skemmu á Grænagarði en færir sig nú um set og verður nær miðbænum. „Það verður engin afsökun að koma á bíl núna,“ sagði Kristján en aðeins fimm mínútna gangur er í nýju skemmuna sem er við hliðina á Tjöruhúsinu. Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Emilíana Torrini, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Glowie, Risaeðlan, Mamma hestur, Strigaskór 42 og Sykur. Þá er Laddi heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár og hlakkar, líkt og Emilía og fleiri, mikið til að koma vestur.Myndband af nýja húsnæðinu og Ísafirði má sjá að neðan. NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR! - DEILIÐ ÞESSU G...NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR!- DEILIÐ ÞESSU GJARNAN ÁFRAM!Posted by Aldrei Fór Ég Suður on Monday, January 18, 2016 Örn Elías Guðmundsson, upphafsmaður hátíðarinnar sem betur er þekktur sem Mugison, sagði frábær að annað árið í röð fengju listamennirnir greitt fyrir að koma fram. Það væri mikið fagnaðarefni. Margt hefði breyst frá því hátíðinni var komið á fót. Þá var ein önnur árleg sambærileg tónlistarhátíð á Íslandi, Iceland Airwaves, en nú væru tímarnir breyttir. Kristján Freyr benti á að stærsta vandamálið væri að koma listamönnunum fyrir. Skaut Birna Jónsdóttir rokkstýra inn í að vandamálið væri líka hve fljótir gestir væru að bóka gistingu. „Gestirnir eru skipulagðari en við,“ sagði Birna og hló. Hafði Kristján Freyr orð á því að um lúxusvandamál væri að ræða og mjög gleðilegt hve margir kæmu vestur á hátíðina. „En ferlega slæmt fyrir okkur sem verðum að hústökufólki um páskana,“ sagði Kristján Freyr og uppskrar hlátur viðstaddra.
Airwaves Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54