Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ kolbeinn tumi daðason skrifar 26. febrúar 2016 15:31 Frá Reynisfjöru á dögunum. Vísir/Friðrik Þór Á hverjum tímapunkti á degi hverjum eru 100-200 erlendir ferðamenn í Reynisfjöru. Fólk lenti í lífsháska í fjörunni í gær og ástandið í dag var litlu skárra. Leiðsögumaður á svæðinu segist einfaldlega fá skammir þegar hann geri athugasemdir við háttalag fólks sem hættir sér of nærri sjónum. „Maður fær bara skammir,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður í samtali við Vísi. Hann kom hópi ferðamanna til bjargar í gær og hefur verið í fjörunni í dag sömuleiðis. Ástæðuna fyrir því að hann fái skammir segir hann vera þá að hann sé ekki lögreglumaður og hafi ekki leyfi til handtöku. Hermann útskýrir að flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri sé allt annars eðlis en fyrri samsetning. Fyrir tíu árum hefði mátt flokka erlenda ferðamenn sem landkönnuði, við tók massatúrismi en í dag sé skipulagður massatúrismi. Þannig séu ferðamenn hættir að kynna sér land og þjóð fyrir komuna hingað. Það sé meira þannig að fólk fresti ferð til Benedorm og ætli að skella sér til Íslands í staðinn „Þegar þú ferð til Benedorm og sérð sól og sand hugsarðu bara: „Hiti, ég, úti, baða mig,“ segir Hermann. Það sé alveg eins um þá sem komi til Íslands þessa dagana. Lággjaldaflugfélögin fljúgi hingað í auknum mæli og þetta fylgi því. „Þekkingarskorturinn er algjör.“Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirLeið eins og einmana smala á fjalli Hermann var á fleygiferð með ferðamenn í dag og sagði tíu til tuttugu rútur af ferðamönnum í Reynisfjöru yfir daginn hverju sinni. Auk þess ferðamenn á eigin vegum. Engu virðist skipta þótt komið hafi verið upp nýjum skiltum í gær. „Skiltin eru góðra gjalda verð en þetta er bara svo lítið,“ segir Hermann. Fólk strunsi framhjá skiltunum og svo sé það komið niður í fjöru. Þar hafi honum liðið eins og smalastrák. „Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann. „Þetta er eins og að fara til fjalla að smala og vera einn.“ Hermann telur að aðilar sem koma að stýringu ferðamála hér á landi séu búnir að missa tökin á ferðamannafjöldanum. Þau geri sér ekki grein fyrir því hvað sé að gerast með ferðamennina og bendir á Íslandsstofu og Ferðamálaráð sem dæmi. „Við erum komin inn í algjört brjálæði,“ segir Hermann og telur ekkert duga nema gæslu á svæðinu.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Reykjavík síðdegis að fólk eigi ekki að geta komist hjá því að sjá skiltin. Viðtalið við Svein Kristján má sjá að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Á hverjum tímapunkti á degi hverjum eru 100-200 erlendir ferðamenn í Reynisfjöru. Fólk lenti í lífsháska í fjörunni í gær og ástandið í dag var litlu skárra. Leiðsögumaður á svæðinu segist einfaldlega fá skammir þegar hann geri athugasemdir við háttalag fólks sem hættir sér of nærri sjónum. „Maður fær bara skammir,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður í samtali við Vísi. Hann kom hópi ferðamanna til bjargar í gær og hefur verið í fjörunni í dag sömuleiðis. Ástæðuna fyrir því að hann fái skammir segir hann vera þá að hann sé ekki lögreglumaður og hafi ekki leyfi til handtöku. Hermann útskýrir að flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri sé allt annars eðlis en fyrri samsetning. Fyrir tíu árum hefði mátt flokka erlenda ferðamenn sem landkönnuði, við tók massatúrismi en í dag sé skipulagður massatúrismi. Þannig séu ferðamenn hættir að kynna sér land og þjóð fyrir komuna hingað. Það sé meira þannig að fólk fresti ferð til Benedorm og ætli að skella sér til Íslands í staðinn „Þegar þú ferð til Benedorm og sérð sól og sand hugsarðu bara: „Hiti, ég, úti, baða mig,“ segir Hermann. Það sé alveg eins um þá sem komi til Íslands þessa dagana. Lággjaldaflugfélögin fljúgi hingað í auknum mæli og þetta fylgi því. „Þekkingarskorturinn er algjör.“Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirLeið eins og einmana smala á fjalli Hermann var á fleygiferð með ferðamenn í dag og sagði tíu til tuttugu rútur af ferðamönnum í Reynisfjöru yfir daginn hverju sinni. Auk þess ferðamenn á eigin vegum. Engu virðist skipta þótt komið hafi verið upp nýjum skiltum í gær. „Skiltin eru góðra gjalda verð en þetta er bara svo lítið,“ segir Hermann. Fólk strunsi framhjá skiltunum og svo sé það komið niður í fjöru. Þar hafi honum liðið eins og smalastrák. „Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann. „Þetta er eins og að fara til fjalla að smala og vera einn.“ Hermann telur að aðilar sem koma að stýringu ferðamála hér á landi séu búnir að missa tökin á ferðamannafjöldanum. Þau geri sér ekki grein fyrir því hvað sé að gerast með ferðamennina og bendir á Íslandsstofu og Ferðamálaráð sem dæmi. „Við erum komin inn í algjört brjálæði,“ segir Hermann og telur ekkert duga nema gæslu á svæðinu.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Reykjavík síðdegis að fólk eigi ekki að geta komist hjá því að sjá skiltin. Viðtalið við Svein Kristján má sjá að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00
Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38