Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ kolbeinn tumi daðason skrifar 26. febrúar 2016 15:31 Frá Reynisfjöru á dögunum. Vísir/Friðrik Þór Á hverjum tímapunkti á degi hverjum eru 100-200 erlendir ferðamenn í Reynisfjöru. Fólk lenti í lífsháska í fjörunni í gær og ástandið í dag var litlu skárra. Leiðsögumaður á svæðinu segist einfaldlega fá skammir þegar hann geri athugasemdir við háttalag fólks sem hættir sér of nærri sjónum. „Maður fær bara skammir,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður í samtali við Vísi. Hann kom hópi ferðamanna til bjargar í gær og hefur verið í fjörunni í dag sömuleiðis. Ástæðuna fyrir því að hann fái skammir segir hann vera þá að hann sé ekki lögreglumaður og hafi ekki leyfi til handtöku. Hermann útskýrir að flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri sé allt annars eðlis en fyrri samsetning. Fyrir tíu árum hefði mátt flokka erlenda ferðamenn sem landkönnuði, við tók massatúrismi en í dag sé skipulagður massatúrismi. Þannig séu ferðamenn hættir að kynna sér land og þjóð fyrir komuna hingað. Það sé meira þannig að fólk fresti ferð til Benedorm og ætli að skella sér til Íslands í staðinn „Þegar þú ferð til Benedorm og sérð sól og sand hugsarðu bara: „Hiti, ég, úti, baða mig,“ segir Hermann. Það sé alveg eins um þá sem komi til Íslands þessa dagana. Lággjaldaflugfélögin fljúgi hingað í auknum mæli og þetta fylgi því. „Þekkingarskorturinn er algjör.“Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirLeið eins og einmana smala á fjalli Hermann var á fleygiferð með ferðamenn í dag og sagði tíu til tuttugu rútur af ferðamönnum í Reynisfjöru yfir daginn hverju sinni. Auk þess ferðamenn á eigin vegum. Engu virðist skipta þótt komið hafi verið upp nýjum skiltum í gær. „Skiltin eru góðra gjalda verð en þetta er bara svo lítið,“ segir Hermann. Fólk strunsi framhjá skiltunum og svo sé það komið niður í fjöru. Þar hafi honum liðið eins og smalastrák. „Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann. „Þetta er eins og að fara til fjalla að smala og vera einn.“ Hermann telur að aðilar sem koma að stýringu ferðamála hér á landi séu búnir að missa tökin á ferðamannafjöldanum. Þau geri sér ekki grein fyrir því hvað sé að gerast með ferðamennina og bendir á Íslandsstofu og Ferðamálaráð sem dæmi. „Við erum komin inn í algjört brjálæði,“ segir Hermann og telur ekkert duga nema gæslu á svæðinu.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Reykjavík síðdegis að fólk eigi ekki að geta komist hjá því að sjá skiltin. Viðtalið við Svein Kristján má sjá að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Á hverjum tímapunkti á degi hverjum eru 100-200 erlendir ferðamenn í Reynisfjöru. Fólk lenti í lífsháska í fjörunni í gær og ástandið í dag var litlu skárra. Leiðsögumaður á svæðinu segist einfaldlega fá skammir þegar hann geri athugasemdir við háttalag fólks sem hættir sér of nærri sjónum. „Maður fær bara skammir,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður í samtali við Vísi. Hann kom hópi ferðamanna til bjargar í gær og hefur verið í fjörunni í dag sömuleiðis. Ástæðuna fyrir því að hann fái skammir segir hann vera þá að hann sé ekki lögreglumaður og hafi ekki leyfi til handtöku. Hermann útskýrir að flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri sé allt annars eðlis en fyrri samsetning. Fyrir tíu árum hefði mátt flokka erlenda ferðamenn sem landkönnuði, við tók massatúrismi en í dag sé skipulagður massatúrismi. Þannig séu ferðamenn hættir að kynna sér land og þjóð fyrir komuna hingað. Það sé meira þannig að fólk fresti ferð til Benedorm og ætli að skella sér til Íslands í staðinn „Þegar þú ferð til Benedorm og sérð sól og sand hugsarðu bara: „Hiti, ég, úti, baða mig,“ segir Hermann. Það sé alveg eins um þá sem komi til Íslands þessa dagana. Lággjaldaflugfélögin fljúgi hingað í auknum mæli og þetta fylgi því. „Þekkingarskorturinn er algjör.“Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirLeið eins og einmana smala á fjalli Hermann var á fleygiferð með ferðamenn í dag og sagði tíu til tuttugu rútur af ferðamönnum í Reynisfjöru yfir daginn hverju sinni. Auk þess ferðamenn á eigin vegum. Engu virðist skipta þótt komið hafi verið upp nýjum skiltum í gær. „Skiltin eru góðra gjalda verð en þetta er bara svo lítið,“ segir Hermann. Fólk strunsi framhjá skiltunum og svo sé það komið niður í fjöru. Þar hafi honum liðið eins og smalastrák. „Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann. „Þetta er eins og að fara til fjalla að smala og vera einn.“ Hermann telur að aðilar sem koma að stýringu ferðamála hér á landi séu búnir að missa tökin á ferðamannafjöldanum. Þau geri sér ekki grein fyrir því hvað sé að gerast með ferðamennina og bendir á Íslandsstofu og Ferðamálaráð sem dæmi. „Við erum komin inn í algjört brjálæði,“ segir Hermann og telur ekkert duga nema gæslu á svæðinu.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Reykjavík síðdegis að fólk eigi ekki að geta komist hjá því að sjá skiltin. Viðtalið við Svein Kristján má sjá að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00
Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent